Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:03 Gervigreindartækni á að spila stóra rullu í nýjustu kynslóð iPhone en ekki strax. Getty/Jaap Arriens Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“. Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm. Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm.
Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira