Fréttir Framsókn aldrei lægri hjá Gallup Framsóknarflokkurinn mælist með tíu prósenta fylgi í könnun Gallups. Fylgið er minna en flokkurinn hefur áður mælst með hjá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 18:50 Bin Laden og Zarqawi í samstarf? Hópur sem segist á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í Hilla í Írak gær, þar sem minnst 120 létust. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hafi hvatt Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, til að skipuleggja árásir á Bandaríkin. Erlent 13.10.2005 18:50 Frönsk blaðakona kallar á hjálp Íraskir mannræningjar sem rændu frönsku blaðakonunni Florence Aubenas fyrir tæpum tveimur mánuðum í Bagdad sendu fjölmiðlum myndbandsupptöku af henni í dag. Erlent 13.10.2005 18:50 Verðbólga hærri en hjá EES-ríkjum Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum EES var 115,9 stig í janúar síðastliðnum og lækkaði um 0,5% frá desember, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 129,5 stig og lækkaði hún um 0,4% frá fyrra mánuði. Frá janúar 2004 til janúar 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES en 2,7% á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:50 Réttarhöldin yfir Jackson hafin Réttarhöldin yfir Michael Jackson hófust í gær vegna ákæru um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jackson kom í dómhúsið með móður sinni og bróður. Við upphaf réttarhaldanna sagði verjandi hans hann fórnarlamb peningagráðugra svikahrappa en saksóknari sagði hann grófan barnaníðing. Búist er við að réttarhöldin taki marga mánuði. Erlent 13.10.2005 18:50 Enn er mótmælt í Beirút Hundruð manna héldu áfram mótmælum í Beirút í gær, degi eftir að Omar Karami forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Mannfjöldinn krafðist þess að þeir 15.000 sýrlensku hermenn sem enn eru í landinu hefðu sig þaðan á brott og að Sýrlendingar hættu afskiptum af innanríkismálum Líbanons. Erlent 13.10.2005 18:50 Áform um samkeppni brugðust Áform ríkisins um að koma á samkeppni á samheitalyfjamarkaði hafa brugðist. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslunefndar og fyrrverandi ráðherra, sér ekkert athugavert við að ríkið komi aftur að lyfjaverslun til að lækka verðið. Þá undrast hann að einstaklingar, félög og fyrirtæki sjái sér ekki hag í því að flytja sjálf inn samheitalyf. Innlent 13.10.2005 18:50 Reknir samstundis Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nokkrir svokallaðir harkarar, sem aka leigubílum í umboði eigendanna, verið látnir taka pokann sinn nýlega eftir að upp komst að þeir keyrðu farþega visvitandi á röngum taxta. Framkvæmdastjórar beggja stóru leigubílastöðvanna vilja lítið tjá sig um málið. Innlent 13.10.2005 18:50 Enginn með minna enn 200 þúsund Í maí á næsta ári verður enginn félagsmaður innan BHM með lægri laun en 200 þúsund krónur. Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær. Innlent 13.10.2005 18:50 Tveir Ísraelar særðust í skotárás Tveir Ísraelsmenn eru alvarlega slasaðir eftir skotárás palestínskra uppreisnarmanna vestur af Jerúsalem í gærkvöldi. Fyrr í gær fundu ísraelskir hermenn bíl fullan af sprengiefni nærri Vesturbakkanum. Að sögn hernaðaryfirvalda í Ísrael var bílinn á vegum sömu aðila og stóðu á bak við tilræðið í Tel Aviv á föstudaginn. Erlent 13.10.2005 18:50 Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50 Al-Qaida hópur segist ábyrgur Hópur sem segist vera á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á morðtilræðinu í Hilla í gær, sem varð að minnsta kosti 120 manns að bana. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns slösuðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Erlent 13.10.2005 18:50 Vildu láta reyna á meirihluta Sjálfstæðismenn báru fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að viljayfirlýsing borgarstjórnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun yrði borin undir atkvæði. Komið hefði fram andstaða hjá vinstri - grænum sem skapaði óvissu um hvort meirihluti væri fyrir málinu. Borgarstjóri segir það af og frá. Innlent 13.10.2005 18:50 Sjávarútvegsháskóla komið á fót Nýr norrænn sjávarútvegsháskóli var stofnaður með viðhöfn í Kaupmannahöfn í gær. Öll norrænu ríkin fulltrúa í stjórn skólans en formaður stjórnar er dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Skólinn verður hins vegar ekki á einum stað heldur geta þeir sem vilja skipuleggja og halda námskeið sótt um styrki til að greiða kostnað við framkvæmd ásamt ferðakostnaði og uppihaldi nemenda. Innlent 13.10.2005 18:50 Segist ánægð með aðgerðir Sólveig Arnarsdóttir, einn leikaranna þriggja sem sagt var upp í Þjóðleikhúsinu, segist ánægð með aðgerðir Þjóðleikhússtjóra. Sólveig fer á árssamning í haust. Innlent 13.10.2005 18:50 Vill draga úr niðurrifi húsa Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýjum starfshópi verði komið á fót til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoðunarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heilmildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg sem ætlunin sé að veita. Innlent 13.10.2005 18:50 Flýti afgreiðslu háskólafrumvarps Stúdentafélög Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skora á þingmenn að flýta afgreiðslu frumvarps um niðurfellingu laga um Tækniháskóla Íslands, sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Félögin segja frumvarpið forsendu þess að hægt verði að sameina skólana og frestun sameiningar skapi óþolandi óvissu um framtíð 2500 nemenda í skólunum tveimur. Innlent 13.10.2005 18:50 Banatilræði við forsætisráðherrann Reynt var að ráða Alexander Ankvab, forsætisráðherra Abkhasíu, af dögum í fyrrakvöld, einungis tíu dögum eftir að hann tók við embætti. Erlent 13.10.2005 18:50 Páfi farinn að tala aftur Jóhannes Páll páfi annar er farinn að tala aftur, er vel með á nótunum og er farinn að stýra kaþólsku kirkjunni á ný. Ratzinger kardináli, náinn samstarfsmaður páfa, lýsti þessu yfir við blaðamenn sem biðu frétta af páfa í anddyri Gemelli-sjúkrahússins í Róm í dag. Fréttirnar koma mjög á óvart þar sem læknar höfðu sagt að jafnvel gætu liðið vikur þar til páfi mætti mæla á ný. Erlent 13.10.2005 18:50 Sjúkraþjálfarar sömdu í gær Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara samdi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Nýr samningurinn gildir til 31. mars 2008, en hann er á svipuðum nótum og samningur sem ríkið hefur gert við sérfræðilækna. Innlent 13.10.2005 18:50 Ríkið og BHM undirrita samning Nýr kjarasamningur ríkisins og 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðinum til 30. apríl árið 2008 og eru áfangahækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Innlent 13.10.2005 18:50 Saddam í búri í réttarhöldum Saddam Hussein verður látinn sitja í búri á meðan réttað verður yfir honum að sögn æsifréttablaðsins <em>Sun</em>. Í blaðinu í gær birtust myndir af réttarsalnum eins og hann á að líta út þegar réttað verður yfir Saddam. Erlent 13.10.2005 18:50 Baugur íhugar formlegt boð Baugur íhugar nú að bjóða á nýjan leik í verslanakeðjuna Somerfield og að þessu sinni með formlegum hætti. Frá þessu greindu breskir fjölmiðlar í gærkvöldi. Haft er eftir forsvarsmönum Baugs að félagið sé að endurmeta stöðuna varðandi Somerfield og hugsanlegt sé að tilboð verði lagt fram fljótlega. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:50 Aftökur barna bannaðar Aftökur barna yngri en átján ára eru ekki lengur heimilar í Bandaríkjunum, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar þar í landi í dag, sem taldi þær brjóta gegn stjórnarskrá. Rétturinn klofnaði í afstöðu sinni. Nítján ríki Bandaríkjanna heimila dauðadóm yfir börnum og um 70 fangar bíða aftöku í Bandaríkjunum fyrir afbrot sem þeir frömdu sextán og sautján ára. Erlent 13.10.2005 18:50 Lægstu laun verða 200 þúsund Frá og með 1. maí næstkomandi hækka lægstu laun aðildarfélaga Bandalags háskólamanna upp í 200 þúsund krónur samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerður hefur verið við ríkið. 24 af 25 aðildarfélögum BHM sömdu við ríkið en Félag náttúrufræðinga taldi undirbúningstímann of skamman. Innlent 13.10.2005 18:50 Getum verið lukkuleg Kjarasamningur ríkisins við aðildarfélög BHM gefur félagsmönnum einstakra félaga að minnsta kosti 13 prósenta launahækkun á rúmlega þriggja ára samningstíma. Formaður BHM er sáttur.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Segir Saddam einangraðan Einn af lögmönnum Saddams Husseins sakar Bandaríkjamenn um að halda forsetanum fyrrverandi einangruðum og segir þá neita honum um að hitta lögmenn sína og skyldmenni. Lögmaðurinn, Ziad al-Khasawneh, segir að Saddam hafi ekki verið leyft að hitta lögmenn sína síðan í desember á síðasta ári og þá sé honum haldið í litlum klefa þar sem hann hafi fái ekki að fylgjast með fréttum. Erlent 13.10.2005 18:50 Segir samning varnarsigur Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara gerði nýjan kjarasamning við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara segir samninginn varnarsigur. Innlent 13.10.2005 18:50 Kúrdi líklega forseti Íraks Næsti forseti Íraks kemur líklega úr röðum Kúrda. Yfirgnæfandi líkur eru á að Ibrahim al- Jaafari, leiðtogi sjíta, verði næsti forsætisráðherra landsins en að sama skapi telja sérfræðingar nú nær öruggt að Kúrdinn Jalal Talabani verði kjörinn forseti landsins. Erlent 13.10.2005 18:50 Franskur gísl á myndbandi Frönsk blaðakona, sem rænt var fyrir sjö vikum í Írak, birtist í dag á myndbandi sem uppreisnarmenn í landinu sendu frá sér. Þar bað hún um hjálp og sagðist illa á sig komin líkamlega og andlega. Florence Aubenas vinnur fyrir franska blaðið <em>Liberation</em> og er talið að henni hafi verið rænt úr bíl nærri hóteli í miðborg Bagdad ásamt ökumanni sínum. Erlent 13.10.2005 18:50 « ‹ ›
Framsókn aldrei lægri hjá Gallup Framsóknarflokkurinn mælist með tíu prósenta fylgi í könnun Gallups. Fylgið er minna en flokkurinn hefur áður mælst með hjá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 18:50
Bin Laden og Zarqawi í samstarf? Hópur sem segist á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni í Hilla í Írak gær, þar sem minnst 120 létust. Hryðjuverkasérfræðingur segir að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida, hafi hvatt Abu Musab al-Zarqawi, leiðtoga uppreisnarmanna í Írak, til að skipuleggja árásir á Bandaríkin. Erlent 13.10.2005 18:50
Frönsk blaðakona kallar á hjálp Íraskir mannræningjar sem rændu frönsku blaðakonunni Florence Aubenas fyrir tæpum tveimur mánuðum í Bagdad sendu fjölmiðlum myndbandsupptöku af henni í dag. Erlent 13.10.2005 18:50
Verðbólga hærri en hjá EES-ríkjum Samræmd vísitala neysluverðs í ríkjum EES var 115,9 stig í janúar síðastliðnum og lækkaði um 0,5% frá desember, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 129,5 stig og lækkaði hún um 0,4% frá fyrra mánuði. Frá janúar 2004 til janúar 2005 var verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, 2,0% að meðaltali í ríkjum EES en 2,7% á Íslandi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:50
Réttarhöldin yfir Jackson hafin Réttarhöldin yfir Michael Jackson hófust í gær vegna ákæru um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jackson kom í dómhúsið með móður sinni og bróður. Við upphaf réttarhaldanna sagði verjandi hans hann fórnarlamb peningagráðugra svikahrappa en saksóknari sagði hann grófan barnaníðing. Búist er við að réttarhöldin taki marga mánuði. Erlent 13.10.2005 18:50
Enn er mótmælt í Beirút Hundruð manna héldu áfram mótmælum í Beirút í gær, degi eftir að Omar Karami forsætisráðherra baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Mannfjöldinn krafðist þess að þeir 15.000 sýrlensku hermenn sem enn eru í landinu hefðu sig þaðan á brott og að Sýrlendingar hættu afskiptum af innanríkismálum Líbanons. Erlent 13.10.2005 18:50
Áform um samkeppni brugðust Áform ríkisins um að koma á samkeppni á samheitalyfjamarkaði hafa brugðist. Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslunefndar og fyrrverandi ráðherra, sér ekkert athugavert við að ríkið komi aftur að lyfjaverslun til að lækka verðið. Þá undrast hann að einstaklingar, félög og fyrirtæki sjái sér ekki hag í því að flytja sjálf inn samheitalyf. Innlent 13.10.2005 18:50
