Innlent

Hætta við skólagöngu vegna langra biðlista

Dæmi eru um að nýbúar hafi hreinlega gefist upp á að fara í nám á efri skólastigum hér á landi þar sem biðin til að komast á þéttsetna bekki framhaldsskólanna er hreinlega of löng.

Víða erlendis fær fólk stúdentspróf átján ára og gildir það ekki alltaf til þess að komast inn í háskóla hér á landi þó það dugi annarsstaðar. Það er þó tiltölulega einfalt fyrir þá sem koma frá löndum Evrópu en getur verið erfitt fyrir fólk frá öðrum heimsálfum.

Þeir sem fengið hafa stúdentspróf í útlöndum átján ára þurfa oft að bæta við sig framhaldsskólamenntun. Það er hins vegar ekki auðsótt þar sem framhaldsskólarnir eru yfir fullir og þeir sem koma beint úr grunnskóla ganga fyrir. Dæmi eru um að fólki hafi þótt biðin allt of löng og hætt við.

Þeir sem komast síðan inn í háskólana hér gangi oft á veggi þegar þeir fá námsefni á norsku, sænsku, dönsku og þýsku þegar enskukunnátta hafi verið eina tugumálakrafan sem gerð hafi verið. Engar breytingar þurfi þó á því heldur aðeins sveigjanleika þar sem önnur leið er fundinn fyrir þann sem ekki hefur sama tungumálabakgrunn og innfæddir Íslendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×