Fréttir

Fréttamynd

Evrópskir karlar eru spikfeitir

Offita er vaxandi vandamál í Evrópu og nú er svo komið að í mörgum löndum álfunnar er hlutfall feitra karla hærra en í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Uppsögn EES-samningsins skoðuð

Kostnaður Íslendinga við þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu nemur allt að tveimur milljörðum á ári. Evrópustefnunefnd Alþingis fjallar á næstunni um hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir að skipuleggja árás

Franskur dómstóll dæmdi í dag fransk-alsírskan mann í tíu ára fangelsi fyrir að hafa lagt á ráðin um að sprengja sendiráð Bandaríkjanna í París í loft upp. Fimm samverkamenn hans voru dæmdir í eins til níu ára fangelsi. Þeir eru allir alsírskir og grunaðir um að hafa tengsl við al-Qaida hryðjuverkasamtökin. Allir neituðu mennirnir sakargiftunum.

Erlent
Fréttamynd

Enn einn Serbi gefur sig fram

Þeim fjölgar stöðugt sem gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag. Drago Nikolic, fyrrverandi liðþjálfi í serbneska hernum, gaf sig fram í dag, en hann er sjöundi Serbinn á tveimur mánuðum sem gefur sig fram. Hann var eftirlýstur fyrir að hafa verið einn skipuleggjenda fjöldamorðanna í Srebrenica í Bosníu árið 1994.

Erlent
Fréttamynd

Hafa vaxandi áhyggjur af Kínverjum

Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja, sérstaklega í ljósi deilna þeirra við Taívana, en Taívanar hafa sýnt aukna sjálfstæðistilburði á undanförnum mánuðum og Bandaríkjamenn hafa heitið því að verja landið ráðist Kínverjar á það.

Erlent
Fréttamynd

Gerðu þrettán tölvur upptækar

Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki glóra í orðum Markúsar

Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið.

Innlent
Fréttamynd

Færri veik börn til útlanda

Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Innlent
Fréttamynd

Stolnum skóm dreift við leikskóla

Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina.

Innlent
Fréttamynd

Fundu barnaklám í áhlaupi

Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi.

Innlent
Fréttamynd

Bráðveikt fólk á biðlistum

Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Slökkvilið berst við sinubruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn.

Innlent
Fréttamynd

Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn

Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra taki af skarið

Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang.

Innlent
Fréttamynd

Jafnræði kynjanna í Mjóafirði

Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt.

Innlent
Fréttamynd

22 farast í fangauppreisn

22 fangar fórust í áhlaupi filippeysku lögreglunnar á fangelsi í Manila í gærmorgun en meðlimir í Abu Sayyaf, samtökum herskárra múslima, höfðu gert þar uppreisn og drepið þrjá fangaverði.

Erlent
Fréttamynd

Skorar á Hizbollah

George W. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gær Hizbollah-samtökin til að leggja niður vopn og heyja baráttu sína á vettvangi stjórnmálanna.

Erlent
Fréttamynd

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Rannsakar fjársvik á Ebay

"Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay.

Innlent
Fréttamynd

Telur fólk geta orðið 1000 ára

Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Frávísun hafnað fyrir héraðsdómi

Frávísunarkröfu þriggja manna sem stefnt hafði verið til greiðslu skaðabóta af hálfu auglýsingastofunnar Gott fólk var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verður málinu því fram haldið enda taldi dómurinn það nægilega reifað af hálfu stefnanda en Gott fólk fer fram á greiðslu 200 milljóna króna af mönnunum þremur.

Innlent
Fréttamynd

Forseta Kosovo sýnt banatilræði

Sprengja sprakk nærri bifreið forseta Kosovo í Pristina, höfuðborg héraðsins, í morgun. Bíll forsetans skemmdist í árásinni og gluggar í nærliggjandi húsum splundruðust en engan sakaði. Forsetinn var á leið á fund með Javier Solana, yfirmanni utanríkismála Evrópusambandsins, þegar atburðurinn átti sér stað. Ekki er enn vitað hverjir stóðu fyrir tilræðinu.

Erlent