Fréttir Árangurslausri leit brátt hætt Eitt hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í árangurslausri leit að magaveikum frönskum ferðahópi frá því um miðjan dag í gær. Leitin hófst eftir óljóst neyðarkall sem starfsmaður Ferðafélags Íslands tók á móti. Talið er líklegt að um gabb hafi verið að ræða en kostnaður við leitina hleypur á milljónum. Innlent 13.10.2005 14:28 Ein með öllu í góðu veðri Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" haldin um helgina. Þar var steikjandi hiti í dag og 2000 manns komnir á tjaldsvæðin. Hátíðin verður sett klukkan hálf níu í kvöld og skipulögð dagskrá verður víða um bæinn alla helgina. Innlent 13.10.2005 14:28 Mega halda kjarnorkuvopnunum Bandaríkjamenn hafa fullvissað Ísraela um að ekki verði hróflað við kjarnorkuvopnum þeirra þó reynt verði að koma í veg fyrir að önnur ríki í Miðausturlöndum komi sér upp slíkum vopnum. Þetta lásu menn úr orðum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, á fundi Likudbandalagsins. Erlent 13.10.2005 14:28 Staða Kerrys sterk Baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst í auknum mæli um að ná fótfestu í fjórum til fimm ríkjum sem talin eu ráða úrslitum um niðurstöðu kosninganna. Erlent 13.10.2005 14:28 Leitarsvæðið færðist vestur Leitarsvæði björgunarsveitamanna sem leita að hópi franskra ferðamanna, sem talið er að sé í nauðum á hálendinu frá því um hádegi í gær, færðist til vesturs, seint í gærkvöldi eftir að kortlagt hafði verið það svæði sem talið er að fjarskiptin hafi komið frá. Innlent 13.10.2005 14:28 Harðir bardagar í Fallujah Harðir bardagar geisuðu í gærkvöldi milli bandarískra hermanna og írakskra skæruliða í borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja átökin hafa blossað upp þegar skæruliðar réðust á bækistöð þeirra vopnaðir byssum og sprengjum. Erlent 13.10.2005 14:28 Hundar í jóga Vegfarendur í Lundúnum urðu heldur betur hissa þegar þeir gengu fram hunda í jógatímum. Tímarnir eru ætlaðir stressuðum hundum og var eigendum mikið í mun að gæludýrin fengju að slappa af og láta teygja á sér. Hundarnir sýndu reyndar margir hverjir öðrum hundum í garðinum meiri áhuga en jóganu en eigendurnir hafa þá hugsanlega getað slappað af í staðinn. Erlent 13.10.2005 14:28 Flogið til Eyja Þjár vélar flugu til Vestmannaeyjar um þrjú leytið í gær. Ekki hafði verið flogið til eyjarinnar frá miðvikudegi og biðu um 500 manns eftir flugi. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir allt flug hafi gengið að óskum nema til Vestmannaeyja. Innlent 13.10.2005 14:28 Þjóðverji í farbann Þýskur maður sem slasaðist í umferðarslysi á Krísuvíkurvegi á Laugardag fyrir viku síðan lést í fyrradag af sárum sínum. Ökumaður bílsins, sem grunaður er um ölvunarakstur, hefur verið úrskurðaður í farbann til 27. ágúst en hann er einnig Þjóðverji. Innlent 13.10.2005 14:28 Hæstu menn landsbyggðar Akureyringar eru atkvæðamiklir þegar rýnt er í lista yfir þá sem greiða hæstu gjöldin á landsbyggðinni. Sá sem greiðir mest kemur þó úr Vestmannaeyjum. Mikill munur er á efstu mönnum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Innlent 13.10.2005 14:28 Setti líkið í þyngdan poka Hákon Eydal, sem hefur játað að hafa banað fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður með þungu barefli á heimili sínu í Stórholti sunnudaginn fjórða júlí, er enn í einangrun. Hákon segist hafa komið líki Sri fyrir í stórum drapplituðum sænskum póstpoka úr næloni. Samkvæmt heimildum blaðsins þyngdi hann póstpokann áður en hann varpaði honum í sjóinn. Innlent 13.10.2005 14:28 Hefur synt þriðjung Breiðafjarðar Viktoría Áskelsdóttir, sem syndir nú fyrst manna yfir Breiðafjörðinn, kom til Flateyjar í fyrradag eftir að hafa synt 5,7 km þann daginn. Þá mun hún hafa þreytt um 21,7 km leið suður yfir fjörðinn frá Lambanesi við Brjánslæk. Innlent 13.10.2005 14:28 Góð afkoma hjá Burðarási Fjárfestingarfélagið Burðarás, móðurfélag Eimskipafélagsins hagnaðist um tæpa sjö milljarða á fyrri helmingi ársins sem er meiri hagnaður en nokkurt fyrirtæki hefur skilað á fyrri helmingi ársins. Innlent 13.10.2005 14:28 Besta veðrið fyrir norðan Ef fólk vill flýja vætu er Norðurland eini kosturinn segir Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur, veðurfréttamaður um veðurspána fyrir helgina. Innlent 13.10.2005 14:28 Almenn lækkun lyfja vænlegri Almenn lækkun á heildsöluverði er vænlegri kostur en reglugerð um viðmiðunarverð lyfja segir fulltrúi lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann segir lyfjaframleiðendur ánægða með samning um lækkun lyfjaverðs, sem undirritaður var í gær. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hafa Heilbrigðisráðuneytið Innlent 13.10.2005 14:28 Neistaflug og Innipúkar Búist er við fjölmenni á fjöskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupsstað um helgina. Þar er sól og hiti og í eftirmiðdag tók fólk að streyma á hátíðina, en boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Innlent 13.10.2005 14:28 Umferðastofa á vaktinni "Við erum í sambandi við lögreglu og Neyðarlínuna og viðum að okkur öllum upplýsingum sem ætla má að hafi aukið öryggi í för með sér og komum þeim á framfæri í umferðarútvarpinu," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 14:28 Jólin hjá bönkunum Afkoma bankanna afar góð og styrkur bankakerfisins hefur sjaldan verið meiri. Útrásin er farin að setja mark sitt á uppgjör bankanna og allir stefna þeir að vexti erlendis </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28 Lugu til um þjóðerni Búlgörskum hjónum með tvær dætur var synjað um hæli í fyrrakvöld. Fjölskyldan kom hingað til lands á fimmtudag með Norrænu frá Noregi og gáfu sig fram við lögregluna á Egilsstöðum þar sem þau sóttu um hæli. Innlent 13.10.2005 14:28 200 bíða eftir flugi Um 200 manns bíða eftir því að geta flogið til Vestmannaeyja, en ekkert hefur verið hægt að fljúga til Eyja frá því í gær, sökum veðurs. Herjólfur er þessa stundina að leggja af stað frá Þorlákshöfn með um 500 manns. Mikil umferð hefur verið til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 14:28 Flutt inn í ólympíuþorpið Fyrstu íþróttamennirnir fluttust inn í ólympíuþorpið í Aþenu í gær. Þar var á ferð sex manna ræðaralið Grikklands. Erlent 13.10.2005 14:28 Danir í Öryggisráðið Danir eru búnir að tryggja sér sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því er danska blaðið Information greinir frá. Nýtt Öryggisráð verður kosið á allsherjarþinginu í haust og hafa Danir þegar tryggt sér atkvæði 114 þjóða, og vantar 14 atkvæði upp á að tryggja sér sætið. Erlent 13.10.2005 14:28 Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslum yfir Hákoni Eydal, sem hefur játað að hafa banað Sri Rahmawati í byrjun þessa mánaðar, var framhaldið í dag. Deilur Hákonar og Sri um forræði yfir dóttur þeirra eru taldar meðal ástæðna fyrir morðinu. Innlent 13.10.2005 14:28 Bann andstætt EES-reglum Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Sérfræðingar telja ennfremur ólíklegt að bannið standist EES-reglur. Örlög bannsins ráðast væntanlega í dómsmálum innan tíðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28 Ekkert leitað að Sri í dag Björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem leita að líkinu af Sri Rhamawati, hafa frestað því fram á sunnudag eða mánudag, að setja út rekald við Kjalarnes. Þá verða sjávarföll með svipuðum hætti og daginn sem fyrrverandi sambýlismaður hennar varpaði líkinu í sjóinn. Ekkert verður leitað í dag vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 14:28 Átök um dóttur leiddu til morðs Heiftarleg deila Sri Rahmawati og Hákonar Eydal um forræði yfir fjögurra ára gamalli dóttur þeirra leiddi til hinna hörmulegu atburða í íbúð Hákonar við Stórholt í Reykjavík í byrjun mánaðarins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28 Lánveitingarnar gerðu illt verra Afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins af efnahagsþrengingunum í Argentínu gerðu illt verra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjóðsins. Erlent 13.10.2005 14:28 Árekstur í Keflavík Ökumaður slasaðist í hörðum árkestri tveggja bíla á mótum Iðavalla og Suðurvalla í Keflavík í gærkvöldi. Hann var fluttur á Heilbrigðsisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega meiddur. Bílarnir eru hinsvegar stór skemmdir og voru fluttir af vettvangi með kranabíl. Innlent 13.10.2005 14:28 Þjarkað um fríverslun í Genf Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28 Hagnaður Bakkavarar 570 milljónir Hagnaður Bakkavarar nam tæplega 570 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, en rúmlega 412 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 14:28 « ‹ ›
Árangurslausri leit brátt hætt Eitt hundrað og tuttugu björgunarsveitarmenn hafa tekið þátt í árangurslausri leit að magaveikum frönskum ferðahópi frá því um miðjan dag í gær. Leitin hófst eftir óljóst neyðarkall sem starfsmaður Ferðafélags Íslands tók á móti. Talið er líklegt að um gabb hafi verið að ræða en kostnaður við leitina hleypur á milljónum. Innlent 13.10.2005 14:28
Ein með öllu í góðu veðri Á Akureyri verður fjölskylduhátíðin "Ein með öllu" haldin um helgina. Þar var steikjandi hiti í dag og 2000 manns komnir á tjaldsvæðin. Hátíðin verður sett klukkan hálf níu í kvöld og skipulögð dagskrá verður víða um bæinn alla helgina. Innlent 13.10.2005 14:28
Mega halda kjarnorkuvopnunum Bandaríkjamenn hafa fullvissað Ísraela um að ekki verði hróflað við kjarnorkuvopnum þeirra þó reynt verði að koma í veg fyrir að önnur ríki í Miðausturlöndum komi sér upp slíkum vopnum. Þetta lásu menn úr orðum Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, á fundi Likudbandalagsins. Erlent 13.10.2005 14:28
Staða Kerrys sterk Baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum snýst í auknum mæli um að ná fótfestu í fjórum til fimm ríkjum sem talin eu ráða úrslitum um niðurstöðu kosninganna. Erlent 13.10.2005 14:28
Leitarsvæðið færðist vestur Leitarsvæði björgunarsveitamanna sem leita að hópi franskra ferðamanna, sem talið er að sé í nauðum á hálendinu frá því um hádegi í gær, færðist til vesturs, seint í gærkvöldi eftir að kortlagt hafði verið það svæði sem talið er að fjarskiptin hafi komið frá. Innlent 13.10.2005 14:28
Harðir bardagar í Fallujah Harðir bardagar geisuðu í gærkvöldi milli bandarískra hermanna og írakskra skæruliða í borginni Fallujah. Bandaríkjamenn segja átökin hafa blossað upp þegar skæruliðar réðust á bækistöð þeirra vopnaðir byssum og sprengjum. Erlent 13.10.2005 14:28
Hundar í jóga Vegfarendur í Lundúnum urðu heldur betur hissa þegar þeir gengu fram hunda í jógatímum. Tímarnir eru ætlaðir stressuðum hundum og var eigendum mikið í mun að gæludýrin fengju að slappa af og láta teygja á sér. Hundarnir sýndu reyndar margir hverjir öðrum hundum í garðinum meiri áhuga en jóganu en eigendurnir hafa þá hugsanlega getað slappað af í staðinn. Erlent 13.10.2005 14:28
Flogið til Eyja Þjár vélar flugu til Vestmannaeyjar um þrjú leytið í gær. Ekki hafði verið flogið til eyjarinnar frá miðvikudegi og biðu um 500 manns eftir flugi. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Flugfélags Íslands, segir allt flug hafi gengið að óskum nema til Vestmannaeyja. Innlent 13.10.2005 14:28
Þjóðverji í farbann Þýskur maður sem slasaðist í umferðarslysi á Krísuvíkurvegi á Laugardag fyrir viku síðan lést í fyrradag af sárum sínum. Ökumaður bílsins, sem grunaður er um ölvunarakstur, hefur verið úrskurðaður í farbann til 27. ágúst en hann er einnig Þjóðverji. Innlent 13.10.2005 14:28
Hæstu menn landsbyggðar Akureyringar eru atkvæðamiklir þegar rýnt er í lista yfir þá sem greiða hæstu gjöldin á landsbyggðinni. Sá sem greiðir mest kemur þó úr Vestmannaeyjum. Mikill munur er á efstu mönnum á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Innlent 13.10.2005 14:28
Setti líkið í þyngdan poka Hákon Eydal, sem hefur játað að hafa banað fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður með þungu barefli á heimili sínu í Stórholti sunnudaginn fjórða júlí, er enn í einangrun. Hákon segist hafa komið líki Sri fyrir í stórum drapplituðum sænskum póstpoka úr næloni. Samkvæmt heimildum blaðsins þyngdi hann póstpokann áður en hann varpaði honum í sjóinn. Innlent 13.10.2005 14:28
Hefur synt þriðjung Breiðafjarðar Viktoría Áskelsdóttir, sem syndir nú fyrst manna yfir Breiðafjörðinn, kom til Flateyjar í fyrradag eftir að hafa synt 5,7 km þann daginn. Þá mun hún hafa þreytt um 21,7 km leið suður yfir fjörðinn frá Lambanesi við Brjánslæk. Innlent 13.10.2005 14:28
Góð afkoma hjá Burðarási Fjárfestingarfélagið Burðarás, móðurfélag Eimskipafélagsins hagnaðist um tæpa sjö milljarða á fyrri helmingi ársins sem er meiri hagnaður en nokkurt fyrirtæki hefur skilað á fyrri helmingi ársins. Innlent 13.10.2005 14:28
Besta veðrið fyrir norðan Ef fólk vill flýja vætu er Norðurland eini kosturinn segir Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur, veðurfréttamaður um veðurspána fyrir helgina. Innlent 13.10.2005 14:28
Almenn lækkun lyfja vænlegri Almenn lækkun á heildsöluverði er vænlegri kostur en reglugerð um viðmiðunarverð lyfja segir fulltrúi lyfjahóps Félags íslenskra stórkaupmanna. Hann segir lyfjaframleiðendur ánægða með samning um lækkun lyfjaverðs, sem undirritaður var í gær. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær hafa Heilbrigðisráðuneytið Innlent 13.10.2005 14:28
Neistaflug og Innipúkar Búist er við fjölmenni á fjöskylduhátíðinni Neistaflugi í Neskaupsstað um helgina. Þar er sól og hiti og í eftirmiðdag tók fólk að streyma á hátíðina, en boðið verður upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Innlent 13.10.2005 14:28
Umferðastofa á vaktinni "Við erum í sambandi við lögreglu og Neyðarlínuna og viðum að okkur öllum upplýsingum sem ætla má að hafi aukið öryggi í för með sér og komum þeim á framfæri í umferðarútvarpinu," segir Sigurður Helgason hjá Umferðarstofu. Innlent 13.10.2005 14:28
Jólin hjá bönkunum Afkoma bankanna afar góð og styrkur bankakerfisins hefur sjaldan verið meiri. Útrásin er farin að setja mark sitt á uppgjör bankanna og allir stefna þeir að vexti erlendis </font /></b /> Viðskipti innlent 13.10.2005 14:28
Lugu til um þjóðerni Búlgörskum hjónum með tvær dætur var synjað um hæli í fyrrakvöld. Fjölskyldan kom hingað til lands á fimmtudag með Norrænu frá Noregi og gáfu sig fram við lögregluna á Egilsstöðum þar sem þau sóttu um hæli. Innlent 13.10.2005 14:28
200 bíða eftir flugi Um 200 manns bíða eftir því að geta flogið til Vestmannaeyja, en ekkert hefur verið hægt að fljúga til Eyja frá því í gær, sökum veðurs. Herjólfur er þessa stundina að leggja af stað frá Þorlákshöfn með um 500 manns. Mikil umferð hefur verið til Akureyrar. Innlent 13.10.2005 14:28
Flutt inn í ólympíuþorpið Fyrstu íþróttamennirnir fluttust inn í ólympíuþorpið í Aþenu í gær. Þar var á ferð sex manna ræðaralið Grikklands. Erlent 13.10.2005 14:28
Danir í Öryggisráðið Danir eru búnir að tryggja sér sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, að því er danska blaðið Information greinir frá. Nýtt Öryggisráð verður kosið á allsherjarþinginu í haust og hafa Danir þegar tryggt sér atkvæði 114 þjóða, og vantar 14 atkvæði upp á að tryggja sér sætið. Erlent 13.10.2005 14:28
Yfirheyrslur standa enn yfir Yfirheyrslum yfir Hákoni Eydal, sem hefur játað að hafa banað Sri Rahmawati í byrjun þessa mánaðar, var framhaldið í dag. Deilur Hákonar og Sri um forræði yfir dóttur þeirra eru taldar meðal ástæðna fyrir morðinu. Innlent 13.10.2005 14:28
Bann andstætt EES-reglum Rannsóknir benda til að bann við auglýsingum á áfengi hafi engin áhrif á neyslu. Sérfræðingar telja ennfremur ólíklegt að bannið standist EES-reglur. Örlög bannsins ráðast væntanlega í dómsmálum innan tíðar. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28
Ekkert leitað að Sri í dag Björgunarsveitarmenn á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, sem leita að líkinu af Sri Rhamawati, hafa frestað því fram á sunnudag eða mánudag, að setja út rekald við Kjalarnes. Þá verða sjávarföll með svipuðum hætti og daginn sem fyrrverandi sambýlismaður hennar varpaði líkinu í sjóinn. Ekkert verður leitað í dag vegna veðurs. Innlent 13.10.2005 14:28
Átök um dóttur leiddu til morðs Heiftarleg deila Sri Rahmawati og Hákonar Eydal um forræði yfir fjögurra ára gamalli dóttur þeirra leiddi til hinna hörmulegu atburða í íbúð Hákonar við Stórholt í Reykjavík í byrjun mánaðarins. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28
Lánveitingarnar gerðu illt verra Afskipti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins af efnahagsþrengingunum í Argentínu gerðu illt verra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sjóðsins. Erlent 13.10.2005 14:28
Árekstur í Keflavík Ökumaður slasaðist í hörðum árkestri tveggja bíla á mótum Iðavalla og Suðurvalla í Keflavík í gærkvöldi. Hann var fluttur á Heilbrigðsisstofnun Suðurnesja en reyndist ekki alvarlega meiddur. Bílarnir eru hinsvegar stór skemmdir og voru fluttir af vettvangi með kranabíl. Innlent 13.10.2005 14:28
Þjarkað um fríverslun í Genf Hörð samningalota um fríverslun stendur nú yfir í Genf. Fátæku löndin og ríku löndin gæta ólíkra hagsmuna. Landbúnaðarmálin eru viðkvæmust eins og venjulega. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 14:28
Hagnaður Bakkavarar 570 milljónir Hagnaður Bakkavarar nam tæplega 570 milljónum króna fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins, en rúmlega 412 milljónum króna eftir skatta. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri fyrirtækisins sem birt var í dag. Innlent 13.10.2005 14:28