Innlent

Hungraðir mávar á Sandskeiði

Hungraðir mávar sjást víðs vegar í fæðuleit og hafa þeir til dæmis valdið flugmönnum á Sandskeiði vandræðum. En þar hafa þeir sótt í kjötmjöl sem dreift var á melana þar til uppgræðslu.

Margir sem hafa átt leið um Sandskeið síðustu tvær vikurnar hafa eflaust orðið varir við mergð máva skammt við flugvöllinn þar.

Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs eru samtök sem standa að uppgræðslu með lífrænum úrgangi og gerðu þau nú í júní tilraun með kjötmjöl til uppgræðsu.

Dreifing kjötmjölsins, sem unnið er úr sláturúrgangi, var gerð í samráði við heilbrigisyfirvöld á staðnum og yfirdýralækni og eiga ekki að ógna vatnsbólum á nokkurn hátt.

Vegna mávanna var ákveðið að hætta dreifingu kjötmjölsins á Sandskeiði og fara með hluta kjötmjölsins og dreifa því á sandana við Þorlákshöfn þar sem ekki er hætta á að mávar trufli flugumferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×