Innlent

Attenborough sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við HÍ

David Attenborough var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands við útskrift skólans í dag. Hátt í eitt þúsund stúdentar voru brautskráðir frá Háskóla Íslands í dag.

Laugardalshöllin var þétt skipuð af nemendum og aðstandenum þeirra við útskriftina í dag. Hátt í sjö hundruð nemar voru að ljúka grunnnámi, um hundrað og sjötíu meistaranámi, rúmlega hundrað úr viðbótar og starfsréttindanámi og níu doktorsnámi.

Einn af þeim sem útskrifaðist í dag var Sveinn Hákon Harðarson sem útskrifast með meistarapróf í líf- og læknavísindum. Lokaeinkunn hans var 9,83 en nemandi hefur aðeins einu sinni fengið svo háa einkunn í Háskóla Íslands.

David Attenborough var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands. Hann er mörgun Íslendingum vel kunnur fyrir þætti sína Lífið á jörðinni en þessir náttúrulífsþættir hans hafa notið mikilla vinsælda. Attenbourough gat ekki verið viðstaddur athöfnina en ávarpaði gesti frá Galapagos eyjum og sagðist hann mjög þakklátur fyrir heiðursdoktorsnafnbótina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×