Innlent

Millilandaflug að mestu á áætlun

Frá mótmælaaðgerðunum í morgun.
Frá mótmælaaðgerðunum í morgun. MYND/HILMAR BRAGI

Millilandaflug er að mestu á áætlun þrátt fyrir aðgerðir starfsmanna IGS, dótturfélags Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð. En það lagði niður störf í morgun til að reyna knýja fram bætur á kaupum og kjörum sínum. Búist var við meiriháttar seinkunum á flugi til og frá landsins. Svo fór þó ekki.

Yfirmenn gengu í störf þeirra sem lögðu niður vinnu og einhverjir starfsmenn tóku ekki þátt í aðgerðunum en þeim lauk klukkan átta. Aðeins urðu smávægilegar breytingar á flugi.

Á starfsmannafundi sem haldinn var í gær ákvað starfsfólkið að leggja aftur niður störf næstu helgi, næðust ekki samningar um við Icelandair.

Fulltrúar starfsmanna funduðu með Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, milli klukkan sjö til átta. Starfsmennirnir sögðu fundinn hafa verið góðan og eru þeir bjartsýnir á framhaldið.



Hilmar Bragi
Hilmar Bragi
Hilmar Bragi
Hilmar Bragi
Hilmar Bragi
Lillý
Lillý
Lillý
Lillý
Lillý



Fleiri fréttir

Sjá meira


×