Innlent

Komu ferðamönnum til aðstoðar

MYND/GVA

Björgunarsveitarmenn í Landsbjörgu sem hleyptu af stokki nýju slysavarnaverkefni á hálendinu í dag þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta viðfangsefninu því þeir komu útlendum ferðamönnum til aðstoðar í kvöld.

Björgunarsveitarmenn ætla að verða á fjórum stöðum á hálendinu í sumar með það að markmiði að fækka slysum þar. Björgunarsveitarmennirnir voru beðnir um að kanna lokaðan veg sem liggur frá Sprengisandsleið inn í Eyjafjörð og þar óku þeir fram á mannlausan bílaleigubíl sem var fastur. Frá honum lágu spor og ráku mennirnir þau að skálanum í Laugafelli skammt frá. Þar voru ferðamennirnir og munu björgunarsveitarmennirnir hjálpa útlendingunum að komast með bílinn á opna slóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×