Innlent

Bílslys á Snæfellsvegi

Mynd/Pjetur Sigurðsson
Tveir voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík í nótt eftir alvarlegt bílslys á Snæfellsnesvegi. Hvorugir eru þó í lífshættu. Slysið átti sér stað rétt fyrir klukkan fimm við Hólslæk skammt frá Kvíabryggju. Tveimur bifreiðum var ekið í sömu átt en þegar ökumaður fyrri bifreiðarinnar nam staðar þar sem farþeginn þurfti að kasta upp, missti ökumaður aftari bifreiðarinnar stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór út af veginum. Þrír voru í bifreiðinni og allir í belti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×