Erlent

Tveir Ísraelar særðust í skotárás

Tveir Ísraelsmenn eru alvarlega slasaðir eftir skotárás palestínskra uppreisnarmanna vestur af Jerúsalem í gærkvöldi. Fyrr í gær fundu ísraelskir hermenn bíl fullan af sprengiefni nærri Vesturbakkanum. Að sögn hernaðaryfirvalda í Ísrael var bílinn á vegum sömu aðila og stóðu á bak við tilræðið í Tel Aviv á föstudaginn. Mjög hefur dregið úr árásum af þessu tagi undanfarið en margir óttast að þróunin undanfarna daga kunni að reynast bakslag í friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Í dag hittast leiðtogar 23 landa á ráðstefnu í Lundúnum til þess að sýna stuðning sinn við sjálfstætt ríki Palestínu. Þar verða meðal annars Tony Blair, Condoleezza Rice, Mahmoud Abbas og Kofi Annan. Að sögn Blair verður enginn fulltrúi Ísraels viðstaddur en hann segir að þeir muni fygjast náið með framvindu mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×