Innlent

Atvinnuleysi að jafnaði 2,1 prósent í fyrra

Atvinnuleysi var að jafnaði 2,1 prósent í fyrra samanborið við 3,1 prósent á árinu 2004. Þetta kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu reyndist eilítið meira en úti á landi, það var 2,2 prósent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra á móti 1,8 prósentum á landsbyggðinni. Þá var atvinnuleysi að jafnaði 2,8 prósent meðal kvenna en 1,5 prósent meðal karla í fyrra. Enn fremur kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar að gefin voru út nær helmingi fleiri atvinnuleyfi í fyrra en árið 2004. Þau voru 6367 í fyrra en 3356 árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×