Viðskipti innlent

Vivaldi bítur í Eplið

Samúel Karl Ólason skrifar
Nú er hægt að nota Vivaldi í stýrikerfi Apple.
Nú er hægt að nota Vivaldi í stýrikerfi Apple.

Vafrinn Vivaldi er nú aðgengilegur notendum snjalltækja Apple. Búið er að gera útgáfu af vafranum fyrir iOS stýrikerfið sem hægt er að nálgast í App Store.

Vivaldi er vafri sem er meðal annars þróaður til að hjálpa notendum að komast hjá gagna- og upplýsingasöfnun netfyrirtækja. Hann hefur lengi verið aðgengilegur í tölvum og í snjallsíma sem keyra á stýrierfinu Android.

Þá hefur vafrinn einnig verið fáanlegur í bíla.

Sjá einnig: Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS

„Við erum mjög ánægð með að bjóða nú upp á Vivaldi í iOS. Nú getur fólk upplifað vafur sem er allt í senn; öflugt, persónulegt og prívat,“ segir Jón von Tetzchner, stofnandi og forstjóri Vivaldi í tilkynningu, sem finna má hér á vef fyrirtækisins.

Þar segir einnig að hvort um sé að ræða hefðbundinn notenda eða kröfuharðan stórnotanada þá geti fólk upplifað hvernig það er að vafra á eigin forsetnum með öflugum eiginleikum Vivaldi og margvíslegum möguleikum til þess að sérsníða vafrann.

Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum.

Vivaldi á iOS hefur einstakt útlit og upplifun Vivaldi vafrans með öll helstu innbyggðu tólin sem fylgja með, eins og t.d. borðtölvuflipa, hraðval, spjöld, minnismiða, leslista og rekjara- og auglýsingavörn.


Tengdar fréttir

Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa

Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×