Innlent

Emiliana og Sigur Rós með þrenn verðlaun

Bubbi söngvari ársins
MYND/hari

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Flest verðlaut hlutu Emiliana Torrini og Sigur Rós eða þrenn verðlaun hvor. Bestu hljómplötu ársins átti Benni Hemm Hemm og var hann líka valinn bjartasta vonin. Þá var Mugison valin vinsælasti flytjandinn á visir.is og vinsælasta lagið valið af notendum tonlist.is var My Delusions með Ampop.

Emiliana Torrini fékk verðlaun fyrir bestu poppplötu ársins, söngkona ársins og myndband ársins.

Sigur Rós fékk verðlaun fyrir Rokkplötu ársins, flytjandi ársins og plötuumslag ársins.

Verðlaunin skiptust þannig:

Sígild og samtímatónlist

Hljómplata ársins: Frá strönd til fjarlægra stranda, Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal

Flytjandi ársins: Íslenska óperan, fyrir flutning á Tökin hert eftir Benjamin Britten

Tónverk ársins: Ardente eftir Hauk Tómasson

Djass

Hljómplata ársins: Cold Front með Cold Front

Flytjandi ársins: Stórsveit Reykjavíkur

Lag ársins: Sigurður Flosason, Leiðin heim

Popp

Hljómplata ársins: Emiliana Torrini, Fisherman's Woman

Rokk/jaðartónlist

Hljómplata ársins: Sigur Rós, Takk

Dægurtónlist

Hljómplata ársins: Bubbi, Ást/...í 6 skrefa fjarlægð

Ýmis tónlist

Hljómplata ársins: Benni Hemm Hemm, Benni Hemm Hemm

Popp, rokk/jaðartónlist, dægurtónlist og ýmis tónlilst

Flytjandi ársins: Sigur Rós

Lag og texti ársins: Baggalútur, Pabbi þarf að vinna

Söngkona ársins: Emiliana Torrini

Söngvari ársins: Bubbi

Myndband ársins: Emiliana Torrini , Sunnyroad

Plötuumslag ársins: Sigur Rós, Takk

Bjartasta vonin: Benni Hemm Hemm

Vinsælasti flytjandinn: Mugison

Vinsælasta lagið: Ampop, My Delusions

 

 

 

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×