Erlent

Páfi farinn að tala aftur

Jóhannes Páll páfi annar er farinn að tala aftur, er vel með á nótunum og er farinn að stýra kaþólsku kirkjunni á ný. Ratzinger kardináli, náinn samstarfsmaður páfa, lýsti þessu yfir við blaðamenn sem biðu frétta af páfa í anddyri Gemelli-sjúkrahússins í Róm í dag. Fréttirnar koma mjög á óvart þar sem læknar höfðu sagt að jafnvel gætu liðið vikur þar til páfi mætti mæla á ný.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×