Búast má við töfum tvöþúsund farþega 24. júní 2006 18:46 Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ætla að leggja niður störf frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan átta. Ekkert þokast í deilu starfsfólksins og stjórnenda Flugþjónustunnar þrátt fyrir fundarhöld í dag. Farþegar á leið til og frá landi á morgun mega búast við nokkrum töfum. Deilur hafa staðið í nokkurn tíma milli stjórnenda Flugþjónustunnar og starfsmanna, sem meðal annars sinna innritun í flug og hleðslu farangurs í flugvélarnar. Starfsmennirnir eru óánægðir með kjör sín og vinnuaðstöðu og segja þeir álagið oft keyra fram úr hófi. Ákveðið var að boða til setuverkfalls til krefjast bóta á núverandi ástandi. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, fundaði í dag með starfsmönnum hjá öllum deildum. Á fundunum var reynt að afstýra boðum aðgerðum. Gunnar sagði þá hafa rætt málin og útskýrt fyrir stafsmönnum að um ólöglegar aðgerðir væri að ræða sem gætu haft afleiðingar í för með sér. Hann sagði eftir fundina að hann vonaðist til þess að starfsfólkið myndi sinna störfum sínum á morgun en þó væri ómögulegt að segja til um hvort af aðgerðunum yrði. Samkvæmt heimildum NFS er mikill hiti í starfsfólkinu og jókst eftir fundina í dag. Eftir fundi með Gunnari í morgun var þegar boðað til neyðarfundar þar sem allir viðstaddir greiddu atkvæði með aðgerðum á morgun. Starfsmennirnir eru ósáttir við að hafa ekki fengið nein svör í dag og segja viðmót yfirmanna á fundunum síst til þess fallið að lægja öldur. Starfsmennirnir segja ekkert duga nema aðgerðir og segja þá sem verða á vakt á morgun ætla að leggjan niður vinnu og hina að mæta í Flugstöðina og sitja með þeim til að sýna þeim samstöðu en um nokkur hundruð starfsmenn er að ræða. Aðgerðirnar, ef af þeim verður, munu hafa áhrif á ferðir um tvö þúsund farþega til og frá landinu. Starfsmenn sem NFS ræddi við í morgun segir erfitt að ráðleggja farþegum hvernig þeir eigi að haga áætlunum sínum á morgun þegar búast má við töfum. En verði af aðgerðum, sem allt bendir til, má búast við að áætlanir riðlist fram eftir degi. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Starfsmenn Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli ætla að leggja niður störf frá klukkan fimm í fyrramálið til klukkan átta. Ekkert þokast í deilu starfsfólksins og stjórnenda Flugþjónustunnar þrátt fyrir fundarhöld í dag. Farþegar á leið til og frá landi á morgun mega búast við nokkrum töfum. Deilur hafa staðið í nokkurn tíma milli stjórnenda Flugþjónustunnar og starfsmanna, sem meðal annars sinna innritun í flug og hleðslu farangurs í flugvélarnar. Starfsmennirnir eru óánægðir með kjör sín og vinnuaðstöðu og segja þeir álagið oft keyra fram úr hófi. Ákveðið var að boða til setuverkfalls til krefjast bóta á núverandi ástandi. Gunnar Olsen, framkvæmdastjóri Flugþjónustunnar, fundaði í dag með starfsmönnum hjá öllum deildum. Á fundunum var reynt að afstýra boðum aðgerðum. Gunnar sagði þá hafa rætt málin og útskýrt fyrir stafsmönnum að um ólöglegar aðgerðir væri að ræða sem gætu haft afleiðingar í för með sér. Hann sagði eftir fundina að hann vonaðist til þess að starfsfólkið myndi sinna störfum sínum á morgun en þó væri ómögulegt að segja til um hvort af aðgerðunum yrði. Samkvæmt heimildum NFS er mikill hiti í starfsfólkinu og jókst eftir fundina í dag. Eftir fundi með Gunnari í morgun var þegar boðað til neyðarfundar þar sem allir viðstaddir greiddu atkvæði með aðgerðum á morgun. Starfsmennirnir eru ósáttir við að hafa ekki fengið nein svör í dag og segja viðmót yfirmanna á fundunum síst til þess fallið að lægja öldur. Starfsmennirnir segja ekkert duga nema aðgerðir og segja þá sem verða á vakt á morgun ætla að leggjan niður vinnu og hina að mæta í Flugstöðina og sitja með þeim til að sýna þeim samstöðu en um nokkur hundruð starfsmenn er að ræða. Aðgerðirnar, ef af þeim verður, munu hafa áhrif á ferðir um tvö þúsund farþega til og frá landinu. Starfsmenn sem NFS ræddi við í morgun segir erfitt að ráðleggja farþegum hvernig þeir eigi að haga áætlunum sínum á morgun þegar búast má við töfum. En verði af aðgerðum, sem allt bendir til, má búast við að áætlanir riðlist fram eftir degi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira