Innlent

Segist ánægð með aðgerðir

MYND/Pjtu
Sólveig Arnarsdóttir, einn leikaranna þriggja sem sagt var upp í Þjóðleikhúsinu, segist ánægð með aðgerðir Þjóðleikhússtjóra. Sólveig fer á árssamning í haust. Samningum þriggja fastráðinna leikara var sagt upp hjá Þjóðleikhúsinu í gær og sjö kusu að segja sínum samningum upp sjálfir. Sólveig Arnarsdóttir er ein leikaranna þriggja. Hún segist mjög lukkuleg með aðgerðirnar. Hún telji að það hafi verið ráðlegt að stokka upp í samningamálum leikara við leikhúsið og það fyrirkomulag þjóðleikhússtjóra að vera með 23 leikara á ótímabundinni ráðningu og 10 á ársamningum telji hún afskaplega gott og komi til með að gagnast leikhúsinu mjög vel. En er virkilega hægt að vera lukkulegur með að vera sagt upp? Sólveig játar því og segist fara aftur inn á árssamning frá og með 1. spetember. Henni finnist fylgja því ákveðið frelsi bæði fyrir hana og leikhúsið. Sólveig segist ekki vita hverjir hinir leikararnir séu sem sagt var upp. Síðasta helgi hafi verið einkennileg þar sem fólk hafi ekki vitað hvaðan á það stóð veðrið en mál hafi skýrst á mánudeginum. Hún hafi ekki heyrt annað en að leikarar séu tiltölulega sáttir við aðgerðirnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×