Innlent

Átak gegn mansali

Jafnaðarmenn lögðu fram á þingi Norðurlandaráðs í Færeyjum í vikunni, tillögu þess efnis, að sameiginlegri áætlun í baráttunni við mansal yrði komið á fót. Árlega verða um 800.000 konur og börn fórnarlömb mansals í heiminum.

Í tillöguinni var lögð áhersla á að mansal felur í sér alvarleg brot á mannréttindum. Skorað var á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun sem bæði eigi að miða að skilvirkari aðgerðum gegn mansali og markvissri viðhorfsbreytingu gegn vændi.

Í tillöguinni var lögð áhersla á að mansal felur í sér alvarleg brot á mannréttindum. Skorað var á Norrænu ráðherranefndina að útbúa sameiginlega norræna verkefnaáætlun sem bæði eigi að miða að skilvirkari aðgerðum gegn mansali og markvissri viðhorfsbreytingu gegn vændi.

Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður og fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs, segir að í tillögunni sé vísað til nokkurra aðgerða sem hægt væri að grípa til, þar á meðal að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu, efla fyrirbyggjandi starf í þeim löndum sem konurnar koma frá og rýmka dvalarleyfi á Norðurlöndunum fyrir fórnarlömb mansals.

Mansal er sá angi af skipulagðri glæpastarfssemi sem vex hvað hraðast í heiminum og hagnaður af slikum viðskiptum nemur háum fjárhæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×