Fréttir

Fréttamynd

Konur og börn hálshöggvin

Lík 41 Íraka hefur fundist síðastliðna tvo daga og er greinilegt að fólkið hefur verið tekið af lífi. Meðal hinna látnu eru bæði konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Reglugerð um spilakassa gefin út

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Takmörkuð vitneskja um vopnaþróun

Upplýsingar Bandaríkjamanna um vopnaþróun Írana eru mjög takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim neinar haldbærar ályktanir. Bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að þetta komi fram í skýrslu nefndar sem verður kynnt Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þorsteinn að hætta

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Asni handtekinn

Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekkert um morð í Qaim

Yfirvöld í Írak kunna engar skýringar á líkum af nítján mönnum sem fundust skotnir til bana í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Fólkið, átján karlmenn og ein kona, var allt klætt í borgaraleg föt og fannst á akri skammt fyrir utan bæinn. Svo virðist sem það hafi verið myrt fyrir allt að viku.

Erlent
Fréttamynd

Haldið í ellefu til tólf tíma

Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Blóðstrimlar í opinn reikning

Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Margir vilja skipuleggja miðbæinn

Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það.

Innlent
Fréttamynd

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um haglabyssur

Saga Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík er um margt sérstök. Sjötugur tók hann að smíða haglabyssur sem þykja hagleikssmíð og ágætar til veiða. Byssurnar, sem hann nefndi Drífur vegna langdrægni, urðu alls 120. Nú stofna áhugamenn um Drífurnar sérstakt félag; Drífuvinafélagið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa verið tekin af lífi

Nítján manns, þar á meðal ein kona, fundust látnir í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur það eftir lækni á sjúkrahúsi í bænum að fólkið hafi verið skotið í höfuðið. Meðal hinna látnu er einn lögreglumaður. Talið er að skæruliðar beri á byrgð á verknaðinum í Qaim sem er skammt frá landamærum Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Átak gegn undirboðum

ASÍ undirbýr átak gegn innflutningi ólöglegs vinnuafls og undirboðum á vinnumarkaði. Sérstakur hópur á að hefja störf opinberlega í apríl.

Innlent
Fréttamynd

Skoða mál Landhelgisgæslunnar

Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Kaskó og Nettó gefa mjólk

Verðstríðið á matvörumarkaði náði nýjum hæðum í dag þegar Kaskó og Nettó auglýstu að þau hygðust gefa mjólk í eins lítra fernum. Í tilkynningu frá verslununum kemur fram að Kaskó og Nettó taki ekki þátt í þeirri blekkingu að bjóða vörur fyrir aura sem séu ekki lengur til sem íslenskur gjaldmiðill. Eina löglega leiðin til að bjóða mjólk á lægra verði en eina krónu sé að gefa hana.

Innlent
Fréttamynd

Uppnám í flokki Haiders

Frelsisflokkur Jörgs Haider í Austurríki er í uppnámi eftir mikinn kosningaósigur í héraðskosningum í Neðra-Austurríki um helgina. Á þriðjudag boðaði Haider endurstofnun flokksins. Áður ákvað flokksstjórnin að gera fimm áberandi fulltrúa yst á hægri væng flokksins brottræka úr honum.

Erlent
Fréttamynd

Halda áfram baráttunni

Tsjetsjenskir uppreisnarmenn segja að morðið á leiðtoga þeirra, Aslan Maskhadov, muni engin áhrif hafa á aðskilnaðarbaráttuna og vopnaða uppreisn þeirra gegn rússneskum yfirvöldum í Tsjetsjeníu. Maskhadov, sem var hófsamastur tsjetsjenskra uppreisnarmanna, var ráðinn af dögum í gær af rússneskum hermönnum.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla ofbeldi lögreglu

Flestir þeirra 1400 lögfræðinga sem starfa í Túnis fóru í verkfall í dag til að mótmæla ofbeldi lögreglumanna. Málið snýst ekki um að lögreglan beiti skjólstæðinga þeirra ofbeldi heldur lögfræðingana sjálfa.

Erlent
Fréttamynd

Lofar skjótri og nákvæmri rannsókn

George Bush Bandaríkjaforseti hefur lofað skjótri og nákvæmri rannsókn á skotárásinni þar sem ítalski leyniþjónustumaðurinn Nicola Calipari lést og blaðakonan Giuliana Sgrena særðist, en Calipari hafði skömmu áður fengið Sgrena lausa úr höndum mannræningja í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Haradinaj fluttur til Haag

Ramush Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, hélt til Haag í Hollandi í dag með þýskri herflugvél. Hann hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í stríðinu í Kosovo á árunum 1998-1999 og mun stríðsglæpadómstóllinn í Haag rétta yfir honum eins fljótt og auðið er. Haradinaj sagði af sér um leið og ákæra á hendur honum var lögð fram.

Erlent
Fréttamynd

Prófar nýtt lyf gegn æðakölkun

Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu klínískar lyfjaprófanir af fyrsta fasa á DG041, nýju lyfi sem fyrirtækið hefur þróað gegn æðakölkun í útlimum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Mikill skortur er á lyfjameðferð gegn þessum æðasjúkdómi sem hrjáir yfir 20% fólks yfir sjötugu á Vesturlöndum.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti vill reykingabann

Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að allir veitinga- og skemmtistaðir á Íslandi verði reyklausir, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð.

Innlent
Fréttamynd

Í alla staði gagnlegur

"Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla skerðingu á veikindalaunum

Starfsmenn almenningssamgangna á Ítalíu mættu ekki til vinnu í dag, en með því voru þeir að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á greiðslum í veikindafrí. Ferðir strætisvagna, sporvagna og neðanjarðarlesta hafa legið niðri mestan hluta dags í mörgum borgum á Ítalíu og hafa orðið miklar umferðartafir í miðbæjum margra borga þar sem bílaumferð er mun meiri en venjulega.

Erlent
Fréttamynd

Létust af völdum eitraðs ávaxtar

Að minnsta kosti 27 börn á Filippseyjum létust úr matareitrun í morgun og önnur eitt hundrað liggja fárveik á sjúkrahúsi. Börnin urðu veik eftir að hafa borðað djúpsteiktan hitabeltisávöxt sem líkist ananas og kallast cassava í skólanum. Rætur þessarar plöntu eru auðugar af prótínum og vítamínum en geta verið eitraðar ef þær eru ekki matreiddar á réttan hátt eða ef þær eru borðaðar hráar.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst ekki segja af sér

Carlos Mesa, forseti Bólivíu, er hættur við að segja af sér. Á mánudaginn bárust fréttir af því að hann ætlaði að segja starfi sínu lausu í lok vikunnar en eftir hvatningu frá þingmönnum ákvað hann að endurskoða hug sinn. Enn ríkir þó mikil óánægja meðal almennings sem hefur mótmælt stefnu forsetans á götum úti undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Verði að fá ríkisborgararétt

Íslenskt vegabréf dugar ekki til að leysa Bobby Fischer úr haldi japanskra stjórnvalda samkvæmt óformlegu svari sem barst lögmönnum hans í dag. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, segir að nú verði íslensk stjórnvöld að bregðast við og veita Fischer fullan ríkisborgararétt.

Erlent