Fréttir

Fréttamynd

Gremst ítrekaðar lágflugsæfingar Varnarliðsins

Landeigendur og ferðamenn á Rauðasandi á Barðaströnd eru gramir yfir ítrekuðum lágflugsæfingum Varnarliðsins á Breiðafirði. Um miðja síðustu viku flugu tvær F-15 orrustuþotur afar nærri Látrabjargi og í þar síðustu viku gerðist slíkt hið sama.

Innlent
Fréttamynd

Einleikjahátíð á Ísafirði

Hin árlega leiklistarhátíð Act Alone stendur nú yfir á Ísafirði og lýkur á morgun. Fullt var á opnunar sýningu hátíðarinnar og er hátíðin almennt mjög vel sótt.

Innlent
Fréttamynd

Sex tvíburapör á 32 klukkustundum

Sá fáheyrði atburður gerðist á fæðingardeildinni á Sparrow-sjúkrahúsinu í Lansing í Michiganríki í Bandaríkjunum í vikunni að þar komu í heimin sex tvíburapör á aðeins 32 klukkstundum. Fyrstu tvíburarnir fæddust snemma á þriðjudagsmorguninn og svo fylgdu fimm í kjölfarið. Aðeins eitt stúlkupar var í þessum fríða hópi. Allar fæðingarnar gengu hratt og vel fyrir sig og heilsast bæði mæðrum og börnum vel. Ein móðirin fæddi tvo drengi sem voru 16 merkur hvor. Ekki er vitað hvort um heimsmet sé að ræða en starfsmenn Heimsmetabókar Guinness kanna nú málið.

Erlent
Fréttamynd

Um 10.000 manns á Landsmóti

Nóttin var með rólegasta móti á Landsmóti hestamanna að Vindheimamelum. Nálægt tíu þúsund manns eru nú á svæðinu en mótinu líkur á morgun. Einhver væta féll á gesti í nótt en í morgun braust sólin fram og að sögn Huldu G. Geirsdóttur fjölmiðlafulltrúa mótsins fer vel um fólkið, þótt töluvert sé farið að þéttast á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt á Landsmóti hestamanna í nótt

Allt var með ró og spekt á Landsmóti hestamanna í Skagafirði í nótt. Nokkrir voru þó teknir fyrir ölvunar akstur innan svæðis undir morgun. Lögreglan á Sauðárkróki segir að það sé óvenju gott ástand á svæðinu, miðað við fólksfjölda, en hátt í níu þúsund manns voru komnir á mótið í gærkvöldi. Mikill fjöldi fólks streymdi inn á svæðið í gær til að eyða þar helginni. Umferð var því að vonum þung og undir kvöldið hafði um 10 km löng bílaröð myndast frá mótsvæði til Varmahlíðar.

Innlent
Fréttamynd

Discovery á loft í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður.

Erlent
Fréttamynd

Landhelgisgæslan áttatíu ára

Landhelgisgæslan fagnaði áttatíu ára afmæli sínu í dag og boðið var til veislu í varðskipinu Óðni. Einnig var verið að fagna nýjum lögum um Landhelgisgæsluna sem taka gildi á morgun. Tvö varðskip sigldu inn höfnina fánum prýdd, skipslúðrar voru þeyttir og skotið var úr fallbyssum. Georg Lárusson, forstjóri

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin bretti upp ermar

Samfylkingin þarf að bretta upp ermar ef ekki á illa að fara í næstu kosningum, segir varaþingmaður flokksins í norðausturkjördæmi. Ekki er hægt að kenna formanninum einum um hversu illa gengur. Samfylkingin mældist aðeins með rúmlega 24% prósenta fylgi í skoðanakönnun. Fréttablaðsins í gær. Fylgið er heilum 6%-stigum undir kjörfylgi í síðustu kosningum, -og hið minnsta sem flokkurinn hefur mælst með í könnunum eftir kosningarnar 2003. Sjálfstæðisflokkurinn og minni flokkarnir vinna hins vegar á.

Innlent
Fréttamynd

Tæplega 10 þúsund manns komnir á Vindheimamela í Skagafirði

Tæplega 10 þúsund manns eru komnir á Vindheimamela í Skagafirði til þess að fylgjast með Landsmóti hestamanna. Í gærkvöldi var haldinn stórdansleikur með Todmobil sem stóð fram eftir nóttu og að sögn lögreglu á svæðinu fór allt vel fram fyrir utan einstaka pústra.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar húsnæðisvexti

Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,1 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í fyrradag að því er fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Landsbjörg kemur útlendingum til bjargar

Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu, sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í gær, biðu ekki lengi eftir fyrsta viðfangsefninu. Þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn verða á fjórum stöðum á hálendinu í sumar með það að markmiði að fækka slysum.

Innlent
Fréttamynd

Afmælishátíð Landsbankans

Í dag býður Landsbankinn öllum landsmönnum til veislu í tilefni 120 ára afmælis bankans. Hátíðin verður haldin á alls 14 stöðum á landinu öllu og hefst hún kl. 12:00 í miðbæ Reykjavíkur en 12:30 víðast hvar annars staðar. Björgólfur Guðmundsson mun ávarpa gesti kl. 13:00 á Ingólfstorgi í Reykjavík og verður 120 metra kaka staðsett í Austurstræti sem gestir geta gætt sér á. Þegar Björgólfur hefur talað munu fjölmargir kórar syngja afmælissönginn fyrir bankann samtímis á öllum hátíðarstöðum landsins. Sýnt verður beint frá ávarpi Björgólfs úti á landi og boðið verður upp á eins kökur.

Innlent
Fréttamynd

Bílslys á Snæfellsvegi

Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir alvarlegt bílslys á Snæfellsnesvegi. Hvorugir eru þó í lífshættu. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm við Hólslæk skammt frá Kvíabryggju.

Innlent
Fréttamynd

Gíslinn er enn á lífi

Palestínskur aðstoðarráðherra segist hafa haft spurnir af því að líðan ísraelska gíslsins væri stöðug eftir að hann fékk í sig þrjú skotsár.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í sjötíu týndu lífi

Að minnsta kosti 66 biðu bana þegar bílsprengja sprakk á markaði í Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Þá var þingkonu úr hópi súnnía rænt af óþekktum byssumönnum.

Erlent
Fréttamynd

Komu ferðamönnum til aðstoðar

Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í dag þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta viðfangsefninu því þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Nærri 4,8 milljarða tap á 2. ársfjórðungi hjá Avion

Nærri 4,8 milljarða króna tap varð af rekstri Avion Group á öðrum ársfjórðungi fyrirtækisins, sem miðast við 1. febrúar til 30. apríl. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að tapið megi að miklu leyti rekja til gengistaps af erlendum skuldum.

Innlent
Fréttamynd

Risaútsala á eignum varnarliðsins í hálft ár

Risaútsala á eigum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefst í gamla Blómavalshúsinu á morgun klukkan tíu. Þar geta áhugasamir keypt ýmsa eigulega muni, þar á meðal stóla úr offiseraklúbbnum og poppkornsvél úr Andrews Theater.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert lát á árásum Ísraela á Gazaströndina

Ekkert lát er á árásum Ísraela á Gazaströndina en í morgun lögðu þeir innanríkisráðuneyti Palestínu í rúst, svo og skrifstofur Fatah-hreyfingarinnar. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, segir árásirnar torvelda frelsun ísraelska gíslsins sem er í haldi skæruliða.

Erlent
Fréttamynd

Breytingar bitni á þeim sem minnst mega sín

Breytingar á hámarkslánum og lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs eiga eftir að koma verst við þá sem minnst mega sín, að mati Elnu Sigrúnar Sigurðardóttur hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Hún segir að aðrar leiðir séu þó vandfundnar til að slá á þensluna á húsnæðismarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Vextir Íbúðalánasjóðs hækka upp í 4,95 prósent

Íbúðalánasjóður hefur hækkað húsnæðisvexti sína um 0,10 prósent og eru þeir nú 4,95 prósent. Þetta er gert eftir útboð á íbúðabréfum sem haldið var í gær að því er kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði til Kauphallar Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður hækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur í kjölfarið útboðs á íbúðabréfum ákveðið að hækka útlánsvexti íbúðalána sjóðsins um 0,10 prósentustig og verða þeir 4,95 prósent. Lán með sérstöku uppgreiðsluálagi verða með 0,25 punkta lægri vöxtum eða 4,70 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

31 hefur sagt upp vegna kjaradeilna BHM

Þrjátíu og einn starfsmaður hjá Svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra sagði upp störfum í dag vegna óánægju með hægagang í kjaraviðræðum BHM við ríkið. Þeir segja grunnlaun þroskaþjálfa getað hækkað um þrjátíu þúsund krónur með því að flytja sig yfir til sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn mansali

Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í vikunni, tillögu þess efnis, að sameiginlegri áætlun gegn mansali yrði komið á fót. Árlega verða um 800.000 konur og börn fórnarlömb mansals í heiminum.

Innlent