Innlent

Condolezza Rice óskar Valgerði til hamingju

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óskaði í dag Valgerði Sverrisdóttur utanríkisráðherra til hamingju með efnahagsárangurinn á Íslandi sem Rice taldi Valgerði að þakka frá árum hennar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Í símtali í dag ítrekaði Rice við Valgerði þá ósk að lending næðist í varnarmálaviðræðum ríkjanna á næsta fundi sendinefndanna í næsta mánuði.

Það kom Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra á óvart að Condolezza Rice starfssystir hennar skyldi hirngja í hana í dag. Tilefnið var að óska Valgerði til hamingju með utanríkisráðherraembættið. Valgerður vakti máls á stöðunni í varnarmálum landanna.

Valgerður segir að Condolezza Rice hafi virst vel að sér um innanríkismál.

Það er athyglisvert að Rice og Valgerður eru um margt í svipaðir stöðu gagnvart varnarmálum landanna. Þannig hefur Rice þurft að þola að utanríkisstefna landsins sé í vaxandi mæli mótuð af Donald Rumsfield, varnarmálaráðherra í tíð George W Bush. Hér á landi fer svo Geir Haarde, forsætisráðherra með forræði í varnamálaviðræðunum við Bandaríkjamenn.

Valgerður telur að það hafi spilað inní óvænt hamingjuóskasímtal frá Rice - að báðar eru konur í embætti utanríkisráðherra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×