Fréttir Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55 Telur fólk geta orðið 1000 ára Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:55 Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55 Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. Erlent 13.10.2005 18:54 Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54 Felldu hugi saman eftir flóð Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Í gær var gefið saman par á Indónesíu sem hittist í flóttamannabúðum í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Þau Karmila Wati og Samsol Winda misstu bæði heimili sín í flóðunum og neyddust þess vegna til að hafast við í neyðarskýlum dagana eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 18:54 Fjórir teknir með barnaklám Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er. Innlent 13.10.2005 18:55 Hafísinn enn til trafala Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Innlent 13.10.2005 18:54 Kosið á morgun Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi. Innlent 13.10.2005 18:55 Fengu ekki í Kastljósið "Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Innlent 13.10.2005 18:55 Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. Erlent 13.10.2005 18:55 Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55 Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55 Fuglaflensa hugsanlega í N-Kóreu Embættismenn í Suður-Kóreu rannsaka óstaðfestar fregnir um að fuglaflensa hafi drepið þúsundir hænsna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Embættismenn í Seúl segja að matvælafyrirtæki í Suður-Kóreu hafi afpantað 40 tonna kjúklingasendingu sem átti að koma landsins á fimmtudag. Erlent 13.10.2005 18:54 Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. Erlent 13.10.2005 18:55 Óvíst hverjir stóðu að tilræði Sprengja sprakk nærri bifreið Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, í Pristina, höfuðborg landsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að ráða Rugova af dögum. Erlent 13.10.2005 18:54 Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54 Ók á Porsche upp á Skjaldbreið Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár. Innlent 13.10.2005 18:55 Vilja auka samstarf í hamfaramálum Norrænu utanríkisráðherrarnir vilja nánara samstarf á Norðurlöndum þegar brugðist er við náttúruhamförum eins og flóðbylgjunni sem varð í Asíu um jólin. Þetta kom fram eftir fund þeirra í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrarnir eru sammála um aukið samstarf við náttúruhamfarir í framtíðinni. Erlent 13.10.2005 18:55 Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Innlent 13.10.2005 18:55 Fóstureyðingar orðnar kosningamál Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur. Erlent 13.10.2005 18:55 Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. Erlent 13.10.2005 18:55 Engin sameining Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 18:55 Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:55 Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55 Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. Erlent 13.10.2005 18:55 Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54 Hafi veist að heiðri fréttamanna Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 15.3.2005 00:01 Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01 Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55 « ‹ ›
Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. Innlent 13.10.2005 18:55
Telur fólk geta orðið 1000 ára Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:55
Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur. Innlent 13.10.2005 18:55
Forseta Kosovo sýnt banatilræði Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu. Erlent 13.10.2005 18:54
Fær ekki að koma til Íslands Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer skákmeistari fengi að fara til Íslands. Talsmaður japanska dómsmálaráðuneytisins lýsti þessu yfir við þingnefnd sem fjallaði um málið í gær að ósk eins þingmanna stjórnarandstöðunnar. Hann sagði að ef Fischer yrði fluttur úr landi þá yrði hann sendur til Bandaríkjanna. Erlent 13.10.2005 18:54
Felldu hugi saman eftir flóð Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Í gær var gefið saman par á Indónesíu sem hittist í flóttamannabúðum í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Þau Karmila Wati og Samsol Winda misstu bæði heimili sín í flóðunum og neyddust þess vegna til að hafast við í neyðarskýlum dagana eftir hamfarirnar. Erlent 13.10.2005 18:54
Fjórir teknir með barnaklám Fjórir menn voru handteknir í fyrrakvöld eftir að lögregla í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri fann talsvert magn barnakláms við húsleitir sem gerðar voru eftir ábendingu frá lögreglunni í Finnlandi. Voru ellefu tölvur gerðar upptækar og er verið að fara yfir það efni sem í þeim vélum er. Innlent 13.10.2005 18:55
