Innlent

Segir íslenska banka viðkvæma fyrir sveiflum

MYND/Valgarður

Það er veikur blettur á íslenskum bönkum hve mjög þeir reiða sig á erlent lánsfé og hversu óvenjulega náin og óheilbrigð eignatengsl fjárfesta og fyrirtækja eru hér á landi, segir meðal annars í nýjum skýrslum greiningarfyrirtækjanna Barclays og Capital og Credit Sight.

Það geri bankana viðkvæma fyrir sveiflum á hlutabréfamarkaði segja greiningafyrirtækin í skýrslunum, sem gengið hafa um fjármálaheiminn, og bent er á að arðsemi eiginfjár KB banka og Landsbanka fyrir skatta lækki úr 30 prósentum niður í 21 þegar gengishagnaður af hlutabréfum hafi verið tekinn frá.

Þá er bent á í skýrlsunum að þrátt fyrir gott lánshæfismat íslensku bankanna nægi það ekki til að viðhalda trausti lánardrottna, þurfi þeir nú að leita lengra en áður eftir lánsfé, eða til Asíu og Bandaríkjanna. Þrátt fykrir þetta segja íslenskir fjármálasérfræðingar að skýrslurnar geti vart kallast svartar skýrslur þótt önnur skýrslan beri heitið: „Íslenskir bankar á skrensinu, á bráðnandi ís."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×