Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 11:38 Frá verslun Apple í Þýskalandi. AP/Matthias Schrader Evrópudómstóllinn hefur snúið við úrskurði neðra dómstigs í máli sambandsins gegn risafyrirtækinu Apple. Fyrirtækið mun því þurfa að greiða um 14,35 milljarða dala, plús vexti, í skatta. Greiðslan án vaxta samsvarar tæplega tveimur billjónum króna, lauslega reiknað. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2016 þegar framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að Apple þyrfti að greiða írskum yfirvöldum fúlgur fjár vegna vangreiddra skatta. Yfirvöld á Írlandi voru sögð hafa veitt fyrirtækinu afslætti sem færu gegn reglum ESB og það hefði gert fyrirtækinu kleift að greiða mun minna í skatt en það ætti að gera. Þá sagði framkvæmdastjórnin að fyrirkomulagið hefði gert Apple kleift að greiða rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003. Árið 2014 hefði hlutfallið verið 0,005 prósent. Sjá einnig: Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tim Cook, forstjóri Apple, brást reiður við ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar árið 2016 og kallaði hana „pólitískt kjaftæði“. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, varð einnig reiður og kallaði Margrethe Vestager, sem leiddi viðleitni framkvæmdastjórnarinnar til að koma böndum á sérstaka afslætti bandarískra tæknirisa innan ESB, „skattakonu“ sem „hatar Bandaríkin“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tóku einnig Google fyrir Evrópudómstóllinn komst einnig, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þeirri niðurstöðu að embættismönnum ESB hefðu verið í rétti þegar þeir sektuðu Google árið 2017 um 2,42 milljarða evra (um 370 milljarða króna) vegna brota á samkeppnislögum. Sektin var gefin út árið 2017. Sjá einnig: ESB sektar Google um 283 milljarða króna WSJ hefur eftir talsmönnum Apple að forsvarsmenn fyrirtækisins séu óánægðir með úrskurð Evrópudómstólsins. Málið hafi ekki snúist um skattgreiðslur heldur hvert skattgreiðslurnar færu. „Við borgum alltaf skatta, þar sem við erum með starfsemi og við höfum aldrei verið með sérstakt fyrirkomulag við yfirvöld á Írlandi.“ Talsmaður Google segir að fyrirtækið hafi strax árið 2017 gert breytingar vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar um að sekta fyrirtækið það árið. Forsendur fyrir sektinni séu ekki lengur til staðar. Apple Evrópusambandið Írland Google Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Greiðslan án vaxta samsvarar tæplega tveimur billjónum króna, lauslega reiknað. Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2016 þegar framkvæmdastjórn ESB komst að þeirri niðurstöðu að Apple þyrfti að greiða írskum yfirvöldum fúlgur fjár vegna vangreiddra skatta. Yfirvöld á Írlandi voru sögð hafa veitt fyrirtækinu afslætti sem færu gegn reglum ESB og það hefði gert fyrirtækinu kleift að greiða mun minna í skatt en það ætti að gera. Þá sagði framkvæmdastjórnin að fyrirkomulagið hefði gert Apple kleift að greiða rúmlega eitt prósent af tekjum sínum í Evrópu í skatt árið 2003. Árið 2014 hefði hlutfallið verið 0,005 prósent. Sjá einnig: Apple skipað að greiða þúsundir milljarða vegna ógreiddra skatta í Írlandi Tim Cook, forstjóri Apple, brást reiður við ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar árið 2016 og kallaði hana „pólitískt kjaftæði“. Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, varð einnig reiður og kallaði Margrethe Vestager, sem leiddi viðleitni framkvæmdastjórnarinnar til að koma böndum á sérstaka afslætti bandarískra tæknirisa innan ESB, „skattakonu“ sem „hatar Bandaríkin“, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tóku einnig Google fyrir Evrópudómstóllinn komst einnig, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þeirri niðurstöðu að embættismönnum ESB hefðu verið í rétti þegar þeir sektuðu Google árið 2017 um 2,42 milljarða evra (um 370 milljarða króna) vegna brota á samkeppnislögum. Sektin var gefin út árið 2017. Sjá einnig: ESB sektar Google um 283 milljarða króna WSJ hefur eftir talsmönnum Apple að forsvarsmenn fyrirtækisins séu óánægðir með úrskurð Evrópudómstólsins. Málið hafi ekki snúist um skattgreiðslur heldur hvert skattgreiðslurnar færu. „Við borgum alltaf skatta, þar sem við erum með starfsemi og við höfum aldrei verið með sérstakt fyrirkomulag við yfirvöld á Írlandi.“ Talsmaður Google segir að fyrirtækið hafi strax árið 2017 gert breytingar vegna ákvörðunar framkvæmdastjórnarinnar um að sekta fyrirtækið það árið. Forsendur fyrir sektinni séu ekki lengur til staðar.
Apple Evrópusambandið Írland Google Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent