Fréttir

Fréttamynd

Die Welt birtir hluta myndanna af Múhameð spámanni

Þýska stórblaðið Die Welt hefur nú bæst í hóp þeirra blaða sem birt hafa hluta af hinum umdeildu myndum af Múhameð spámanni. Myndirnar hafa valdið mikilli reiði meðal múslíma sem sumir hafa gripið til þess ráðs að sniðganga danskar vörur.

Erlent
Fréttamynd

Leggja til að mál Írana fari fyrir öryggisráðið

Fulltrúar ríkja með fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa sent frá sér ályktun þar sem mælst er til þess að málefni Írans verði send fyrir öryggisráðið. Hingað til hafa Rússar og Kínverjar dregið lappirnar og ýjað að því að réttast væri að halda áfram samningaviðræðum við Írana.

Erlent
Fréttamynd

Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn

Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Samið á einkareknum skólum

Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ræningi enn ófundinn

Lögregla hefur ekki enn fundið manninn sem rændi höfuðstöðvar Happdrættis Háskólans við Tjarnargötu laust fyrir hádegi á mánudag. Maðurinn ruddist inn og veifaði byssu í útbúinu og hafði á brott með sér tæplega hundrað þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöld halda áfram þrátt fyrir fjarveru Saddams

Réttarhöldin yfir Saddam Hussein héldu áfram í morgun þó að hann og lögfræðingar hans hafi ákveðið að sniðganga réttarhöldin. Snemma í morgun var réttarhöldunum frestað vegna ágreinings um starfsaðferðir. Á tólfta tímanum var svo ákveðið að halda réttarhöldunum áfram þrátt fyrir að aðeins þrír sakborningar af átta væru mættir og enginn verjandi.

Erlent
Fréttamynd

Spennandi verkefni

Þorsteinn Pálsson, nýráðinn ritstjóri Fréttablaðsins, segist vona að hann hafi verið ráðinn á eigin verðleikum en ekki sem tilraun til friðþægingar við forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ekki von á stórbreytingum á blaðinu fyrst í kjölfar ráðningar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Segir íslenska banka viðkvæma fyrir sveiflum

Það er veikur blettur á íslenskum bönkum hve mjög þeir reiða sig á erlent lánsfé og hversu óvenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja eru hér á landi, segir meðal annars í nýjum skýrslum greiningarfyrirtækjanna Barclays og Capital og Credit Sight.

Innlent
Fréttamynd

Franskt blað birtir myndirnar af Múhameð spámanni

Franska blaðið France Soir birti í morgun hinar umdeildu teikningar af Múhameð spámanni sem birtust upphaflega í danska blaðinu Jótlandspóstinum. Myndirnar hafa vakið hörð viðbrögð í löndum múslíma enda segja þeir teikningarnar guðlast.

Erlent
Fréttamynd

Nærri þúsund tillögur að nýju nafni á VR

Hátt þúsund tillögu bárust í samkeppni Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um nýtt nafn á félagið sem lauk nýverið. Þetta kemur fram á vef félagsins. Efnt var til samkeppninniar þar sem nafnið þótti ekki lengur endurspegla starfsemi félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Her- og lögreglumenn drepnir í Nepal

Minnst nítján her- og lögreglumenn létust í átökum við uppreisnarmenn úr röðum maóista í vesturhluta Nepals í nótt. Fjölmargra lögreglumanna er saknað eftir áhlaup þúsund uppreisnarmanna á fimm þorp. Árásin varð í aðdraganda ávarps Gyanendra konungs landsins í tilefni þess að ár er nú liðið síðan hann tók sér alræðisvald í landinu.

Erlent
Fréttamynd

86 prósent hafa ekki keypt hvalkjöt í ár

Áttatíu og sex prósent Íslendinga hafa ekki keypt hvalkjöt í að minnsta kosti ár samkvæmt nýrri skoðannakönnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin, IFAW. Þá leiðir könnunin einnig í ljós að 64 prósent þjóðarinnar telja að eftirspurn eftir hvalkjöti innanlands sé lítil á meðan rúm 22 prósemt telja hana mikla.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad

Átta manns hið minnsta féllu og á sjöunda tug særðist í sjálfsmorðsárás í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Árásarmaðurinn gekk hlaðinn sprengiefni að hópi verkamanna í miðborginni og sprengdi sjálfan sig í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi að jafnaði 2,1 prósent í fyrra

Atvinnuleysi var að jafnaði 2,1 prósent í fyrra samanborið við 3,1 prósent á árinu 2004. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu reyndist eilítið meira en úti á landi, það var 2,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra á móti 1,8 prósentum á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað

Réttarhöldunum yfir Saddam Hussein var frestað í morgun vegna ágreinings um starfsaðferðir. Aðallögfræðingur Saddams hafði hótað að sniðganga réttarhöldin ef nýr aðaldómari myndi ekki segja af sér. Það hefur hann ekki gert, en réttarhöldunum var frestað um óákveðinn tíma.