Reknir samstundis Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa nokkrir svokallaðir harkarar, sem aka leigubílum í umboði eigendanna, verið látnir taka pokann sinn nýlega eftir að upp komst að þeir keyrðu farþega visvitandi á röngum taxta. Framkvæmdastjórar beggja stóru leigubílastöðvanna vilja lítið tjá sig um málið. Innlent 13.10.2005 18:50
Enginn með minna enn 200 þúsund Í maí á næsta ári verður enginn félagsmaður innan BHM með lægri laun en 200 þúsund krónur. Nýr kjarasamningur var undirritaður í gær. Innlent 13.10.2005 18:50
Tveir Ísraelar særðust í skotárás Tveir Ísraelsmenn eru alvarlega slasaðir eftir skotárás palestínskra uppreisnarmanna vestur af Jerúsalem í gærkvöldi. Fyrr í gær fundu ísraelskir hermenn bíl fullan af sprengiefni nærri Vesturbakkanum. Að sögn hernaðaryfirvalda í Ísrael var bílinn á vegum sömu aðila og stóðu á bak við tilræðið í Tel Aviv á föstudaginn. Erlent 13.10.2005 18:50
Mánaðarfangelsi fyrir manndráp Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tæplega tvítugan mann í 30 daga fangelsi fyrir manndráp af gáleysi, en hann bakkaði bifreið sinni á tæplega níræða konu í fyrra með þeim afleiðingum að hún lést. Innlent 13.10.2005 18:50
Al-Qaida hópur segist ábyrgur Hópur sem segist vera á vegum al-Qaida í Írak hefur lýst yfir ábyrgð á morðtilræðinu í Hilla í gær, sem varð að minnsta kosti 120 manns að bana. Yfirlýsing, þar sem segir að árásin hafi verið gerð í nafni Allah, birtist á íslamskri vefsíðu í gær. Meira en 130 manns slösuðust í árásinni og mörgum þeirra er ekki hugað líf. Erlent 13.10.2005 18:50
Vildu láta reyna á meirihluta Sjálfstæðismenn báru fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að viljayfirlýsing borgarstjórnar og ríkisstjórnarinnar um sölu á hlut Reykjavíkur og Akureyrar í Landsvirkjun yrði borin undir atkvæði. Komið hefði fram andstaða hjá vinstri - grænum sem skapaði óvissu um hvort meirihluti væri fyrir málinu. Borgarstjóri segir það af og frá. Innlent 13.10.2005 18:50
Sjávarútvegsháskóla komið á fót Nýr norrænn sjávarútvegsháskóli var stofnaður með viðhöfn í Kaupmannahöfn í gær. Öll norrænu ríkin fulltrúa í stjórn skólans en formaður stjórnar er dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Skólinn verður hins vegar ekki á einum stað heldur geta þeir sem vilja skipuleggja og halda námskeið sótt um styrki til að greiða kostnað við framkvæmd ásamt ferðakostnaði og uppihaldi nemenda. Innlent 13.10.2005 18:50
Segist ánægð með aðgerðir Sólveig Arnarsdóttir, einn leikaranna þriggja sem sagt var upp í Þjóðleikhúsinu, segist ánægð með aðgerðir Þjóðleikhússtjóra. Sólveig fer á árssamning í haust. Innlent 13.10.2005 18:50
Vill draga úr niðurrifi húsa Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, ætlar að leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að nýjum starfshópi verði komið á fót til að endurskoða deiliskipulag við Laugaveg. Markmið endurskoðunarinnar verði að draga úr þeim víðtæku heilmildum til niðurrifs gamalla húsa við Laugaveg sem ætlunin sé að veita. Innlent 13.10.2005 18:50
Flýti afgreiðslu háskólafrumvarps Stúdentafélög Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík skora á þingmenn að flýta afgreiðslu frumvarps um niðurfellingu laga um Tækniháskóla Íslands, sem verið hefur til umræðu á Alþingi. Félögin segja frumvarpið forsendu þess að hægt verði að sameina skólana og frestun sameiningar skapi óþolandi óvissu um framtíð 2500 nemenda í skólunum tveimur. Innlent 13.10.2005 18:50
Banatilræði við forsætisráðherrann Reynt var að ráða Alexander Ankvab, forsætisráðherra Abkhasíu, af dögum í fyrrakvöld, einungis tíu dögum eftir að hann tók við embætti. Erlent 13.10.2005 18:50
Páfi farinn að tala aftur Jóhannes Páll páfi annar er farinn að tala aftur, er vel með á nótunum og er farinn að stýra kaþólsku kirkjunni á ný. Ratzinger kardináli, náinn samstarfsmaður páfa, lýsti þessu yfir við blaðamenn sem biðu frétta af páfa í anddyri Gemelli-sjúkrahússins í Róm í dag. Fréttirnar koma mjög á óvart þar sem læknar höfðu sagt að jafnvel gætu liðið vikur þar til páfi mætti mæla á ný. Erlent 13.10.2005 18:50
Sjúkraþjálfarar sömdu í gær Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara samdi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Nýr samningurinn gildir til 31. mars 2008, en hann er á svipuðum nótum og samningur sem ríkið hefur gert við sérfræðilækna. Innlent 13.10.2005 18:50
Ríkið og BHM undirrita samning Nýr kjarasamningur ríkisins og 24 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna var undirritaður í húsakynnum ríkissáttasemjara á tólfta tímanum í gærkvöldi. Samningurinn gildir frá 1. febrúar síðastliðinum til 30. apríl árið 2008 og eru áfangahækkanir þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði. Innlent 13.10.2005 18:50
Saddam í búri í réttarhöldum Saddam Hussein verður látinn sitja í búri á meðan réttað verður yfir honum að sögn æsifréttablaðsins <em>Sun</em>. Í blaðinu í gær birtust myndir af réttarsalnum eins og hann á að líta út þegar réttað verður yfir Saddam. Erlent 13.10.2005 18:50
Baugur íhugar formlegt boð Baugur íhugar nú að bjóða á nýjan leik í verslanakeðjuna Somerfield og að þessu sinni með formlegum hætti. Frá þessu greindu breskir fjölmiðlar í gærkvöldi. Haft er eftir forsvarsmönum Baugs að félagið sé að endurmeta stöðuna varðandi Somerfield og hugsanlegt sé að tilboð verði lagt fram fljótlega. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:50
Aftökur barna bannaðar Aftökur barna yngri en átján ára eru ekki lengur heimilar í Bandaríkjunum, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar þar í landi í dag, sem taldi þær brjóta gegn stjórnarskrá. Rétturinn klofnaði í afstöðu sinni. Nítján ríki Bandaríkjanna heimila dauðadóm yfir börnum og um 70 fangar bíða aftöku í Bandaríkjunum fyrir afbrot sem þeir frömdu sextán og sautján ára. Erlent 13.10.2005 18:50
Lægstu laun verða 200 þúsund Frá og með 1. maí næstkomandi hækka lægstu laun aðildarfélaga Bandalags háskólamanna upp í 200 þúsund krónur samkvæmt nýjum kjarasamningi sem gerður hefur verið við ríkið. 24 af 25 aðildarfélögum BHM sömdu við ríkið en Félag náttúrufræðinga taldi undirbúningstímann of skamman. Innlent 13.10.2005 18:50
Getum verið lukkuleg Kjarasamningur ríkisins við aðildarfélög BHM gefur félagsmönnum einstakra félaga að minnsta kosti 13 prósenta launahækkun á rúmlega þriggja ára samningstíma. Formaður BHM er sáttur.</font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Segir Saddam einangraðan Einn af lögmönnum Saddams Husseins sakar Bandaríkjamenn um að halda forsetanum fyrrverandi einangruðum og segir þá neita honum um að hitta lögmenn sína og skyldmenni. Lögmaðurinn, Ziad al-Khasawneh, segir að Saddam hafi ekki verið leyft að hitta lögmenn sína síðan í desember á síðasta ári og þá sé honum haldið í litlum klefa þar sem hann hafi fái ekki að fylgjast með fréttum. Erlent 13.10.2005 18:50
Segir samning varnarsigur Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara gerði nýjan kjarasamning við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið á tíunda tímanum í gærkvöldi, en eldri kjarasamningur félagsins rann út á miðnætti. Formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara segir samninginn varnarsigur. Innlent 13.10.2005 18:50
Kúrdi líklega forseti Íraks Næsti forseti Íraks kemur líklega úr röðum Kúrda. Yfirgnæfandi líkur eru á að Ibrahim al- Jaafari, leiðtogi sjíta, verði næsti forsætisráðherra landsins en að sama skapi telja sérfræðingar nú nær öruggt að Kúrdinn Jalal Talabani verði kjörinn forseti landsins. Erlent 13.10.2005 18:50
Franskur gísl á myndbandi Frönsk blaðakona, sem rænt var fyrir sjö vikum í Írak, birtist í dag á myndbandi sem uppreisnarmenn í landinu sendu frá sér. Þar bað hún um hjálp og sagðist illa á sig komin líkamlega og andlega. Florence Aubenas vinnur fyrir franska blaðið <em>Liberation</em> og er talið að henni hafi verið rænt úr bíl nærri hóteli í miðborg Bagdad ásamt ökumanni sínum. Erlent 13.10.2005 18:50