Fréttir Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. Viðskipti erlent 26.6.2006 10:33 Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur. Erlent 26.6.2006 10:32 Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 08:45 Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 08:11 Jákvæðar niðurstöður nýrra lyfjaprófana Íslensk erfðagreining kynnti í dag fyrstu niðurstöður fyrirtækisins á tilraunalyfi meðal astmasjúklinga. Lyfið reyndist hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og án þess að nokkrar alvarlegar aukaverkanir kæmu fram. Innlent 26.6.2006 09:43 Landsmót hestamanna hefst í dag Búist er við allt að 12 þúsund tvífættum gestum á Landsmót hestamanna, sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði í dag og stendur í viku. Þar munu hestamenn og hestaræktendur leiða saman um þúsund hesta sína, allt gæðinga. Innlent 26.6.2006 08:09 200 laxar veiðst í Norðurá Um 200 laxar hafa veiðst í Norðurá, það sem af er veiðitímabilinu sem mun vera meiri veiði en í nokkurri annarri á. Rétt er að taka fram að þar hefst veiðinn fyrr en í mörgum öðurm ám og þar veiða fleiri í einu en víða annarsstaðar. Innlent 26.6.2006 08:07 Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 08:04 Ráðherrafundur EFTA hefst í dag Ráðherrafundur EFTA ríkjanna hefst á Höfn í Hornafirði í dag og lýkur á morgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Innlent 26.6.2006 08:58 Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:01 Botninn dottinn úr síldveiði í bili Botninn virðist vera dottinn úr síldveiðunum í bili og eru nú öll síldveiðiskipin að leita úti fyrir norðanverðu Ausutrlandi, samkvæmt fregnum af miðunum í morgun. Innlent 26.6.2006 07:58 Sinueldur við Fossatún Slökkvilið og lögregla í Borgarnesi brugðust skjótt við þegar tilkynnt var um sinueld við Fossatún, skammt frá bænum um miðjan dag í gær, enda björgunarmenn minnugir stórbrunanna á Mýrum í vor. Tókst björgunarmönnum að slökkva eldinn á rúmri klukkustund en slökkviliðsmenn vöktuðu svæðið lengur. Innlent 26.6.2006 07:56 Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 07:40 Steytti á skeri í Berufirði Betur fór en á horfðist þegar hraðfiskibáturinn Anna var að koma úr róðri í gær og steytti á skeri í Berufirði, með þeim afleiðingum að mikill leki kom að bátnum. Skipstjórinn ákvað að sigla honum upp í fjöru og kalla eftir aðstoð björgunarsveitar, slökkviliðs og lögreglu, sem komu á vettvang. Innlent 26.6.2006 07:36 Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27 Mínúturnar á milljónir króna Það eru Íslendingar sem framleiða það efni sem selst hraðast í heiminum í dag. Í grein danska blaðsins Politiken er fjallað ítarlega um Latabæjarþættina og sagt að það kosti sextíu og tvær milljónir að framleiða hvern þátt, eða tvær komma sex milljón krónur mínútan. Innlent 25.6.2006 19:19 Hefur heyrt að starfsfólki hafi verið hótað Trúnaðarmaður starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt að erlendum starfsmönnum hafi verið hótað brottvísun úr landi ef þeir tækju þátt í mótmælaaðgerðum starfsfólksins í dag. Litlar tafir urðu á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í morgun þrátt fyrir aðgerðir starfsfólks Flugþjónustunnnar. Innlent 25.6.2006 19:14 Hætta við skólagöngu vegna langra biðlista Dæmi eru um að nýbúar hafi hreinlega gefist upp á að fara í nám á efri skólastigum hér á landi þar sem biðin til að komast á þéttsetna bekki framhaldsskólanna er hreinlega of löng. Innlent 25.6.2006 17:48 Bíða eftir framlengingu dvalarleyfis Hjón með tvö ung börn,sem dvalið hafa hér á landi í þrjú ár, bíða nú eftir framlengingu dvalarleyfis. Börnin þeirra þekkja ekkert annað land en Ísland og segir móðir þeirra ekki geta hugsað til þess að þau fái ekki að dvelja hér áfram. Yana frá Úsbekistan og Ramin Sana frá Afganistan voru meðal hælisleitenda árið 2003. Þeim fæddist sonur á meðan þau biðu eftir úrskurði um hæli hér á landi og mál þeirra vakti athygli á þeim tíma. Dvalarleyfi þeirra er nú runnið út en þau bíða eftir svari um hvort þau fái að dveljast hér til ársins 2007. Eldri sonur þeirra Thomas verður þriggja ára í nóvember. Hann þekkir ekkert annað land en Ísland og það gerir yngri sonurinn Daniel ekki heldur en hann er reyndar nýorðinn mánaðar gamall og þekkir því fátt annað en mjúkan móðurfaðminn. Jana og Ramin hafa bæði stundað nám hér á landi þó Jana sé nú frá námi af skiljanlegum ástæðum. Hana dreymir um að fá að komast í Kennaraháskólann. Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og vona að fá að vera áfram enda vill Jana ekki einu sinni hugsa um hvað yrði ef dvalarleyfi þeirra verður ekki framlengt. Þau segja Íslendinga hafa verið þeim hjónum afar góð. Innlent 25.6.2006 18:42 Fjórbrotnaði á ökkla við lundaskoðun Bandarísk kona fótbrotnaði illa í Stórhöfða síðdegis í gær. Læknisskoðun leiddi í ljós, að konan var fjórbrotin við ökkla og var hún flutt með sjúkraflugvél til Reykjavíkur þar sem gert var að brotinu. Innlent 25.6.2006 12:13 Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43 Millilandaflug að mestu á áætlun Millilandaflug er að mestu á áætlun þrátt fyrir aðgerðir starfsmanna IGS, dótturfélags Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð. En það lagði niður störf í morgun til að reyna knýja fram bætur á kaupum og kjörum sínum. Búist var við meiriháttar seinkunum á flugi til og frá landsins. Svo fór þó ekki. Yfirmenn gengu í störf þeirra sem lögðu niður vinnu og einhverjir starfsmenn tóku ekki þátt í aðgerðunum en þeim lauk klukkan átta. Aðeins urðu smávægilegar breytingar á flugi. Á starfsmannafundi sem haldinn var í gær ákvað starfsfólkið að leggja aftur niður störf næstu helgi, næðust ekki samningar um við Icelandair. Fulltrúar starfsmanna funduðu með Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, milli klukkan sjö til átta. Starfsmennirnir sögðu fundinn hafa verið góðan og eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Innlent 25.6.2006 08:17 Attenborough sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ David Attenborough var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands við útskrift skólans í dag. Hátt í eitt þúsund stúdentar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag. Innlent 24.6.2006 19:09 Hungraðir mávar á Sandskeiði Hungraðir mávar sjást víðs vegar í fæðuleit og hafa þeir til dæmis valdið flugmönnum á Sandskeiði vandræðum. En þar hafa þeir sótt í kjötmjöl sem dreift var á melana þar til uppgræðslu. Margir sem hafa átt leið um Sandskeið síðustu tvær vikurnar hafa eflaust orðið varir við mergð máva skammt við flugvöllinn þar. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eru samtök sem standa að uppgræðslu með lífrænum úrgangi og gerðu þau nú í júní tilraun með kjötmjöl til uppgræðsu. Dreifing kjötmjölsins, sem unnið er úr sláturúrgangi, var gerð í samráði við heilbrigisyfirvöld á staðnum og yfirdýralækni og eiga ekki að ógna vatnsbólum á nokkurn hátt. Vegna mávanna var ákveðið að hætta dreifingu kjötmjölsins á Sandskeiði og fara með hluta kjötmjölsins og dreifa því á sandana við Þorlákshöfn þar sem ekki er hætta á að mávar trufli flugumferð. Innlent 24.6.2006 19:04 Condolezza Rice óskar Valgerði til hamingju Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óskaði í dag Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra til hamingju með efnahagsárangurinn á Íslandi sem Rice taldi Valgerði að þakka frá árum hennar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í símtali í dag ítrekaði Rice við Valgerði þá ósk að lending næðist í varnarmálaviðræðum ríkjanna á næsta fundi sendinefndanna í næsta mánuði. Innlent 24.6.2006 18:58 Segja forsetafrúnna hafa smánað gyðinglegan uppruna sinn Sendiherra Ísraels á Íslandi leit svo á að harkaleg samskipti við Ólaf Ragnar Grímsson forseta væru alvarleg og sendi því sérstaka skýrslu um málið til ísraelskra stjórnvalda, samkvæmt ísraelskum blaðamanni. Samkvæmt hans heimildum er litið svo á að Dorrit Moussaieff hafi getað sjálfri sér um kennt að lenda í vandræðum við brottför frá Ísrael á dögunum þar sem henni láðist að tilkynna seinkun á eigin brottför. Fréttin af rifrildi Ólafs Ragnars og Miryam SDhomrat, sendiherra Írsaels gagnvart Íslandi birtist í Yedioth Ahronoth útbreiddasta dagblaði Ísraels. Jafnframt var hún birt á enskri veffréttasíðu dagblaðsins. Segir þar frá því að forsetinn hafi hafi skammað sendiherrann yfir framkomu ísraelskra landamæravarða við Dorrit Moussaieff, forsetafrú fyrir sex vikum - kvartað yfir því að ekki vær enn búið að biðjast afsökunar á atvikinu. Forsetinn hafi síðan slitið fundi í styttingi og hafi sendiherranum virst sem hurðum væri skellt á hæla sér. Itamar Eichner, blaðamaður á Yedioth Ahronoth skrifaði þessa grein. Segir hann að sendiherrann hafi talið þetta alvarlegt diplómatískt atvik: símaviðtal Eichner byggir frétt sína á leka úr ísraelska utanríkisráðuneytinu. Segir hann að þar á bæ sé þetta atvik til alvarlegrar skoðunar ekki síst í ljósi rifrildisins sem frú Moussaieff lenti í við ísraelska landamæravörðinn. Heimildarmenn í ráðuneyrinu segja þó að Dorrit hafi getað sjálfri sér um kennt. Hún hafi lent í svipuðu atviki nokkrum vikum áður. Í kjölfarið hafi ráðuneytið sent starfslið á flugvöllinn til að liðka fyrir brottför hennar. Átti hún að fá viðhafnarþjónustu. sem hún átti ekki rétt á þar sem hún var í einkaerindum. Dorrit hafi frestað brottförinni og ekki látið utanríkisráðuneytið ísraelska vita. SÍmaviðtal Eichner telur að þetta atvik muni ekki skaða samksipti þjóðanna og hefur heimildir fyrir því að Ísraelsríki muni formlega biðast afsökunar á þessu atviki - að undangenginni rannsókn. Viðbrögð við fréttum af rifrildinu á Bessastöðum 16. júní á veffréttasíðunni í Ísrael hafa verið hörð. Hátt í hudnrað lesendur hafa skráð viðbrögð við fréttinni og eru flest neikvæð í garð forsetans og frú Moussaieff, jafnvel hatursfull þar sem hún er sögð hafa smánað gyðinglegan uppruna sinn. Innlent 24.6.2006 18:51 Nýbúi útskrifast úr Kennaraháskólanum Fyrsti nýbúinn frá Asíu útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands í dag. Hún kom til landsins fyrir tólf árum og vonar að hún verði öðrum nýbúum hvatning til þess að feta menntaveginn. Innlent 24.6.2006 18:48 Búast má við töfum tvöþúsund farþega Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ætla að leggja niður störf frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan átta. Ekkert þokast í deilu starfsfólksins og stjórnenda Flugþjónustunnar þrátt fyrir fundarhöld í dag. Farþegar á leið til og frá landi á morgun mega búast við nokkrum töfum. Deilur hafa staðið í nokkurn tíma milli stjórnenda Flugþjónustunnar og starfsmanna, sem meðal annars sinna innritun í flug og hleðslu farangurs í flugvélarnar. Starfsmennirnir eru óánægðir með kjör sín og vinnuaðstöðu og segja þeir álagið oft keyra fram úr hófi. Ákveðið var að boða til setuverkfalls til krefjast bóta á núverandi ástandi. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, fundaði í dag með starfsmönnum hjá öllum deildum. Á fundunum var reynt að afstýra boðum aðgerðum. Gunnar sagði þá hafa rætt málin og útskýrt fyrir stafsmönnum að um ólöglegar aðgerðir væri að ræða sem gætu haft afleiðingar í för með sér. Hann sagði eftir fundina að hann vonaðist til þess að starfsfólkið myndi sinna störfum sínum á morgun en þó væri ómögulegt að segja til um hvort af aðgerðunum yrði. Samkvæmt heimildum NFS er mikill hiti í starfsfólkinu og jókst eftir fundina í dag. Eftir fundi með Gunnari í morgun var þegar boðað til neyðarfundar þar sem allir viðstaddir greiddu atkvæði með aðgerðum á morgun. Starfsmennirnir eru ósáttir við að hafa ekki fengið nein svör í dag og segja viðmót yfirmanna á fundunum síst til þess fallið að lægja öldur. Starfsmennirnir segja ekkert duga nema aðgerðir og segja þá sem verða á vakt á morgun ætla að leggjan niður vinnu og hina að mæta í Flugstöðina og sitja með þeim til að sýna þeim samstöðu en um nokkur hundruð starfsmenn er að ræða. Samkvæmt heimildum NFS er nú enn meiri samstaða meðal starfsfólks og ef bótakrafa verið gerð á hendur þeim eftir aðgerðirnar þá ætli allir starfsmenn að kasta frá sér aðgangskortum og ganga út af vinnustaðnum. Stup Jón Karl. Aðgerirnar, ef af þeim verður, munu hafa áhrif á ferðir um tvö þúsund farþega til og frá landinu. Starfsmenn sem NFS ræddi við í morgun segir erfitt að ráðleggja farþegum hvernig þeir eigi að haga áætlunum sínum á morgun þegar búast má við töfum. En verði af aðgerðum, sem allt bendir til, má búast við að áætlanir riðlist fram eftir degi. Innlent 24.6.2006 18:46 Unglingsstúlkur í brjóstastækkanir Dæmi eru um að stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur leiti til lýtalækna til að breyta útliti sínu. Lýtalæknar segja að slíkt sé aðeins gert í undantekninga tilfellum og þá helst ef sálfræðingur vísi þeim til þeirra. Lýtalæknirinn Ottó Guðjónsson sagðist kannast við að svo ungar stúlkur gengjust undir útlitsbreytingar þó hann legði á það ríka áherslu að slíkt væri aðeins gert í undantekninga tilvikum. Innlent 24.6.2006 14:07 Stefnir í vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli Enn er stál í stál í deila starfsfólks og stjórnenda Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa fundir framkvæmdastjóra með starfsmönnum í morgun ekki skilað tilætluðum árangri og komið í veg fyrir vinnustöðvun í fyrramálið. Innlent 24.6.2006 13:06 « ‹ ›
Buffett setur auð sinn í styrktarsjóð Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ætlar að gefa 37 milljarða dollara, jafnvirði 2.800 milljarða íslenskra króna, til velgjörðasjóðs Bill Gates, stofnanda hugbúnaðarrisans Microsoft. Þetta er meirihluti auðæfa Buffetts en eigur hans eru metnar á 44 milljarða dali eða rúma 3.300 milljarða króna. Viðskipti erlent 26.6.2006 10:33
Þrumuveður í Washington og nærliggjandi svæðum Björgunarsveitarmenn í Washington og á nærliggjandi svæðum í Bandaríkjunum hafa haft í nógu að snúast síðasta sólarhringinn en þar hefur rignt töluvert og þrumuveður haldið vöku fyrir íbúum. Bjarga þurfti nokkrum ökumönnum ofan af bílum sínum þar sem stefndi í að þeir færu á kaf þar sem flætt hefur. Erlent 26.6.2006 10:32
Danska ´68 kynslóðin stefnir í velferðarveislu Danska sextíu og átta kynslóðin, oft kölluð hippakynslóðin, sem á sínum tíma hafnaði allri efnishyggju og ríkisforsjá, stefnir nú í einhverja mestu velferðarveislu í sögu Danmerkur, að mati dönsku eftirlaunastofnunarinnar. Erlent 26.6.2006 08:45
Mannræningjar segjast hafa myrt gísla Mannræningjar, sem rændu fjórum starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Írak í byrjun mánaðarins, segjast hafa myrt fjórmenningana. Myndband sem birtist á Netinu í gær sýnir einn mann afhöfðaðan og annan skotinn, auk lík hins þriðja. Fjórði maðurinn er hins vegar hvergi sjáanlegur. Erlent 26.6.2006 08:11
Jákvæðar niðurstöður nýrra lyfjaprófana Íslensk erfðagreining kynnti í dag fyrstu niðurstöður fyrirtækisins á tilraunalyfi meðal astmasjúklinga. Lyfið reyndist hafa jákvæð áhrif á ýmsa þætti lungnastarfsemi og án þess að nokkrar alvarlegar aukaverkanir kæmu fram. Innlent 26.6.2006 09:43
Landsmót hestamanna hefst í dag Búist er við allt að 12 þúsund tvífættum gestum á Landsmót hestamanna, sem hefst á Vindheimamelum í Skagafirði í dag og stendur í viku. Þar munu hestamenn og hestaræktendur leiða saman um þúsund hesta sína, allt gæðinga. Innlent 26.6.2006 08:09
200 laxar veiðst í Norðurá Um 200 laxar hafa veiðst í Norðurá, það sem af er veiðitímabilinu sem mun vera meiri veiði en í nokkurri annarri á. Rétt er að taka fram að þar hefst veiðinn fyrr en í mörgum öðurm ám og þar veiða fleiri í einu en víða annarsstaðar. Innlent 26.6.2006 08:07
Mannfall í Jóhannesarborg Tólf létust þegar skotbardagi braust út á milli lögreglumanna og búðarræningja í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær. Fjórir lögreglumenn voru á meðal þeirra sem féllu í átökunum. Erlent 26.6.2006 08:04
Ráðherrafundur EFTA hefst í dag Ráðherrafundur EFTA ríkjanna hefst á Höfn í Hornafirði í dag og lýkur á morgun. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra stýrir fundinum en Ísland fer nú með formennsku í EFTA. Innlent 26.6.2006 08:58
Herforingi féll á Sri Lanka Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. (LUM) Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna. Erlent 26.6.2006 08:01
Botninn dottinn úr síldveiði í bili Botninn virðist vera dottinn úr síldveiðunum í bili og eru nú öll síldveiðiskipin að leita úti fyrir norðanverðu Ausutrlandi, samkvæmt fregnum af miðunum í morgun. Innlent 26.6.2006 07:58
Sinueldur við Fossatún Slökkvilið og lögregla í Borgarnesi brugðust skjótt við þegar tilkynnt var um sinueld við Fossatún, skammt frá bænum um miðjan dag í gær, enda björgunarmenn minnugir stórbrunanna á Mýrum í vor. Tókst björgunarmönnum að slökkva eldinn á rúmri klukkustund en slökkviliðsmenn vöktuðu svæðið lengur. Innlent 26.6.2006 07:56
Grimmilegum hefndaraðgerðum hótað Spenna hefur magnast við landamæri að Gaza-svæðinu síðan ungum ísraelskum hermenni var rænt þar í árás herskárra Palestínumanna á varðstöð Ísraelshers á svæðinu í gærmorgun. Hermenn streyma nú að landamærunum og með þeim vopn, skriðdrekar og annar búnaður. Ísraelar hóta árásum verði hermaðurinn ekki látinn laus. Erlent 26.6.2006 07:40
Steytti á skeri í Berufirði Betur fór en á horfðist þegar hraðfiskibáturinn Anna var að koma úr róðri í gær og steytti á skeri í Berufirði, með þeim afleiðingum að mikill leki kom að bátnum. Skipstjórinn ákvað að sigla honum upp í fjöru og kalla eftir aðstoð björgunarsveitar, slökkviliðs og lögreglu, sem komu á vettvang. Innlent 26.6.2006 07:36
Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart. Erlent 26.6.2006 07:27
Mínúturnar á milljónir króna Það eru Íslendingar sem framleiða það efni sem selst hraðast í heiminum í dag. Í grein danska blaðsins Politiken er fjallað ítarlega um Latabæjarþættina og sagt að það kosti sextíu og tvær milljónir að framleiða hvern þátt, eða tvær komma sex milljón krónur mínútan. Innlent 25.6.2006 19:19
Hefur heyrt að starfsfólki hafi verið hótað Trúnaðarmaður starfsfólks Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli hefur heyrt að erlendum starfsmönnum hafi verið hótað brottvísun úr landi ef þeir tækju þátt í mótmælaaðgerðum starfsfólksins í dag. Litlar tafir urðu á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli í morgun þrátt fyrir aðgerðir starfsfólks Flugþjónustunnnar. Innlent 25.6.2006 19:14
Hætta við skólagöngu vegna langra biðlista Dæmi eru um að nýbúar hafi hreinlega gefist upp á að fara í nám á efri skólastigum hér á landi þar sem biðin til að komast á þéttsetna bekki framhaldsskólanna er hreinlega of löng. Innlent 25.6.2006 17:48
Bíða eftir framlengingu dvalarleyfis Hjón með tvö ung börn,sem dvalið hafa hér á landi í þrjú ár, bíða nú eftir framlengingu dvalarleyfis. Börnin þeirra þekkja ekkert annað land en Ísland og segir móðir þeirra ekki geta hugsað til þess að þau fái ekki að dvelja hér áfram. Yana frá Úsbekistan og Ramin Sana frá Afganistan voru meðal hælisleitenda árið 2003. Þeim fæddist sonur á meðan þau biðu eftir úrskurði um hæli hér á landi og mál þeirra vakti athygli á þeim tíma. Dvalarleyfi þeirra er nú runnið út en þau bíða eftir svari um hvort þau fái að dveljast hér til ársins 2007. Eldri sonur þeirra Thomas verður þriggja ára í nóvember. Hann þekkir ekkert annað land en Ísland og það gerir yngri sonurinn Daniel ekki heldur en hann er reyndar nýorðinn mánaðar gamall og þekkir því fátt annað en mjúkan móðurfaðminn. Jana og Ramin hafa bæði stundað nám hér á landi þó Jana sé nú frá námi af skiljanlegum ástæðum. Hana dreymir um að fá að komast í Kennaraháskólann. Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og vona að fá að vera áfram enda vill Jana ekki einu sinni hugsa um hvað yrði ef dvalarleyfi þeirra verður ekki framlengt. Þau segja Íslendinga hafa verið þeim hjónum afar góð. Innlent 25.6.2006 18:42
Fjórbrotnaði á ökkla við lundaskoðun Bandarísk kona fótbrotnaði illa í Stórhöfða síðdegis í gær. Læknisskoðun leiddi í ljós, að konan var fjórbrotin við ökkla og var hún flutt með sjúkraflugvél til Reykjavíkur þar sem gert var að brotinu. Innlent 25.6.2006 12:13
Krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér Æðstu menn stjórnarflokksins í Austur-Tímor hittust í morgun til að ræða framtíð forsætisráðherrans en talið er að reynt verði að koma honum frá. Þúsundir mótmælenda komu saman við þinghúsið í gær og kröfðust þess að Alkatiri segði af sér og að þingið yrði leyst upp en átök hafa verið mikil í landinu vegna málsins. Gusmao forseti landsins, sem nýtur mikilla vinsælda, hótaði í vikunni að segja af sér ef Alkatiri forsætisráðherra gerði það ekki. Þegar Alkatiri neitaði að segja af sér dró Gusmao hótun sína hins vegar til baka. Búist er við að það kmoi í ljós seinna í dag hvað gert verður í málinu. Erlent 25.6.2006 11:43
Millilandaflug að mestu á áætlun Millilandaflug er að mestu á áætlun þrátt fyrir aðgerðir starfsmanna IGS, dótturfélags Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð. En það lagði niður störf í morgun til að reyna knýja fram bætur á kaupum og kjörum sínum. Búist var við meiriháttar seinkunum á flugi til og frá landsins. Svo fór þó ekki. Yfirmenn gengu í störf þeirra sem lögðu niður vinnu og einhverjir starfsmenn tóku ekki þátt í aðgerðunum en þeim lauk klukkan átta. Aðeins urðu smávægilegar breytingar á flugi. Á starfsmannafundi sem haldinn var í gær ákvað starfsfólkið að leggja aftur niður störf næstu helgi, næðust ekki samningar um við Icelandair. Fulltrúar starfsmanna funduðu með Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, milli klukkan sjö til átta. Starfsmennirnir sögðu fundinn hafa verið góðan og eru þeir bjartsýnir á framhaldið. Innlent 25.6.2006 08:17
Attenborough sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ David Attenborough var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands við útskrift skólans í dag. Hátt í eitt þúsund stúdentar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag. Innlent 24.6.2006 19:09
Hungraðir mávar á Sandskeiði Hungraðir mávar sjást víðs vegar í fæðuleit og hafa þeir til dæmis valdið flugmönnum á Sandskeiði vandræðum. En þar hafa þeir sótt í kjötmjöl sem dreift var á melana þar til uppgræðslu. Margir sem hafa átt leið um Sandskeið síðustu tvær vikurnar hafa eflaust orðið varir við mergð máva skammt við flugvöllinn þar. Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eru samtök sem standa að uppgræðslu með lífrænum úrgangi og gerðu þau nú í júní tilraun með kjötmjöl til uppgræðsu. Dreifing kjötmjölsins, sem unnið er úr sláturúrgangi, var gerð í samráði við heilbrigisyfirvöld á staðnum og yfirdýralækni og eiga ekki að ógna vatnsbólum á nokkurn hátt. Vegna mávanna var ákveðið að hætta dreifingu kjötmjölsins á Sandskeiði og fara með hluta kjötmjölsins og dreifa því á sandana við Þorlákshöfn þar sem ekki er hætta á að mávar trufli flugumferð. Innlent 24.6.2006 19:04
Condolezza Rice óskar Valgerði til hamingju Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óskaði í dag Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra til hamingju með efnahagsárangurinn á Íslandi sem Rice taldi Valgerði að þakka frá árum hennar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Í símtali í dag ítrekaði Rice við Valgerði þá ósk að lending næðist í varnarmálaviðræðum ríkjanna á næsta fundi sendinefndanna í næsta mánuði. Innlent 24.6.2006 18:58
Segja forsetafrúnna hafa smánað gyðinglegan uppruna sinn Sendiherra Ísraels á Íslandi leit svo á að harkaleg samskipti við Ólaf Ragnar Grímsson forseta væru alvarleg og sendi því sérstaka skýrslu um málið til ísraelskra stjórnvalda, samkvæmt ísraelskum blaðamanni. Samkvæmt hans heimildum er litið svo á að Dorrit Moussaieff hafi getað sjálfri sér um kennt að lenda í vandræðum við brottför frá Ísrael á dögunum þar sem henni láðist að tilkynna seinkun á eigin brottför. Fréttin af rifrildi Ólafs Ragnars og Miryam SDhomrat, sendiherra Írsaels gagnvart Íslandi birtist í Yedioth Ahronoth útbreiddasta dagblaði Ísraels. Jafnframt var hún birt á enskri veffréttasíðu dagblaðsins. Segir þar frá því að forsetinn hafi hafi skammað sendiherrann yfir framkomu ísraelskra landamæravarða við Dorrit Moussaieff, forsetafrú fyrir sex vikum - kvartað yfir því að ekki vær enn búið að biðjast afsökunar á atvikinu. Forsetinn hafi síðan slitið fundi í styttingi og hafi sendiherranum virst sem hurðum væri skellt á hæla sér. Itamar Eichner, blaðamaður á Yedioth Ahronoth skrifaði þessa grein. Segir hann að sendiherrann hafi talið þetta alvarlegt diplómatískt atvik: símaviðtal Eichner byggir frétt sína á leka úr ísraelska utanríkisráðuneytinu. Segir hann að þar á bæ sé þetta atvik til alvarlegrar skoðunar ekki síst í ljósi rifrildisins sem frú Moussaieff lenti í við ísraelska landamæravörðinn. Heimildarmenn í ráðuneyrinu segja þó að Dorrit hafi getað sjálfri sér um kennt. Hún hafi lent í svipuðu atviki nokkrum vikum áður. Í kjölfarið hafi ráðuneytið sent starfslið á flugvöllinn til að liðka fyrir brottför hennar. Átti hún að fá viðhafnarþjónustu. sem hún átti ekki rétt á þar sem hún var í einkaerindum. Dorrit hafi frestað brottförinni og ekki látið utanríkisráðuneytið ísraelska vita. SÍmaviðtal Eichner telur að þetta atvik muni ekki skaða samksipti þjóðanna og hefur heimildir fyrir því að Ísraelsríki muni formlega biðast afsökunar á þessu atviki - að undangenginni rannsókn. Viðbrögð við fréttum af rifrildinu á Bessastöðum 16. júní á veffréttasíðunni í Ísrael hafa verið hörð. Hátt í hudnrað lesendur hafa skráð viðbrögð við fréttinni og eru flest neikvæð í garð forsetans og frú Moussaieff, jafnvel hatursfull þar sem hún er sögð hafa smánað gyðinglegan uppruna sinn. Innlent 24.6.2006 18:51
Nýbúi útskrifast úr Kennaraháskólanum Fyrsti nýbúinn frá Asíu útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands í dag. Hún kom til landsins fyrir tólf árum og vonar að hún verði öðrum nýbúum hvatning til þess að feta menntaveginn. Innlent 24.6.2006 18:48
Búast má við töfum tvöþúsund farþega Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ætla að leggja niður störf frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan átta. Ekkert þokast í deilu starfsfólksins og stjórnenda Flugþjónustunnar þrátt fyrir fundarhöld í dag. Farþegar á leið til og frá landi á morgun mega búast við nokkrum töfum. Deilur hafa staðið í nokkurn tíma milli stjórnenda Flugþjónustunnar og starfsmanna, sem meðal annars sinna innritun í flug og hleðslu farangurs í flugvélarnar. Starfsmennirnir eru óánægðir með kjör sín og vinnuaðstöðu og segja þeir álagið oft keyra fram úr hófi. Ákveðið var að boða til setuverkfalls til krefjast bóta á núverandi ástandi. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, fundaði í dag með starfsmönnum hjá öllum deildum. Á fundunum var reynt að afstýra boðum aðgerðum. Gunnar sagði þá hafa rætt málin og útskýrt fyrir stafsmönnum að um ólöglegar aðgerðir væri að ræða sem gætu haft afleiðingar í för með sér. Hann sagði eftir fundina að hann vonaðist til þess að starfsfólkið myndi sinna störfum sínum á morgun en þó væri ómögulegt að segja til um hvort af aðgerðunum yrði. Samkvæmt heimildum NFS er mikill hiti í starfsfólkinu og jókst eftir fundina í dag. Eftir fundi með Gunnari í morgun var þegar boðað til neyðarfundar þar sem allir viðstaddir greiddu atkvæði með aðgerðum á morgun. Starfsmennirnir eru ósáttir við að hafa ekki fengið nein svör í dag og segja viðmót yfirmanna á fundunum síst til þess fallið að lægja öldur. Starfsmennirnir segja ekkert duga nema aðgerðir og segja þá sem verða á vakt á morgun ætla að leggjan niður vinnu og hina að mæta í Flugstöðina og sitja með þeim til að sýna þeim samstöðu en um nokkur hundruð starfsmenn er að ræða. Samkvæmt heimildum NFS er nú enn meiri samstaða meðal starfsfólks og ef bótakrafa verið gerð á hendur þeim eftir aðgerðirnar þá ætli allir starfsmenn að kasta frá sér aðgangskortum og ganga út af vinnustaðnum. Stup Jón Karl. Aðgerirnar, ef af þeim verður, munu hafa áhrif á ferðir um tvö þúsund farþega til og frá landinu. Starfsmenn sem NFS ræddi við í morgun segir erfitt að ráðleggja farþegum hvernig þeir eigi að haga áætlunum sínum á morgun þegar búast má við töfum. En verði af aðgerðum, sem allt bendir til, má búast við að áætlanir riðlist fram eftir degi. Innlent 24.6.2006 18:46
Unglingsstúlkur í brjóstastækkanir Dæmi eru um að stúlkur allt niður í fimmtán ára aldur leiti til lýtalækna til að breyta útliti sínu. Lýtalæknar segja að slíkt sé aðeins gert í undantekninga tilfellum og þá helst ef sálfræðingur vísi þeim til þeirra. Lýtalæknirinn Ottó Guðjónsson sagðist kannast við að svo ungar stúlkur gengjust undir útlitsbreytingar þó hann legði á það ríka áherslu að slíkt væri aðeins gert í undantekninga tilvikum. Innlent 24.6.2006 14:07
Stefnir í vinnustöðvun á Keflavíkurflugvelli Enn er stál í stál í deila starfsfólks og stjórnenda Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum NFS hafa fundir framkvæmdastjóra með starfsmönnum í morgun ekki skilað tilætluðum árangri og komið í veg fyrir vinnustöðvun í fyrramálið. Innlent 24.6.2006 13:06