Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. maí 2025 17:01 Tækni til að stýra tækjum með heilanum er þegar byrjuð að nýtast fólki. AP/Andy Wong Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum. Tæknin er meðal annars hugsuð fyrir lamað, hreyfihamlað eða fatlað fólk og hefur fyrirtæki Elons Musk, Neuralink, þegar grætt tæki af þessari gerð við heila fólks. Önnur fyrirtæki vinna einnig að þróun þessarar tækni. Þriðji maðurinn sem fékk heilaflögu Neuralink ígrædda gat nýverið byrjað að tjá sig með því að tengja tæknina við rödd gervigreindar. I am the 3rd person in the world to receive the @Neuralink brain implant.1st with ALS. 1st Nonverbal.I am typing this with my brain. It is my primary communication.Ask me anything! I will answer at least all verified users!Thank you @elonmusk! pic.twitter.com/bxYO3SBfA2— Bradford G Smith (Brad) (@ALScyborg) April 27, 2025 Wall Street Journal segir nú frá því að Apple sé að stíga inn á þetta svið og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi gert samning við Synchron, þar sem unnið er að þróun heilaflaga. Markmiðið samvinnu þessarar fyrirtækja er að eftir einhverja ár muni fólk geta stýrt símum og tölvum Apple með hugsunum sínum. Skrefið er sagt sambærilegt því sem Apple tók árið 2014 varðandi tækni sem gerði símum kleift að tengjast heyrnartækjum gegnum Bluetooth. Flest heyrnartæki notast við þessa tækni í dag, samkvæmt WSJ. Heilaflögur þessar virka í dag með því að plata tölvur til að halda að skipanir séu að berast með tölvumús eða lyklaborði. Apple vill breyta því og þróa sérstaka tækni til að stýra búnaði með heilanum. Einn þeirra tíu hefur þegar prófað þessa tækni en hann hefur meðal annars notað sýndarveruleikagleraugu Apple og stýrt þeim með hugsunum sínum. Hann er einnig að læra stýra símum og spjaldtölvum en tæknin er þó enn á algjöru frumstigi. Apple Tækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæknin er meðal annars hugsuð fyrir lamað, hreyfihamlað eða fatlað fólk og hefur fyrirtæki Elons Musk, Neuralink, þegar grætt tæki af þessari gerð við heila fólks. Önnur fyrirtæki vinna einnig að þróun þessarar tækni. Þriðji maðurinn sem fékk heilaflögu Neuralink ígrædda gat nýverið byrjað að tjá sig með því að tengja tæknina við rödd gervigreindar. I am the 3rd person in the world to receive the @Neuralink brain implant.1st with ALS. 1st Nonverbal.I am typing this with my brain. It is my primary communication.Ask me anything! I will answer at least all verified users!Thank you @elonmusk! pic.twitter.com/bxYO3SBfA2— Bradford G Smith (Brad) (@ALScyborg) April 27, 2025 Wall Street Journal segir nú frá því að Apple sé að stíga inn á þetta svið og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi gert samning við Synchron, þar sem unnið er að þróun heilaflaga. Markmiðið samvinnu þessarar fyrirtækja er að eftir einhverja ár muni fólk geta stýrt símum og tölvum Apple með hugsunum sínum. Skrefið er sagt sambærilegt því sem Apple tók árið 2014 varðandi tækni sem gerði símum kleift að tengjast heyrnartækjum gegnum Bluetooth. Flest heyrnartæki notast við þessa tækni í dag, samkvæmt WSJ. Heilaflögur þessar virka í dag með því að plata tölvur til að halda að skipanir séu að berast með tölvumús eða lyklaborði. Apple vill breyta því og þróa sérstaka tækni til að stýra búnaði með heilanum. Einn þeirra tíu hefur þegar prófað þessa tækni en hann hefur meðal annars notað sýndarveruleikagleraugu Apple og stýrt þeim með hugsunum sínum. Hann er einnig að læra stýra símum og spjaldtölvum en tæknin er þó enn á algjöru frumstigi.
Apple Tækni Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira