Fréttir Skipbrotsmönnum bjargað undan Sporades-eyjum Það krafðist ofurmannlegra átaka að bjarga 14 skipbrotsmönnum af 16 úr sjó eftir að flutningaskip þeirra sökk norður af ströndum Sprades-eyja sem liggja milli Grikklands og Tyrklands. Vont var í sjó á svæðinu þegar flutningaskipið rak á land og það sökk. Innlent 26.1.2006 17:25 Palestínumenn vilja ekki óbreytt ástand Bush Bandaríkjaforseti segir úrslit þingkosninga Palestínumanna í gær vísbendingu um að Palestínumenn séu óánægðir með ástand mála í heimastjórninni. Hann telur þó rétt að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, verði áfram við völd. Erlent 26.1.2006 16:25 Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar. Innlent 26.1.2006 16:09 Jakob hættir í bæjarmálunum Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor. Innlent 26.1.2006 15:54 Bandaríkjamenn aðvara Hamas-liða Ekki verður haldið áfram með friðarviðræður vegna deilu Ísraela og Palestínumanna ef Hamas-samtökin, sigurvegarar í palestínsku þingkosningunum í gær, viðurkenna ekki tilverurétt Ísraelsríkis. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hún ávarpaði Heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos í Sviss í dag. Erlent 26.1.2006 15:33 Sprenging í Rúmeníu Að minnsta kosti einn lét lífið og 3 slösuðust þegar sprenging varð í verksmiðju í Suður-Rúmeníu í dag. 1000 íbúðir í nálægum byggingum eyðilögðust og fjölmargir bílar einnig sem lagt hafði verið í næsta nágrenni. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. Erlent 26.1.2006 15:29 Högnuðust um 27 milljarða króna Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Innlent 26.1.2006 15:24 Aldrei fleiri farþegar Farþegar Icelandair hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þeir voru rúmlega ein og hálf milljón talsins og fjölgaði um fimmtán prósent milli ára. Innlent 26.1.2006 15:15 Gengu of hart fram gegn starfsmönnum Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna. Innlent 26.1.2006 14:47 Hamasliðar kokhraustir Forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér en í þingkosningunum í gær náðu hin herskáu Hamas-samtök það góðum árangri að þau hljóta að teljast sigurvegarar kosninganna. Hamas-liðar eru kokhraustir og hafa lýst yfir fullnaðarsigri í þingkosningunum. Erlent 26.1.2006 14:37 Frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ Börn í Reykjanesbæ munu framvegis fá frítt í sund samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem tók gildi um síðustu áramót. Börn í Reykjanesbæ hafa tekið þessum breytingum vel en í fyrstu viku janúarmánaðar höfðu tæplega þrefalt fleiri börn komið í sund en á sama tíma árið á undan. Er þetta liður í stefnu bæjaryfirvalda að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir svo frá. Innlent 26.1.2006 14:36 L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Innlent 26.1.2006 14:31 Börnin á Sólhlíð halda upp á Ljósahátíð Börnin á leikskólanum Sólhlíð í Engihlíð héldu sína árlegu Ljósahátíð í morgun. Krakkarnir voru að vonum spenntir enda ekki á hverjum degi sem þau mæta með vasaljós í leikskólann. Innlent 26.1.2006 13:19 Neitar að hafa ætlað að nota búnaðinn Búlgarinn, sem handtekinn var fyrir að flytja til landsins búnað til að afrita greiðslukort og misnota reikninga, gengur laus þar sem búnaðurinn er ekki ólöglegur fyrr en hann er notaður ólöglega og maðurinn neitar að hafa ætlað að gera það. Innlent 26.1.2006 12:36 Geðsjúkir vilja önnur meðferðarúrræði en lyfjameðferðir Geðsjúkir og fjölskyldur þeirra segja lítið tillit tekið til skoðanna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Geðsjúkir telja kominn tíma á að horfa til annarra meðferðarúrræða en lyfjameðferðar. Innlent 26.1.2006 12:30 Forsætisráðherra Palestínu segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér og ríkisstjórnin öll. Þá hafa Hamas-samtökin lýst því yfir að þau hafi sigrað þingkosningarnar í Palestínu. Erlent 26.1.2006 09:31 KB-banki skilar methagnaði Hagnaður KB banka á síðasta ári eftir skatta, nam tæpum fimmtíu milljörðum króna og jókst um rúm hundrað áttatíu og tvö prósent á milli ára. Innlent 26.1.2006 09:26 Stýrivextir hækka í 10,75 prósent Seðlabanki Íslands mun hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar. Stýrivextir verða því 10,75 prósent. Innlent 26.1.2006 09:08 Gamla Austurbæjarbíó gert upp Gamla Austurbæjarbíóið gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að gera húsið upp og við þá vinnu hefur ýmislegt komið í ljós. Til stendur að nýta húsið til ýmissa menningar- og listaviðburða. Innlent 25.1.2006 23:06 Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum. Innlent 26.1.2006 07:30 Hæstiréttur staðfestir farbannsúrskurð héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð Héraðsdóms yfir manni, sem er grunaður um að hafa smyglað fjórum kílóum af hassi og einu kílóii af anfetamíni með Norrænu hingað til lands fyrr í mánuðinum. Hann var handtekinn tveimur dögum eftir komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem er runnið út, en sætir nú farbanni. Innlent 26.1.2006 07:27 Vinnuslys í Sandgerði Starfsmaður í fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði, sem var einn við vinnu í gærkvöldi, slasaðist alvarlega á fæti, en gat af eigin rammleik leitað aðstoðar. Honum skrikaði fótur og og lenti ofan í snigli, með þeim afleiðingum að hann missti nokkrar tær áður en hann náði að rífa sig lausan úr sniglinum og leita hjálplar í næsta fyrirtæki. Innlent 26.1.2006 07:26 Loðnunnar leitað Dauðaleit er að hefjast að loðnu við landið þar sem leit hafrannsóknaskips og nokkurra loðnuskipa um hríð, hefur ekki borið meiri árangur en svo, að ekki er enn hægt að gefa út kvóta, eða veiðiheimildir fyrir vertíðina. Vertíðin er oft komin í fullan gang um þetta leiti. Innlent 26.1.2006 07:23 Tæki til kortalesturs gerð upptæk á Seyðisfirði Tollgæslan á Seyðisfirði fann fjögur sér smíðuð tæki til að setja framan á hraðbanka til að geta lesið kortanúmer og misnotað síðan viðkomandi reikninga. Tækin fundust þegar tollverðir gerðu leit á manni með búlgarskt vegabréf, eftir að hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn. Innlent 26.1.2006 07:20 Símaráðgjöf fyrir barnaníðinga Barnaníðingar geta nú leitað sér aðstoðar í Danmörku, nafnlaust. Heilbrigðisráðuneyti hefur ákveðið að koma á fót símaráðgjöf fyrir barnaníðinga á danska ríkissjúkrahúsinu. Þjónustusíminn er hugsaður fyrir barnaníðinga sem vilja leita sér aðstoðar en hann verður opinn í einn til fjóra tíma á viku. Erlent 26.1.2006 07:16 Ríkisborgarar frá A-Evrópu sækja til Danmerkur Sífellt fleiri ríkisborgarar Austur-Evrópulanda sækja um dvalar- og atvinnuleyfi í Danmörku. Á síðasta ári fengu um fimm þúsund manns frá nýju Evrópusambandslöndunum dvalar- og atvinnuleyfi en það er tvölfalt fleiri en árið áður. Erlent 26.1.2006 06:57 Æ fleiri ungar konur gera tilraunir til sjálfsvígs Æ fleiri ungar konur í Danmörku reyna að taka eigið líf. Frá árinu 1990 hefur tilraunum til sjálfsvígs meðal kvenna á aldrinum 20-29 ára aukist um 66% en aukningin hefur verið sérlega mikil á síðustu árum. Erlent 26.1.2006 06:46 Emiliana og Sigur Rós með þrenn verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaut hlutu Emiliana Torrini og Sigur Rós eða þrenn verðlaun hvor. Bestu hljómplötu ársins átti Benni Hemm Hemm og var hann líka valinn bjartasta vonin. Þá var Mugison valin vinsælasti flytjandinn á visir.is og vinsælasta lagið valið af notendum tonlist.is var My Delusions með Ampop. Innlent 25.1.2006 22:38 Styttist í prófkjör Framsóknarflokksins Ekki hefur verið boðinn fram B listi Framsóknarflokksins í borginni síðan árið 1990. Prófkjör flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor verður um helgina og hefur utankjörfundarkosning gengið vel. Innlent 25.1.2006 22:16 Ágreiningur um stækkun álvers í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Djúpstæður ágreiningur er í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álversins í Straumsvík og meirihluti Samfylkingarinnar er klofinn. Þrátt fyrir andstöðu er þó líklegast að framkvæmdaleyfið verði veitt, fyrir tilstilli minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Innlent 25.1.2006 21:50 « ‹ ›
Skipbrotsmönnum bjargað undan Sporades-eyjum Það krafðist ofurmannlegra átaka að bjarga 14 skipbrotsmönnum af 16 úr sjó eftir að flutningaskip þeirra sökk norður af ströndum Sprades-eyja sem liggja milli Grikklands og Tyrklands. Vont var í sjó á svæðinu þegar flutningaskipið rak á land og það sökk. Innlent 26.1.2006 17:25
Palestínumenn vilja ekki óbreytt ástand Bush Bandaríkjaforseti segir úrslit þingkosninga Palestínumanna í gær vísbendingu um að Palestínumenn séu óánægðir með ástand mála í heimastjórninni. Hann telur þó rétt að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, verði áfram við völd. Erlent 26.1.2006 16:25
Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar. Innlent 26.1.2006 16:09
Jakob hættir í bæjarmálunum Jakob Björnsson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknarmanna á Akureyri, hættir í afskiptum af stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili í vor. Innlent 26.1.2006 15:54
Bandaríkjamenn aðvara Hamas-liða Ekki verður haldið áfram með friðarviðræður vegna deilu Ísraela og Palestínumanna ef Hamas-samtökin, sigurvegarar í palestínsku þingkosningunum í gær, viðurkenna ekki tilverurétt Ísraelsríkis. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hún ávarpaði Heimsviðskiptaráðstefnuna í Davos í Sviss í dag. Erlent 26.1.2006 15:33
Sprenging í Rúmeníu Að minnsta kosti einn lét lífið og 3 slösuðust þegar sprenging varð í verksmiðju í Suður-Rúmeníu í dag. 1000 íbúðir í nálægum byggingum eyðilögðust og fjölmargir bílar einnig sem lagt hafði verið í næsta nágrenni. Ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni. Erlent 26.1.2006 15:29
Högnuðust um 27 milljarða króna Straumur-Burðarás hagnaðist um nær 27 milljarða króna á síðasta ári, þar af er nær helmingur hagnaðarins tilkomin af síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Innlent 26.1.2006 15:24
Aldrei fleiri farþegar Farþegar Icelandair hafa aldrei verið fleiri en á síðasta ári. Þeir voru rúmlega ein og hálf milljón talsins og fjölgaði um fimmtán prósent milli ára. Innlent 26.1.2006 15:15
Gengu of hart fram gegn starfsmönnum Fasteignamati ríkisins er ekki heimilt að fara með tölvupóst starfsmanna stofnunarinnar eins og hann sé eign stofnunarinnar. Þetta segir í áliti Persónuverndar á reglum sem Fasteignamat ríkisins setti um tölvupóst- og netnotkun starfsmanna. Innlent 26.1.2006 14:47
Hamasliðar kokhraustir Forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér en í þingkosningunum í gær náðu hin herskáu Hamas-samtök það góðum árangri að þau hljóta að teljast sigurvegarar kosninganna. Hamas-liðar eru kokhraustir og hafa lýst yfir fullnaðarsigri í þingkosningunum. Erlent 26.1.2006 14:37
Frítt í sund fyrir börn í Reykjanesbæ Börn í Reykjanesbæ munu framvegis fá frítt í sund samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, sem tók gildi um síðustu áramót. Börn í Reykjanesbæ hafa tekið þessum breytingum vel en í fyrstu viku janúarmánaðar höfðu tæplega þrefalt fleiri börn komið í sund en á sama tíma árið á undan. Er þetta liður í stefnu bæjaryfirvalda að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi. Fréttavefurinn Víkurfréttir greinir svo frá. Innlent 26.1.2006 14:36
L-listinn í Skeiða og Gnúpverjahreppi leysist upp L-listinn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, listi áhugafólks um farsæla sameiningu, býður ekki fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram á fréttavefnum sudurland.net. L-listinn fékk hreinan meirihluta í síðustu sveitarstjórnarkosningum, fékk fjóra fulltrúa en A-listi framfarasinna 3. Langvinn deila um skólamál í hreppnum er ein aðalskýring þessarar ákvörðunar fulltrúa L-listans. Innlent 26.1.2006 14:31
Börnin á Sólhlíð halda upp á Ljósahátíð Börnin á leikskólanum Sólhlíð í Engihlíð héldu sína árlegu Ljósahátíð í morgun. Krakkarnir voru að vonum spenntir enda ekki á hverjum degi sem þau mæta með vasaljós í leikskólann. Innlent 26.1.2006 13:19
Neitar að hafa ætlað að nota búnaðinn Búlgarinn, sem handtekinn var fyrir að flytja til landsins búnað til að afrita greiðslukort og misnota reikninga, gengur laus þar sem búnaðurinn er ekki ólöglegur fyrr en hann er notaður ólöglega og maðurinn neitar að hafa ætlað að gera það. Innlent 26.1.2006 12:36
Geðsjúkir vilja önnur meðferðarúrræði en lyfjameðferðir Geðsjúkir og fjölskyldur þeirra segja lítið tillit tekið til skoðanna þeirra í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi. Geðsjúkir telja kominn tíma á að horfa til annarra meðferðarúrræða en lyfjameðferðar. Innlent 26.1.2006 12:30
Forsætisráðherra Palestínu segir af sér Ahmed Qurie, forsætisráðherra Palestínu hefur sagt af sér og ríkisstjórnin öll. Þá hafa Hamas-samtökin lýst því yfir að þau hafi sigrað þingkosningarnar í Palestínu. Erlent 26.1.2006 09:31
KB-banki skilar methagnaði Hagnaður KB banka á síðasta ári eftir skatta, nam tæpum fimmtíu milljörðum króna og jókst um rúm hundrað áttatíu og tvö prósent á milli ára. Innlent 26.1.2006 09:26
Stýrivextir hækka í 10,75 prósent Seðlabanki Íslands mun hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig frá og með 1. janúar. Stýrivextir verða því 10,75 prósent. Innlent 26.1.2006 09:08
Gamla Austurbæjarbíó gert upp Gamla Austurbæjarbíóið gengur nú í endurnýjun lífdaga. Verið er að gera húsið upp og við þá vinnu hefur ýmislegt komið í ljós. Til stendur að nýta húsið til ýmissa menningar- og listaviðburða. Innlent 25.1.2006 23:06
Sjálfstæðisflokkurinn með mesta fylgið Tæp 44% Reykvíkinga segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn yrði boðað til Alþingiskosninga núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, en kjörfylgi flokksins í Reykjavík var 37% í síðustu kosningum. Innlent 26.1.2006 07:30
Hæstiréttur staðfestir farbannsúrskurð héraðsdóms Hæstiréttur staðfesti í gær farbannsúrskurð Héraðsdóms yfir manni, sem er grunaður um að hafa smyglað fjórum kílóum af hassi og einu kílóii af anfetamíni með Norrænu hingað til lands fyrr í mánuðinum. Hann var handtekinn tveimur dögum eftir komuna og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem er runnið út, en sætir nú farbanni. Innlent 26.1.2006 07:27
Vinnuslys í Sandgerði Starfsmaður í fiskvinnslufyrirtæki í Sandgerði, sem var einn við vinnu í gærkvöldi, slasaðist alvarlega á fæti, en gat af eigin rammleik leitað aðstoðar. Honum skrikaði fótur og og lenti ofan í snigli, með þeim afleiðingum að hann missti nokkrar tær áður en hann náði að rífa sig lausan úr sniglinum og leita hjálplar í næsta fyrirtæki. Innlent 26.1.2006 07:26
Loðnunnar leitað Dauðaleit er að hefjast að loðnu við landið þar sem leit hafrannsóknaskips og nokkurra loðnuskipa um hríð, hefur ekki borið meiri árangur en svo, að ekki er enn hægt að gefa út kvóta, eða veiðiheimildir fyrir vertíðina. Vertíðin er oft komin í fullan gang um þetta leiti. Innlent 26.1.2006 07:23
Tæki til kortalesturs gerð upptæk á Seyðisfirði Tollgæslan á Seyðisfirði fann fjögur sér smíðuð tæki til að setja framan á hraðbanka til að geta lesið kortanúmer og misnotað síðan viðkomandi reikninga. Tækin fundust þegar tollverðir gerðu leit á manni með búlgarskt vegabréf, eftir að hann kom með Norrænu til Seyðisfjarðar á þriðjudaginn. Innlent 26.1.2006 07:20
Símaráðgjöf fyrir barnaníðinga Barnaníðingar geta nú leitað sér aðstoðar í Danmörku, nafnlaust. Heilbrigðisráðuneyti hefur ákveðið að koma á fót símaráðgjöf fyrir barnaníðinga á danska ríkissjúkrahúsinu. Þjónustusíminn er hugsaður fyrir barnaníðinga sem vilja leita sér aðstoðar en hann verður opinn í einn til fjóra tíma á viku. Erlent 26.1.2006 07:16
Ríkisborgarar frá A-Evrópu sækja til Danmerkur Sífellt fleiri ríkisborgarar Austur-Evrópulanda sækja um dvalar- og atvinnuleyfi í Danmörku. Á síðasta ári fengu um fimm þúsund manns frá nýju Evrópusambandslöndunum dvalar- og atvinnuleyfi en það er tvölfalt fleiri en árið áður. Erlent 26.1.2006 06:57
Æ fleiri ungar konur gera tilraunir til sjálfsvígs Æ fleiri ungar konur í Danmörku reyna að taka eigið líf. Frá árinu 1990 hefur tilraunum til sjálfsvígs meðal kvenna á aldrinum 20-29 ára aukist um 66% en aukningin hefur verið sérlega mikil á síðustu árum. Erlent 26.1.2006 06:46
Emiliana og Sigur Rós með þrenn verðlaun Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaut hlutu Emiliana Torrini og Sigur Rós eða þrenn verðlaun hvor. Bestu hljómplötu ársins átti Benni Hemm Hemm og var hann líka valinn bjartasta vonin. Þá var Mugison valin vinsælasti flytjandinn á visir.is og vinsælasta lagið valið af notendum tonlist.is var My Delusions með Ampop. Innlent 25.1.2006 22:38
Styttist í prófkjör Framsóknarflokksins Ekki hefur verið boðinn fram B listi Framsóknarflokksins í borginni síðan árið 1990. Prófkjör flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor verður um helgina og hefur utankjörfundarkosning gengið vel. Innlent 25.1.2006 22:16
Ágreiningur um stækkun álvers í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Djúpstæður ágreiningur er í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um stækkun álversins í Straumsvík og meirihluti Samfylkingarinnar er klofinn. Þrátt fyrir andstöðu er þó líklegast að framkvæmdaleyfið verði veitt, fyrir tilstilli minnihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Innlent 25.1.2006 21:50