Erlent
Fréttamynd

Hvatt til mótmæla gegn múslímum í Kaupmannahöfn

SMS-skilaboð ganga nú á milli manna í Danmörku þar sem hvatt er til mótmæla gegn múslímum í Kaupamannahöfn til þess að svara gagnrýni múslíma á teikningar af Múhameð spámanni sem birtar voru í Jótlandspóstinum. Frá þessu er greint á vefsíðu danska ríkisútvarpsins.

Erlent
Fréttamynd

Aflvana báti bjargað út af Sauðanesi

Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöldi eftir að neyðarblys sást á lofti út af Sauðanesi á milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Rétt í sama mund tilkynnti skipstjóri á vélarvana báti á svæðinu að hann hefði skotið blysinu á loft til að leiðbeina öðrum báti að sér og að engin hætta væri á ferðum.

Innlent
Fréttamynd

Verða að hafa æft akstur við erfiðar aðstæður

Samgönguráðuneytið ráðgerir að gera nám í svokölluðu ökugerði, þar sem æfður er akstur við erfiðar aðstæður, að skilyrði fyrir veitingu ökuskírteinis. Gert er ráð fyrir að einkaaðilar komi upp aðstöðu og veiti þjónustuna en að gjaldið verði ákveðið í verðskrá sem samgönguráðherra gefur út.

Innlent
Fréttamynd

Boris Jeltsín 75 ára í dag

Boris Jeltsín, fyrsti leiðtogi Rússa eftir hrun Sovétríkjanna, á 75 ára afmæli í dag. En þó að leiðtoginn fyrrverandi geri sér eflaust glaðan dag, fer lítið fyrir fagnaðarlátum hjá almenningi. Meirihluti almennings kennir Jeltsin um bág kjör eftir fall Sovétríkjanna og telur valdatíð hans hafa eyðilagt efnahag landsins.

Erlent
Fréttamynd

Ákvörðun um álver á Norðurlandi í þessum mánuði

Það ræðst í þessum mánuði hvort Alcoa kýs að reisa nýtt álver á Dysnesi í Eyjafilrði, Bakka við Húsavík eða á Brimnesi í Skagafirði, að því er framkvæmdastjóri þróunarsviðs félagsins upplýsti á fjölmennum borgarafundi í Ketilhúsinu á Akureyri í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Mikill árangur af hverfavöktun

Ekkert innbrot hefur verið tilkynnt til lögreglu eftir að hverfavöktun hófst á Seltjarnarnesi í október á síðasta ári í samstarfi bæjaryfirvalda og Securitas. Næstu níu mánuði á undan hafði verið tilkynnt um frá einu og upp í átta innbrot á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

NATO kallar mannafla sinn frá hamfarasvæðum

Atlantshafsbandalagið hefur kallað allan mannafla sinn burt af hamfarasvæðunum í Pakistan. Talsmenn NATO segja að verkefnum bandalagsins á jarðskjálftasvæðunum sé formlega lokið og að helstu markmið hjálparstarfsins hafi þegar náðst.

Innlent
Fréttamynd

Veikur blettur á bönkunum hve þeir reiða sig á erlent lánsfé

Það er veikur blettur á íslenskum bönkum hve mjög þeir reiða sig á erlent lánsfé og hversu ónenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja eru hér á landi, segir meðal annars í skýrslu greiningarfyrirtækjanna Barclays og Capital og Credit Sights, sem Morgunblaðið greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Saknað eftir að brú hrundi í flóðum í Noregi

Að minnsta kosti einnar manneskju er saknað eftir að bíll hafnaði úti í á þegar brú yfir hana hrundi í miklum vatnavöxtum í Syðri-Þrændarlögum í Noregi í gærkvöld. Óvíst er hversu margir voru í bílnum en leit að farþegum stóð yfir fram á nótt og hófst aftur í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Íranar hóta að svara fyrir sig

Ef vestræn ríki beita Írana hörðu verður þeim svarað í sömu mynt. Þetta sagði talsmaður utanríkisráðuneytis landsins í gær. Eina leiðin til að ná samkomulagi um kjarnorkuþróun Írana væri að setjast að fundarborðinu.

Erlent