Hafísinn enn til trafala Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Innlent 13.10.2005 18:54
Kosið á morgun Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi. Innlent 13.10.2005 18:55
Fengu ekki í Kastljósið "Það varð samkomulag á milli Kastljóssins og fréttastofunnar að þeir birtu frétt um málið og þess vegna tókum við þetta ekki upp hjá okkur," segir Sigmar Guðmundsson, einn umsjónarmanna Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Innlent 13.10.2005 18:55
Sleppa indverskum föngum Stjórnvöld í Pakistan slepptu í dag úr haldi 589 indverskum föngum til að rétta Indverjum sáttahönd. Flestir fanganna eru fiskimenn sem hafa farið inn fyrir landhelgi Pakistans við veiðar. Að minnsta kosti 600 aðrir indverskir fiskimenn eru enn í haldi í Pakistan og 140 pakistanskir fiskimenn eru í varðhaldi á Indlandi. Erlent 13.10.2005 18:55
Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:55
Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Innlent 13.10.2005 18:55
Fuglaflensa hugsanlega í N-Kóreu Embættismenn í Suður-Kóreu rannsaka óstaðfestar fregnir um að fuglaflensa hafi drepið þúsundir hænsna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Embættismenn í Seúl segja að matvælafyrirtæki í Suður-Kóreu hafi afpantað 40 tonna kjúklingasendingu sem átti að koma landsins á fimmtudag. Erlent 13.10.2005 18:54
Greitt fyrir upplýsingar um Aslan Rússneska leyniþjónustan borgaði tæplega 600 milljónir íslenskra króna fyrir upplýsingarnar sem leiddu til þess að Aslan Maskhadov, uppreisnarleiðtogi Tsjetsjena, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Í yfirlýsingu frá leyniþjónustunni segir að nokkrir almennir borgarar hafi komið upplýsingum um dvalarstað Maskhadovs á framfæri við yfirvöld og hafi fengið borgað fyrir það. Erlent 13.10.2005 18:55
Óvíst hverjir stóðu að tilræði Sprengja sprakk nærri bifreið Ibrahims Rugova, forseta Kosovo, í Pristina, höfuðborg landsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og rúður í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að ráða Rugova af dögum. Erlent 13.10.2005 18:54
Dalurinn ekki ódýrari í 13 ár Gengi bandaríkjadals fór undir 59 krónur í morgun og hefur hann ekki verið svo ódýr síðan árið 1992. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að helstu ástæður fyrir þessu gríðarháa gengi krónunnar séu mikill munur innlendra og erlendra vaxta og vaxandi innlend eftirspurn, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:54
Ók á Porsche upp á Skjaldbreið Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár. Innlent 13.10.2005 18:55
Vilja auka samstarf í hamfaramálum Norrænu utanríkisráðherrarnir vilja nánara samstarf á Norðurlöndum þegar brugðist er við náttúruhamförum eins og flóðbylgjunni sem varð í Asíu um jólin. Þetta kom fram eftir fund þeirra í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrarnir eru sammála um aukið samstarf við náttúruhamfarir í framtíðinni. Erlent 13.10.2005 18:55
Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. Innlent 13.10.2005 18:55
Fóstureyðingar orðnar kosningamál Umræða um fóstureyðingar er hafin í Bretlandi í aðdraganda kosninga eftir að Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði í viðtali við tímaritið <em>Cosmopolitan</em> að hann vildi banna fóstureyðingar eftir tuttugustu viku meðgöngu, en mörkin eru nú dregin við 24 vikur. Erlent 13.10.2005 18:55
Segja lögreglu hafa klúðrað málum Fangauppreisn á Filippseyjum lauk í nótt með því að lögregla réðst til atlögu og felldi 22 uppreisnarseggi, þar á meðal þrjá háttsetta meðlimi Abu Sayaf hryðjuverkahópsins. Sérfræðingar telja að lögreglan hafi klúðrað málunum og segja að hefnd sé óumflýjanleg. Erlent 13.10.2005 18:55
Engin sameining Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar. Innlent 13.10.2005 18:55
Mótmæltu afskiptum Bandaríkjanna Um þrjú þúsund námsmenn sem styðja Sýrlendinga komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Líbanon til þess að mótmæla afskiptum Bandaríkjamanna af innanríkismálum, en Bandaríkjamenn hafa farið fyrir hópi þjóða sem þrýst hafa á Sýrlendinga að kalla herlið sitt og leyniþjónustu frá Líbanon. Erlent 13.10.2005 18:55
Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið. Innlent 13.10.2005 18:55
Skrefi nær lýðræðinu Á meðan sjíar og Kúrdar reka smiðshöggið á myndun stjórnarmeirihluta tekur stjórnlagaþing Íraks til starfa í dag. Þegar hefur verið skipað í helstu valdastöður. Erlent 13.10.2005 18:55
Leita aftur ríkisborgararéttar Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Innlent 13.10.2005 18:54
Hafi veist að heiðri fréttamanna Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær. Innlent 15.3.2005 00:01
Um umsækjendurna Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á. Innlent 15.3.2005 00:01
Helfararsafn opnað í Jerúsalem Þjóðarleiðtogar og erindrekar fjörtíu ríkja voru staddir í Jerúsalem í gær þar sem safn helgað helförinni var opnað. Erlent 13.10.2005 18:55