Innlent

Bíða eftir framlengingu dvalarleyfis

Hjón með tvö ung börn,sem dvalið hafa hér á landi í þrjú ár, bíða nú eftir framlengingu dvalarleyfis.

Börnin þeirra þekkja ekkert annað land en Ísland og segir móðir þeirra ekki geta hugsað til þess að þau fái ekki að dvelja hér áfram.

Yana frá Úsbekistan og Ramin Sana frá Afganistan voru meðal hælisleitenda árið 2003. Þeim fæddist sonur á meðan þau biðu eftir úrskurði um hæli hér á landi og mál þeirra vakti athygli á þeim tíma. Dvalarleyfi þeirra er nú runnið út en þau bíða eftir svari um hvort þau fái að dveljast hér til ársins 2007.

Eldri sonur þeirra Thomas verður þriggja ára í nóvember. Hann þekkir ekkert annað land en Ísland og það gerir yngri sonurinn Daniel ekki heldur en hann er reyndar nýorðinn mánaðar gamall og þekkir því fátt annað en mjúkan móðurfaðminn.

Jana og Ramin er bæði rétt rúmlega tvítug og hafa bæði þau stundað nám hér á landi þó Jana sé nú frá námi af skiljanlegum ástæðum. Hana dreymir um að fá að komast í Kennaraháskólann og verða leikskólakennari en hann langar að kenna stærðfræði. En það var ekki fyrr en í gærdag að fyrsti nýbúinn hér á landi útskrifaðist úr þeim skóla.

Þau hafa komið sér vel fyrir á Íslandi og vona að fá að vera áfram enda vill Jana ekki einu sinni hugsa um hvað yrði ef dvalarleyfi þeirra verður ekki framlengt. Þau segja Íslendinga hafa verið þeim hjónum afar góð og hér vilji þau vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×