Innlent

Risaútsala á eignum varnarliðsins í hálft ár

Risaútsala á eigum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefst í gamla Blómavalshúsinu á morgun klukkan tíu. Þar geta áhugasamir keypt ýmsa eigulega muni, þar á meðal stóla úr offiseraklúbbnum og poppkornsvél úr Andrews Theater.

Ástvaldur Óskarsson gerði samning við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og keypti fjölda gáma af gömlu dóti frá hernum sem hann ætlar að selja í sumar. Honum til halds og trausts verða svo aðrir fjölskyldumeðlimir eftir því sem hlé verður á öðrum störfum.

Á útsölunni getur meðal annars að líta Chesterfield-sófa úr offiseraklúbbnum og poppvél úr Andrews Theater. Ástvaldur hefur þegar losað tuttugu gáma og á von á nýrri sendingu hálfsmánaðarlega þá sex mánuði sem útsalan stendur yfir.

Og þeir sem þurfa fataskápa, rúma, bleika og græna skrifstofustóla. spilaborð eða stóla ættu ap geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Og nokkurir bílar eru einnig til sölu sem áður voru í þjónustu hersins og síðast en ekki síst er þarna lyftingasett þyrlubjörgunarsveitarinnar.

Og Ástvaldur ætlar að standa reglulega fyrir uppboðum á sunnudögum. Verði mikið eftir þegar útsölunni lýkur í lok nóvember, verður afgangurinn seldur hæstbjóðanda.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×