Dýr

Bretar banna banvæna hundategund
Forsætisráðherra Bretlands hefur greint frá því að hundategundin American bully XL verði bönnuð í landinu í lok árs. Skyndileg aukning dauðsfalla í kjölfar árása hunda af tegundinni hefur orðið síðustu tvö ár.

Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi
Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum.

Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður
Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð.

Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið
Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði.

Tugir krókódíla á flótta í Kína
Rúmlega sjötíu krókódílar sluppu úr prísund sinni í suðurhluta Kína á dögunum og er þeirra nú leitað um alla sveitina.

„Það er enn hægt að afstýra þessu“
Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag.

Myndskýrsla II: Nýjustu fréttir af hinum fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðum á Íslandi
Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga.

Æsispennandi eltingaleikur háhyrninga og sels
Litlu mátti muna þegar hópur hárhyrninga gerði atlögu að því að klófesta sel inni í Arnarfirði í gær. Eltingaleikurinn var æsispennandi og náðist á myndband.

Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert
Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði.

Viðbúnaður lögreglu aukinn og búnaður borinn um borð
Aðgerðasinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnur Hvals 8 og Hvals 9 við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun eru enn uppi í möstrum hvalveiðiskipanna. Nokkrir stuðningsmenn þeirra eru einnig á vettvangi.

Vaktin: Aðgerðasinnar hlekkja sig við Hval 8 og Hval 9
Aðgerðarsinnar eru enn í fullu fjöri, hlekkjaðir við möstur hvalveiðibátana Hval 8 og Hval 9. Þar hafa þau verið frá því snemma í morgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga.

Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann
Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn.

Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar
Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni.

Manstu eftir Sædýrasafninu í Hafnarfirði?
„Sædýrasafn hefur verið sett á stofn í Hafnarfirði og verður það opnað næstkomandi fimmtudag. Í safninu eru nú búr sem rúma 52 tonn af vatni og eru nú þegar um 30 tegundir sjávardýra í þeim, þar af 17 fiskategundir.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 7. maí árið 1969.

Með einum of marga bestu vini á heimilinu
Einn nýjasti íbúinn á Hellu bíður þess að fá að vita hvort hann geti búið áfram í bænum. Reglur um hundahald í bænum komu honum í opna skjöldu.

Kvikmyndaframleiðendur vona að samstaða náist á Alþingi um veiðibann
Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar í haust og vonast til þess að samstaða náist á Alþingi um að banna veiðarnar til frambúðar.

„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“
„Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast.

Stöðvaður með stærðarinnar naut í farþegasætinu
Lögreglunni í Norfolk í Nebrasaka barst í gær tilkynning um mann sem var að keyra niður þjóðveg með „kú í bílnum,“ eins og það var orðað. Þegar umræddur maður var stöðvaður kom í ljós að hann var með stórt Watusi naut í farþegasætinu.

Óskar eftir pössun fyrir krókódílinn sinn
Það er alvanalegt að fótboltamenn fái einhvern til að passa börnin sín. Öllu sjaldgæfara er að þeir fái einhvern til að passa gæludýrin sín, hvað þá ef það er krókódíll.

Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu
Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði.

Átta sentímetra ormur úr pýtonslöngu fjarlægður úr heila konu
Taugaskurðlækninum Hari Priya Bandi brá heldur betur í brún þegar hún fann átta sentímetra langan hringorm í framheila konu á sjúkrahúsi í Canberra í Ástralíu.

Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár
Umfangsmesta leitin að Loch Ness-skrímslinu í fimmtíu ár fer fram um helgina en nokkur hundruð sjálfboðaliðar hafa boðið fram aðstoð sína við að finna vatnaskrímslið fræga.

Langvían Moli í Vestmannaeyjum heldur að hann sé lundi
Starfsfólk Sea Life Trust safnsins í Vestmannaeyjum eru í vandræðum með langvíu á safninu, sem heldur að hún sé lundi. Ástæðan er sú að starfsfólkið hefur farið með hana átta sinnum út á sjó til að freista þess að sleppa henni en hún kemur alltaf aftur og býður við dyr safnsins þegar starfsfólk mætir til vinnu á morgnana og heimtar að koma inn.

Lögregla bíður eiturefnagreiningar vegna hundadauða
Skyndilegur dauði tíu hunda á bænum Engihlíð í Norðurdal í Breiðdal er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Beðið eiturefnagreiningar á tveimur hræjunum.

Fundu Kodda mjög hræddan á þaki brunarústanna
Sjálfboðaliðar frá dýrabjörgunarsamtökunum Dýrfinnu fundu ungan innikött sem týndist eftir stórbrunann við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Eigandinn bjóst ekki við að finna hann enda er Koddi inniköttur.

Þrjú ungmenni grunuð um sleðahundadrápin
Þrjú ungmenni, öll undir sakhæfisaldri, eru grunuð um að hafa drepið sleðahundana tíu sem fundust dauðir á eyju við grænlenska bæinn Qasigiannguit aðfararnótt mánudagsins.

Tíu sleðahundar drepnir á Grænlandi
Tíu sleðahundar voru skotnir til bana á Grænlandi aðfaranótt mánudags. Lögregla telur að þjófnaður á mótorbát og rifflum um nóttina tengist málinu.

Blákrabbinn ógnar afkomu þúsunda einstaklinga og fyrirtækja
Blákrabbi ógnar nú afkomu þúsunda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa atvinnu sína og lífsviðurværi af skelfisk undan ströndum norður Ítalíu. Krabbinn sem á heimkynni við strendur norður- og suður Ameríku er sagður ógna stöðu Ítalíu sem eins helsta skelfiskframleiðanda heims og skaðinn sem hann er þegar talinn hafa valdið er sagður nema um 100 milljónum evra.

Myndband: Ketti bjargað af þaki í brunanum
Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni.

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni
Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni.