Bein útsending: Apple kynnir nýjustu græjurnar Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 16:03 Gervigreindartækni á að spila stóra rullu í nýjustu kynslóð iPhone en ekki strax. Getty/Jaap Arriens Forsvarsmenn Apple kynna í dag nýjustu græjur fyrirtækisins á viðburði í Kaliforníu. Búist er við því að sýndir verði nýjustu símar fyrirtækisins, snjallúr og önnur tæki. Þá er einnig búist við því að gervigreind muni spila stóra rullu í kynningunni, sem ber titilinn: „It‘s glowtime“. Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm. Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Tæknimiðlar erlendis eru samróma um að iPhone 16 verði kynntur til leiks í dag. Þá standi til að sýna nýja kynslóð heyrnartóla Apple og nýtt snjallúr. Hægt verður að horfa á kynninguna í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan. Starfsmenn Apple hafa unnið hörðum höndum að því að innleiða gervigreindartækni Apple í nýjustu símana en það er sagt hafa gengið verr en vonast var til. Tækni þessi heitir Apple Intelligence, eða A.I., og hafa fregnir borist af því að tæknin verði ekki komin í símana þegar sala þeirra hefst. Þá hafa fregnir borist af því að fjórar tegundir síma verði kynntar í dag. iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max og er það í takt við iPhone 15 línuna. Samkvæmt GSM Arena er talið að forsala hefjist í dag eða á morgun og að símarnir fari í almenna sölu þann 20. september. Tíu ár eru liðin frá því að fyrsta Apple Watch snjallúrið var gefið út. Sérfræðingar eiga því von á nýjustu úrin í aðal vörulínu fyrirtækisins verði kölluð Series 10 eða Series X. Þá er talið að skjáir þeirra verði stærri en áður, þar sem fregnir hafa borist af því að forsvarsmenn Apple hafi ákveðið að fara úr 41mm úrum í 49mm.
Apple Tækni Fjarskipti Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira