Apple veltir Samsung úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 10:24 Apple seldi meira en fimmtung allra nýrra síma í heiminum á síðasta ári. AP/Andy Wong Bandaríska fyrirtækið Apple velti á síðasta ári tæknirisanum Samsung, frá Suður-Kóreu, úr sessi á toppi snjallsímamarkaðs heimsins. Þar hafði Samsung setið í tólf ár sem fyrirtækið sem seldi flesta snjallsíma í heiminum. Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað. Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkvkæmt gögnum greinenda fyrirtækisins International Data Corp. seldi Apple 20,1 prósent allra snjallsíma sem seldir voru í heiminum á síðasta ári. Þar á eftir kom Samsung með 19,4 prósent en kínverska fyrirtækið Xiaomi var í þriðja sæti með 12,5 prósent. Þegar kemur að því að kaupa nýrri snjallsíma hafa kaupendur heilt yfir haldið að sér höndum á undanförnum árum. Sala nýrra síma dróst saman um 3,2 prósent í fyrra, borið saman við árið 2022. Alls voru seldir 1,17 milljarðar síma árið 2023 og hefur fjöldinn ekki verið lægri í áratug. Apple var eina fyrirtækið af þremur efstu sem seldi fleiri síma í fyrra en árið 2022 og jókst salan um 3,7 prósent. Salan hjá Samsung dróst saman um 13,6 prósent í fyrra, samkvæmt gögnum IDC. Reuters hefur eftir öðrum greinendum að breytinguna megi að miklu leiti rekja til þess að forsvarsmenn Samsung hafi einbeitt sér að betri og dýrari símum, frekar en að því að selja marga síma, með því markmiði að hámarka hagnað.
Apple Samsung Bandaríkin Suður-Kórea Tækni Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira