Brynjólfur segir sig úr stjórnunum 13. mars 2005 00:01 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, hefur sagt sig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjóðsins og Sindra hf. Hann segist, í tilkynningu sem hann sendi frá sér fyrir stundu, gera þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfir allan vafa. Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, sagði við Stöð 2 í gær að það væri stjórnar fyrirtækisins, stjórnarformanns eða fjármálaráðherra að tryggja að hagsmunir rækjust ekki á og trúnaðarupplýsingar lækju út. Gengi það ekki eftir myndi einkavæðinganefnd tryggja það með öllum ráðum. Í tilkynningu Brynjólfs segir orðrétt: Vegna fréttaflutnings Stöðvar 2 dagana 8. 9. og 12. mars síðastliðinn og vegna annarra umræðna tel ég rétt að gefa frá mér eftirfarandi yfirlýsingu:Ég er formaður stjórnar Almenna Lífeyrissjóðsins og varaformaður í stjórn Bakkavarar. Auk þess á ég sæti í stjórn Icelandic USA, Sindra hf og Farice ehf. Stjórn Símans hefur verið kunnugt um stjórnarsetu mína í öllum þessum félögum og er þeim samþykk. Allar upplýsingar varðandi stjórnarsetu af minni hálfu hafa legið ljósar fyrir allan þann tíma er ég hef setið við stjórnvölinn hjá Símanum.Sem kunnugt er stendur nú yfir, öðru sinni, undirbúningur að sölu ríkisins á hlut sínum í Símanum. Ólíkt því sem átti við í fyrri einkavæðingaráformum er Síminn nú skráður í Kauphöll Íslands og vinnur fyrirtækið því nú eftir reglum sem gilda á verðbréfamarkaði, þ.m.t. reglum um stjórnarhætti og meðferð innherjaupplýsinga. Annað sem greinir þessi tvö ferli að er að stjórnendur Símans tóku virkan þátt í söluferlinu fyrir fjórum árum, en ekki nú.Sala ríkisins á hlutabréfum í Símanum er alfarið í höndum Framkvæmdanefndar um einkavæðingu. Hið alþjóðlega fjármálafyrirtæki Morgan Stanley veitir nefndinni faglega ráðgjöf og aðra þjónustu í tengslum við undirbúning sölunnar. Á þessu stigi hafa stjórnvöld enn ekki upplýst með hvaða hætti staðið verði að sölu fyrirtækisins. Eins er algerlega óljóst hvaða fjárfestar munu verða til þess að bjóða í Símann.Því tel ég enga þá stöðu eða hagsmunaárekstra vera fyrir hendi sem gefatilefni til þess að ég víki úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem ég á sæti í, að minnsta kosti ekki á þessari stundu. Í umræðunni hefur verið haldið á lofti að þess hafi verið óskað að forveri minn í forstjórastól Símans, Þórarinn Viðar Þórarinsson, segði sig úr stjórn lífeyrissjóðsins Framsýnar og Þróunarfélagsins vegna þáverandi einkavæðingaráforma. Athygli skal vakin á því að Þórarinn sagði sig úr stjórnum þessara félaga 8. október 2001, eða mánuði eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu Framkvæmdanefndar um einkavæðingu um sölufyrirkomulag á fyrirtækinu. Af þessu, sem og öllu ofangreindu,má vera ljóst að ekki er um sambærileg mál að ræða.Allt frá því að ég hóf störf sem forstjóri Símans hef ég lagt áherslu á það að skapa ró um starfsemi félagsins og vinna af einurð og heiðarleika að stjórnun þess. Góð sala á fyrirtækinu er mér meira virði en sú sannfæring mín að á þessum tímapunkti sé ekki um hagsmunaárekstra að ræða vegna mögulegs áhuga félaga sem ég tengist. Af þeim sökum hef ég tekið þá ákvörðun að segja mig úr stjórnum Bakkavarar, Almenna lífeyrissjósins og Sindra hf. Geri ég þetta með heildarhagsmuni Símans í huga og til þess að söluferli fyrirtækisins verði hafið yfirallan vafa.Með vinsemd og virðinguBrynjólfur Bjarnason,forstjóri Símans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira