Erlent

Felldu hugi saman eftir flóð

Fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott. Í gær var gefið saman par á Indónesíu sem hittist í flóttamannabúðum í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan í jólum. Þau Karmila Wati og Samsol Winda misstu bæði heimili sín í flóðunum og neyddust þess vegna til að hafast við í neyðarskýlum dagana eftir hamfarirnar. Þar neistaði á milli þeirra og nú, aðeins tæpum þrem mánuðum síðar, hafa þau gengið í það heilaga. Brúðkaupið var að sjálfsögðu haldið í flóttamannabúðunum og þar gaf að líta langþráð bros á andlitum fólks sem enn er í sárum í kjölfar hörmunganna á annan í jólum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×