Fréttir

Fréttamynd

Vextir standa í stað

Vextir íbúðalánasjóðs munu að öllum líkindum ekki lækka, eins og greiningardeild Landsbankans spáði fyrir helgi. Í útboði Íbúðalánasjóðs á föstudag bárust tilboð að nafnvirði 19 milljarða króna. Ákveðið var að taka tilboðum í bréf að nafnvirði 11 milljarða, sem er einum milljarði meira en áætlað var. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átta slys á vélsleðum í vetur

Einn hefur látist og að minnsta kosti sjö hafa slasast í vélsleðaslysum síðan 20. desember síðast liðinn að sögn Kjartans Benediktssonar sem starfar í Slysavarnasviði Landsbjargar. Sá yngsti sem slasaðist er sjö ára gamall en hann sat framan á sleða og klemmdist milli ökumanns og sleða við árekstur.

Innlent
Fréttamynd

Ungliðahreyfingar áhrifalitlar

"Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til," sagði Hallgrímur Helgason m.a. í erindi sem hann flutti á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Óttast árásir al-Qaida á skóla

Óttast er að al-Qaida hafi í hyggju að gera árásir á skóla, veitingastaði eða kvikmyndahús í Bandaríkjunum. Tímaritið <em>Time</em> hefur eftir embættismönnum innan leyniþjónustu Bandaríkjastjórnar að Abu Musab al-Zarqawi, höfuðpaur samtakanna í Írak, hafi undanfarið lagt á ráðin um slíkar árásir.

Erlent
Fréttamynd

Bjartsýnn þrátt fyrir slys

Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Magnús Árni Hallgrímsson, dvelur nú á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa misst vinstri fótinn fyrir neðan hné í slysi um borð í togara í síðustu viku. Þrátt fyrir slysið er Magnús Árni bjartsýnn og gerir ráð fyrir að geta lifað eðlilegu lífi með aðstoð gervifótar.

Innlent
Fréttamynd

Mussolini í hungurverkfall

Alessandra Mussolini, barnabarn Benitos Mussolinis, fyrrverandi einræðisherra á Ítalíu, er nú í hungurverkfalli eftir að héraðsdómur í Lazio úrskurðaði framboð flokks hennar í sveitarstjórnarkosningum ógilt. Skila þarf inn 3500 undirskriftum til að mega bjóða fram. Flokkur Mussolinis skilaði inn 4300 undirskriftum en dómstóllinn taldi 860 þeirra falsaðar. Þar með var fjöldinn ekki nægur og framboðið ekki leyfilegt.

Erlent
Fréttamynd

Rann í hálku en fær ekki bætur

Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði.

Innlent
Fréttamynd

Engin lausn í fréttastjóramáli

Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá.

Innlent
Fréttamynd

Lenti í átökum við lögreglu

Einn maður gisti fangageymslur lögreglunnar á Akranesi í nótt eftir að hafa lent í átökum við lögreglu. Lögreglan hafði verið kölluð til vegna mannsins sem hafði verið með hótanir í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Hafísinn hamlaði skipaumferð

"Við máttum prísa okkur sæla að vera ekki mikið seinna á ferð enda var flóinn við það að lokast," sagði Stefán Sigurðsson, skipstjóri á ísfisktogaranum Árbaki, en hann lenti í hrakningum vegna hafíss í Húnaflóa í gærdag.

Innlent
Fréttamynd

Á slysadeild eftir líkamsárás

Maður var fluttur á slysadeild á Akureyri í morgun eftir að tveir menn höfðu ráðist á hann á hóteli þar í bæ um klukkan sex í morgun. Meiðsl hans reyndust ekki vera alvarleg en hann nýtur nú aðhlynningar á Fjórðungssjúkrahúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Páfi aftur í Vatíkanið í kvöld

Jóhannes Páll páfi II birtist fyrir stundu þeim sem komnir voru saman utan við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm. Nú skömmu fyrir hádegi greindu talsmenn Páfagarðs frá því að páfi myndi snúa aftur í Vatíkanið í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Fellibylur stefnir á borgina

Íbúar í Darwin í Ástralíu hamstra nú mat og drykk í stórverslunum en von er á að fellibylurinn Ingrid stefni hraðbyri á borgina. Bylurinn hefur valdið usla eftir norðurströnd Ástralíu undanfarna viku og hefur vindhraðinn náð allt að 300 kílómetrum á klukkustund, eða ríflega 80 metrum á sekúndu.

Erlent
Fréttamynd

Systkini létust er sjónvarp sprakk

Fjögur systkini, átta til sautján ára gömul, létust þegar sjónvarpstæki í svefnherbergi þeirra sprakk. Foreldrar barnanna fengu slæm brunasár eftir að hafa reynt að slökkva eldinn. Slysið varð í Alexandríu í Egyptalandi.

Erlent
Fréttamynd

Brynjólfur segir sig úr stjórnunum

Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn heimila árásina

Árás á Íran er í bígerð í Ísrael. Verði stjórnvöld í Teheran ekki við kröfum um að auðgun úrans verði hætt eru Bandaríkjamenn fúsir að heimila árásina.

Erlent
Fréttamynd

Hreyfing í stað lyfja

Læknar á Norðurlöndum geta víða ávísað hreyfingu í stað lyfja. Ingibjörg H. Jónsdóttir, lektor við sænsku streiturannsóknarstofnunina, segir að rannsóknir sýni að hreyfing hafi áhrif á sömu boðefni í heilanum og þunglyndislyf. Enginn slíkur valkostur er í íslenskri geðheilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Hefðarkonur í söðli

Um 200 börn og unglingar sýndu listir sínar á sýningunni Æskan og hesturinn sem var haldin í þrettánda sinn um helgina í Reiðhöllinni í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Handtekinn með meint afmfetamín

Maður var handtekinn á skemmtistað í Reykjanesbæ í nótt og fannst á honum lítilræði af meintu amfetamíni. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá voru tveir teknir grunaðir um ölvun við akstur í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Kræklingarækt í sókn

Samningur um endurfjármögnun Norðurskeljar í Hrísey hefur verið undirritaður og þar með liggur fyrir uppbygging bláskeljaræktunar í Eyjafirði. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í febrúar stefnir fyrirtækið á 800 tonna ársframleiðslu innan þriggja ára og enn umfangsmeiri ræktun árin þar á eftir. 

Innlent
Fréttamynd

Varhugavert að vera á ferð

Hafís rekur enn nær landi norðan við landið, enda var norðanátt í alla nótt og eru hafísdreifur mjög víða meðfram Norðurlandi. Veðurstofan varar sjófarendur við því að víða sé orðið varhugavert að vera á ferð á þessum leiðum en þegar hefur frést af nokkrum skipum sem hafa þurft að þræða í kringum ísinn og mjaka sér í gegnum hann.

Innlent
Fréttamynd

27 stiga frost í Bláfjöllum

Fáir notuðu daginn til að renna sér á skíðum í Bláfjöllum enda var um 27 stiga frost þar í dag þegar gert er ráð fyrir vindkælingu.

Innlent
Fréttamynd

Óhlutdrægar fréttir frá Írak

Fréttaflutningur bandarískra fjölmiðla af stríðinu í Írak var að megninu til óhlutdrægur. Þetta eru niðurstöður ítarlegrar rannsóknar á 2.200 fréttum úr sjónvarpi, dagblöðum og vefsíðum.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur jarðskjálfti í Íran

Öflugur jarðskjálfti skók suðausturhluta Írans í nótt en engar fregnir hafa borist af mannfalli. Skjálftinn mældist 5,9 á Richter og voru upptök hans skammt frá landamærum Pakistans og Afganistans.

Erlent
Fréttamynd

Sauðfé notað í eiturlyfjasmygl

Hugmyndaflugi eiturlyfjasmyglara virðist fá takmörk sett. Lögreglumenn í suðausturhluta Írans fundu í dag tæplega 40 kíló af ópíumi í maga sauðfénaðs sem kom gangandi yfir landamærin frá Afganistan, en um var að ræða örfáar kindur og geitur.

Erlent
Fréttamynd

Neytendur borga brúsann

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekki botna í því að kaupmenn í verðstríði geti selt vörur, eins og mjólk, á krónu eða jafnvel gefið. Það sé hins vegar gott fyrir neytendur og vísitöluna. Hann býst ekki við að þetta verði  til langframa og segir það sína reynslu að neytendur þurfi að borga fyrir svona verðlækkun með einum eða öðrum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Áfram kalt

Áfram verður kalt í veðri í dag og á morgun en heldur á að draga úr frostinu upp úr miðri viku. Áttin verður norðlæg í dag og vindhraðinn 10-15 metrar á sekúndu og jafnvel meiri austast á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar skipuleggja árás á Íran

Ísraelsmenn hafa gengið frá leynilegum áætlunum um árásir á Íran, hætti Íranar ekki auðgun úrans og tryggi að ekki séu framleidd kjarnorkuvopn í landinu. Breska blaðið <em>Sunday Times</em> greinir frá þessu og segir að ríkisstjórn Ariels Sharons hafi samþykkt áætlunina á fundi í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Fylgi Blairs meðal kvenna minnkar

Fylgi Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, á meðal kvenna hefur dalað mjög frá því hann tók við embættinu árið 1997. Blair hefur hingað til verið mjög vinsæll hjá kvenkyns kjósendum en í könnun á fylgi bresku stjórnmálaflokkanna og leiðtoga þeirra sem birt var í dag sést minnkandi fylgi Blairs á meðal kvenþjóðarinnar svart á hvítu.

Erlent
Fréttamynd

Drap sjö manns við kirkjuþjónustu

Sjö féllu þegar maður hóf skothríð á fólk sem var við kirkjuþjónustu á hóteli í Wisconsin í Bandaríkjunum í gærdag. Byssumaðurinn svipti sig að lokum lífi.

Erlent