Erlent

Fuglaflensa hugsanlega í N-Kóreu

Embættismenn í Suður-Kóreu rannsaka óstaðfestar fregnir um að fuglaflensa hafi drepið þúsundir hænsna í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, í síðasta mánuði. Embættismenn í Seúl segja að matvælafyrirtæki í Suður-Kóreu hafi afpantað 40 tonna kjúklingasendingu sem átti að koma landsins á fimmtudag. Það hefði verið fyrsta matvælasending frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu í rúma fimm áratugi, en nýlega skrifuðu þjóðirnar undir viðskiptasamning sem átti að vera upphaf nýrra tíma í samskiptum landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×