Birtist í Fréttablaðinu

Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum.

Guð, eru mömmur til?
Sársauki og reiði lituðu lengi samband mæðginanna Huldu Fríðu Berndsen og Mikaels Torfasonar. Bæði horfðu þau upp á feður sína drekka sig í hel og það var ekki fyrr en Hulda braut múra meðvirkninnar, laus undan oki Jehóva, að Mikael fann mömmuna sem hann hafði leitað í áratugi og skrifaði henni 200 blaðsíðna bréf.

Fæðingarorlofsfrumvarp verður lagt fram óbreytt
Félagsmálaráðuneytið mun ekki gera breytingar á frumvarpi um breytta tilhögun fæðingarorlofs.

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni
Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Þetta er aldrei í lagi
„Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári.

Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum
Ný rannsókn bendir til að bólgur sem geta myndast í heila of feitra unglinga geti valdið skemmdum þar. Offitan hafi einnig áhrif á hormónabúskap þeirra. Hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirvigt í örum vexti.

Hringsóluðu í ellefu tíma með hross í farangrinum
Farþegar á leið með flugfélaginu KLM frá Amsterdam til Mexíkó síðastliðinn fimmtudag lentu aftur á nákvæmlega sama stað eftir ellefu klukkustunda flug yfir Atlantshafið og til baka.

Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið.

Krefst frávísunar málsins vegna aðildarskorts Skúla
Í gær fór fram fyrirtaka í máli Skúla Mogensen gegn Sveini Andra Sveinssyni, skiptastjóra þrotabús WOW air.

Fækkunin í kirkjunni mest af yngri kynslóð
Þeim fjölgar hratt sem skráðir eru utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða eru með óskilgreinda trúfélagaskráningu í Þjóðskrá. Að sama skapi fækkar meðlimum þjóðkirkjunnar hratt. Langmest fækkun þar er meðal fólks undir sautján ára.

Ömmumatur sem klikkar aldrei
Nanna Rögnvaldardóttir gefur hér uppskriftir sem kallast mætti ömmumatur á jólum. Fyllt villigæs var vinsæl á borðum Íslendinga á árum áður og flestir muna eftir sítrónufrómasi í eftirrétt hjá ömmu. Nanna rifjar hér upp hvernig á að gera réttinn frá grunni.

Gæðastund við skjaldbökubakstur
Hanna Lind Jónsdóttir býr ásamt manni og tveimur sonum í Laugarnesinu. Hanna, sem er listmeðferðarfræðingur, nýtur þess að baka með syni sínum, Emil Snorra, í aðdraganda jólanna og er jólabaksturinn nú orðinn að hefð.

Hírðist í tjaldi á Íslandi og hnuplaði mat
Áður en leikarinn Rory McCann sló í gegn í þáttunum um Krúnuleikana, bjó hann í tjaldi á Íslandi og stal sér til matar. Hann safnaði bókasafnsskuldum sem hann borgaði til baka mörgum árum síðar.

Málið er ást en ekki hjónaband segja Ölfusingar við Hvergerðinga
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ölfuss hafa hafnað ósk Hvergerðinga um viðræður um sameiningu sveitarfélaganna.

Spekt í Kópavogi en deilur í Hafnarfirði
Fasteignagjöld verða lækkuð í Kópavogi árið 2020, og einnig bæði fráveitugjald og sorphirðugjald.

Mikið um hálkuslys
Á sjötta tug einstaklinga leituðu sér aðstoðar á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á rúmum sólarhring.

Fyrrverandi flugmenn gramir
Kergja er meðal flugmanna sem sagt var upp hjá Icelandair í kjölfar kyrrsetningar Boeing 737 MAX 8-þotanna. 130 flugmenn sem störfuðu hjá Icelandair síðastliðið sumar eru ekki við störf þar í vetur.

Með djúpa ástríðu fyrir jólaþorpum
Ólafur Hlynur Guðmarsson, verslunarmaður á Selfossi, er óumdeilanlega eitt mesta jólabarn landsins. Hann hefur hannað sín eigin jólaþorp í tíu ár og nú í haust lét hann til skarar skríða og opna

Langt síðan breiddin var jafn mikil
Nú styttist í að Guðmundur Þórður Guðmundsson og þjálfarateymi hans hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta þurfi að skila inn nöfnum þeirra 28 leikmanna sem koma til greina í 16 manna leikmannahóp liðsins á Evrópumótinu.

Stórskáldið kom með lausnina
Nú á dögunum kom út mappa með plakötum af kápum sígildra íslenskra bóka á vegum útgáfunnar Crymogeu. Sögur á vegg, eins og mappan heitir, inniheldur átta bókarkápur í stærðinni A4 sem henta til að setja í ramma eða hengja vafningalaust á vegg.