Fréttir

Fréttamynd

Fjórir látnir í fangauppreisn

Að minnsta kosti fjórir hafa fallið í valinn eftir að fangar í Manilla á Filippseyjum rændu byssum af fangavörðum í nótt og gerðu tilraun til þess að flýja. Lögregla hefur umkringt fangelsið, þar sem 130 al-Qaida liðar hafa meðal annarra verið í haldi. Fangarnir hafa lagt undir sig eina hæð fangelsisins en ekki er ljóst hvort þeir hafa gísla í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Fundaði með norrænum starfsbræðum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur streyma í blikkið

Nemendum fjölgar í iðn- og tæknigreinum. Líka í málmiðnaði. Svo hefur þó ekki verið síðustu ár. Þetta fólk á eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir útlendingum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hermenn í Súdan sagðir veiða fíla

Veiðiþjófar í súdanska hernum hafa drepið þúsundir fíla og selt fílabeinin til Kína þar sem úr því eru gerðir matprjónar. Haft er eftir umhverfisverndarsinnanum Esmond Martin að vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan sé erfitt að meta hversu margir fílar hafi verið drepnir en fílum á svæðinu hefur fækkað úr um 133 þúsundum árið 1976 í um 40 þúsund 1992.

Erlent
Fréttamynd

Skaut tveggja ára bróður sinn

Tveggja ára bandarískur drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að fjögurra ára bróðir hans skaut á hann úr byssu móður þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Engin merki um stökkbreytta veiru

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út.

Erlent
Fréttamynd

Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð

Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Tíu tíma bið á Kastrup

Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn færist enn nær

Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Hafís hefur rekið inn á Trékyllisvík og út af Sauðanesvita má sjá smájaka í allt að 10 kílómetra fjarlægð en skyggni þar er ekki gott vegna éljagangs.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vill breyta samningi

"Ég mun skoða í vikunni hvort hægt sé að endurskoða eða breyta þessum samningi sem Ríkiskaup hafa gert vegna varðskipanna," segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Sjö myrtir í messu

Sjö manns voru skotnir til bana og fleiri særðust í skotárás í messu á hótelinu Sheraton í Wisconsin á laugardaginn. Eftir að hafa skotið á kirkjugesti tók árásarmaðurinn eigið líf.

Erlent
Fréttamynd

Þurfti að sauma skurð í andliti

Flytja þurfti mann undir læknishendur eftir ryskingar á milli hans og annars manns á veitingastaðnum Kaffi-horninu á Höfn í Hornafirði um klukkan þrjú í nótt. Áverkar mannsins reyndust ekki vera alvarlegir en sauma þurfti skurð í andliti hans.

Innlent
Fréttamynd

Páfinn útskrifaður

Jóhannes Páll páfi II sneri í gær aftur til Vatíkansins eftir rúmlega tveggja vikna sjúkrahúslegu. Páfi, sem var barkaþræddur á dögunum, er á góðum batavegi og ávarpaði í gær pílagríma í fyrsta sinn eftir aðgerðina.

Erlent
Fréttamynd

Rann niður hlíð á Tindfjallajökli

Björgunarsveitum á Hellu, Hvolsvelli og Landeyjum barst tilkynning um slys milli tindanna Saxa og Búra á Tindfjallajökli um klukkan 15.45 í dag. Bíll með tveimur innanborðs rann þar niður nokkurn halla og voru fimm björgunarsveitarbílar með um 25 manns sendir áleiðis á vettvang. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig sett í viðbragðsstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Annan hitti Sharon

Kofi Annan, formaður Sameinuðu þjóðanna, hitti Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, á fundi í gær en Annan er í sinni fyrstu opinberu heimsókn þangað í rúm fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Áhlaup á bækisstöð skæruliða

Öryggissveitir í Sádi-Arabíu skutu mann til bana þegar þær gerðu áhlaup á hús þar sem talið var að skæruliðar ættu sér bækisstöð í borginni Jedda í morgun. Karlmaður var handtekinn og kona skotin til bana en samkvæmt fréttaskeytum var hún nágranni úr næsta húsi.

Erlent
Fréttamynd

Varar við ofríki

Í predikun sinni í Neskirkju í gær vék séra Örn Bárður Jónsson að ráðningu fréttastjóra Útvarpsins og sagði fréttastofuna í sárum og upplausn ríkja.

Innlent
Fréttamynd

Ráðningin rædd í útvarpspredikun

Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn heimila árásina

Árás á Íran er í bígerð í Ísrael. Verði stjórnvöld í Teheran ekki við kröfum um að auðgun úrans verði hætt eru Bandaríkjamenn fúsir að heimila árásina.

Erlent
Fréttamynd

Hreyfing í stað lyfja

Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Hefðarkonur í söðli

Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn með meint afmfetamín

Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kræklingarækt í sókn

Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Varhugavert að vera á ferð

Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann.

Innlent
Fréttamynd

27 stiga frost í Bláfjöllum

Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu.

Innlent
Fréttamynd

Óhlutdrægar fréttir frá Írak

Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur jarðskjálfti í Íran

Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt skoskt-íslenskt flugfélag

Hið nýja skosk-íslenska flugfélag, Citystar Airlines, fór í sitt fyrsta flug frá Íslandi í fyrradag. Ferðinni var heitið til Glasgow í Skotlandi með fulla vél af mótorhjólaáhugamönnum á vegum SBK í Keflavík, samkvæmt vef Víkurfrétta.

Innlent
Fréttamynd

Páfi kominn heim

Jóhannes Páll páfi er kominn aftur í Páfagarð eftir sjúkrahúslegu og hann ávarpaði trúaða í dag í fyrsta sinn eftir barkaþræðingu.

Erlent
Fréttamynd

Þeir sáu minnst sem borguðu mest

Þeir sáu minnst sem borguðu mest á sýningu Pilobolus-dansleikhópsins í Laugardalshöllinni í gærkvöld. Einhverjir gestir sem áttu sæti næst sviðinu gengu út en aðrir létu sig hafa það að sitja á gólfinu eða standa til að sjá sýninguna. Skipuleggjendur segjast miður sín og taka vel á móti óánægðum gestum.

Innlent