Innlent

Fjórbrotnaði á ökkla við lundaskoðun

Tildrög óhappsins voru þau að konan sem er skólahjúkrunarfræðingur á varnarsvæðinu á Keflavikur-flugvelli, var ásamt ferðafélögum sínum við sumar-réttir í Stórhöfða að fylgjast með rúningi sauðfjár.

Skammt frá réttarstæðinu er lundabyggð og ætluðu nokkrir úr hópnum ásamt konunni að fara að lundabyggðinni og skoða lundann í návígi.

 

Skiptir þá engum togum að konunni skrikar fótur í grasbrekkunni og missir hægrifót undir sig.

Læknir ásamt lögreglu og björgunarsveit var kallaður á vettvang og var gert að broti konunnar til bráðabirgða þar í grasbrekkunni sem hún lá, en þá var þegar ljóst að konan væri talsvert slösuð því ökklinn á hægra fæti snéri út á hlið.

Konan var flutt á sjúkrahús Vestmannaeyja til aðhlynningar og skoðunar og reyndist hún þá vera fjórbrotinn um ökklann.

 

Fyrir tíu dögum var eiginmaður konunnar á einn á ferð í Vestmannaeyjum og hafði ferðin slík jákvæð áhrif á manninn að hann bauð konu sinni og dóttur í sérstaka ferð til Vestmannaeyja til að skoða það sem Eyjarnar hafa upp á að bjóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×