Fréttir

Fréttamynd

Góð veðurspá fyrir helgina

Prýðis ferða- og útvistarveður verður um hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Fullvíst má telja að tugir þúsunda verði á faraldsfæti. Lögreglan á Selfossi býst við mikilli umferð um sitt umdæmi enda mikil sumarbústaðabyggð þar auk þess sem margir eiga væntanlega leið í gegnum umdæmið.

Innlent
Fréttamynd

Löng barátta fram undan

Æðsti yfirmaður landhers Bandaríkjamanna segir að baráttan við uppreisnarmenn í Írak gæti tekið mörg ár. Richard Myers hershöfðingi segir að það sé ekki hægt að búast við að sjá árangur af baráttunni í Írak næstum því strax og um mikið þolinmæðisverk sé að ræða. Uppreisnarmenn séu sífellt að aðlaga sig breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til þess að ná ætlunarverki sínu.

Erlent
Fréttamynd

Kuðungsígræðsla jók málþroska

Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus.

Innlent
Fréttamynd

Óttast útbreiðslu lömunarveiki

Óttast er að lömunarveiki sé að breiðast út í heiminum á nýjan leik eftir að tekist hafði að halda henni í skefjum um árabil. Á þessu ári hafa 357 ný tilvik komið upp í sautján löndum þar sem veikinnar hafði ekki orðið vart um árabil. Fyrir aðeins tveimur árum var aðeins vitað um veikina í sex löndum og vonast var til að búið yrði að útrýma henni alveg á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Meirihluti fylgjandi stjórnarskrá

Naumur meirihluti Frakka hyggst samþykkja stjórnarskrá Evrópusambandsins samkvæmt nýjustu skoðanakönnuninni sem birt var í dag. Hún var gerð fyrir dagblaðið <em>Le Monde</em>,<em> RTL-útvarpsstöðina</em> og sjónvarpsstöðina <em>LCI</em>. Samkvæmt henni ætla 52 prósent aðspurðra að haka við já á kjörseðlinum 29. maí næstkomandi en 48 prósent segjast munu hafna stjórnarskránni.

Erlent
Fréttamynd

Forsendur bresta í haust

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, telur að forsendur kjarasamninga bresti í haust þó að vísitala hafi lækkað upp á síðkastið. Húsnæðisverð hafi haldið áfram að hækka, verðstríð hafi geisað og gengið lækkað.

Innlent
Fréttamynd

Fundu tólf tonn af kókaíni

Kólumbísk yfirvöld hafa lagt hald á tólf tonn af kókaíni síðustu daga í samræmdum aðgerðum sjóhers og lögreglu gegn útlögum í hægriöfgasinnaðri hersveit, en efnið hafði verið falið á bökkum árinnar Miru í suðurhluta landins. Þá handtóku lögreglumenn fimm menn og lögðu hald á níu riffla, fjarskiptatæki og átta báta í aðgerðunum sem lauk snemma í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Minnsta atvinnuleysi frá 2002

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í rúm tvö og hálft ár, það mældist 2,3 prósent í apríl og þarf að fara aftur til september 2002 til að finna dæmi um að atvinnuleysi hafi verið minna, en þá var það 2,2 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Lithimnuskönnun á flugvelli

Farþegar á leið í sumarfrí á Flórída mega búast við annars konar eftirliti á flugvellinum en hingað til. Alþjóðaflugvöllurinn í Orlando er fyrsti flugvöllurinn sem tekur upp lithimnuskönnun til að reyna að bera kennsl á grunaða hryðjuverkamenn. Þeir sem eiga leið um völlinn stilla sér upp fyrir framan skanna og horfa í spegil á meðan lithimnan er lesin inn.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn skera herinn niður

Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skera niður fjárframlög til hermála á þessu ári um nærri sex milljarða íslenskra króna. 

Erlent
Fréttamynd

Róstur í Úsbekistan

Í odda skarst milli hermanna og mótmælenda í Andijan í austurhluta Úsbekistan í gær. Mótmælendurnir ruddust inn í fangelsi í borginni til að frelsa þaðan 23 pólitíska fanga sem yfirvöld héldu á þeim forsendum að þeir væru íslamskir öfgamenn

Erlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrarhagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnir hjá norska Dagblaðinu

Miklar sviptingar eru nú á norskum blaðamarkaði og fyrir helgi tilkynnti stjórn Dagblaðsins, eins stærsta síðdegisblaðsins, að segja yrði upp 89 manns vegna mikils taps á rekstri blaðsins. 

Erlent
Fréttamynd

27 nýir þingmenn í lávarðadeildina

Breska ríkisstjórnin tilnefndi í gær 27 nýja þingmenn í lávarðadeildina, þar af 16 úr Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta skipti sem Verkamannaflokkurinn hefur flesta þingmenn í þessari efri deild breska þingsins. Lávarðadeildin er ekki lýðræðislega kosin heldur eru meðlimir hennar oftar en ekki aðalsmenn skipaðir af ríkisstjórninni.

Erlent
Fréttamynd

Úr þakhýsi í kjallara

Landhelgisgæslan flutti í gær stjórnstöð sína frá Seljavegi 32 í Reykjavík þar sem hún hefur verið í 51 ár á efstu hæð. Stjórnstöðin er nú í kjallara í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan var fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Vill áminna Kínverja

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um stóriðju

Blása á til sóknar í stóriðjumálum á Norðurlandi. Stofnfundur félags með þetta markmið verður á Akureyri á þriðjudag. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að mikið sé af óbeislaðri orku bæði í fallvötnum og jarðvarma. Félagið ætlar að beita sé með beinum og óbeinum hætti fyrir því að þessi orka verði beisluð og nýtt til eflingar atvinnulífs.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn fá Konungasögur að gjöf

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun á fundi með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sem haldinn verður á morgun afhenda norsku þjóðinni gjöf Íslendinga í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Norðmenn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var endurreist. Gjöfin er 500 eintök af Konungasögum í fjórum bindum með norskum inngangi. Áætlaður kostnaður við verkið er 14-16 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Áfram neyðarástand í Írak

Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherra Íraks, lýsti í dag yfir áframhaldandi neyðarástandi í landinu í mánuð til viðbótar. Mjög róstusamt hefur verið í landinu að undanförnu og fjölmargar sjálfsmorðsárásir hafa verið gerðar á síðustu tveimur vikum, en alls hafa um 400 manns fallið í þeim.

Erlent
Fréttamynd

Khodorkovskí á von á fleiri ákærum

Saksóknarar í Rússlandi segja nýjar ákærur á hendur auðkýfingnum Míkhaíl Khodorkovskí væntanlegar. Khodorkovskí bíður nú dóms vegna skattaundanskots og fjárdráttar. Dóms í því máli er að vænta á mánudaginn kemur en saksóknarar hafa farið fram á  tíu ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir að misnota drengi

Saksóknari í Danmörku hefur krafist þess að Flemming Oppfeldt, fyrrum þingmanni Venstre, verði bannað að umgangast börn undir 18 ára aldri. 

Erlent
Fréttamynd

Nýr framkvæmdastjóri Iceland Express

Í kvöld var tilkynnt að Birgir Jónsson, 31 árs rekstrarhagfræðingur hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir, sem undanfarna mánuði hefur gegnt starfi sölu og markaðsstjóra félagsins, tekur við af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lettarnir voru sýknaðir

Lettarnir tveir sem komu hingað til lands á vegum lettnesku starfsmannaleigunnar Vislande til að aka rútu fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær en þeir voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Von á dómi vegna HIV-máls í Líbíu

Hæstiréttur í Líbíu mun í dag skera úr um hvort fimm búlgarskir hjúkrunarfræðingar og einn palestínskur læknir, sem dæmdir eru fyrir að sýkja börn þar í landi af HIV-veirunni, muni verða líflátnir. Sexmenningarnir voru dæmdir til dauða í mars síðastliðnum en þeir áfrýjuðu. Að minnsta kosti 380 börn sýktust af HIV þegar þau fengu sýkt blóð á spítala í borginni Benghazi þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Samið við Kína um fríverslun

Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Mannfjöldanum ekki viðhaldið

Fæðingar á Íslandi eru færri en svo að þær dugi til að viðhalda mannfjöldanum. Þetta er samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands um fæðingar á Íslandi. Undanfarin fimm ár hefur frjósemi hverrar íslenskrar konu verið undir þeim viðmiðum sem höfð eru. Þó er frjósemi meiri hér en almennt á Vesturlöndum og sú mesta í Evrópu að Tyrklandi undanskildu.

Innlent
Fréttamynd

Læknaði ísbjörn af tannpínu

Fyrir flesta er auðvelt að skreppa til tannlæknis ef tannpína gerir vart við sig. Málið flækist hins vegar nokkuð þegar 400 kílógramma ísbjörn á í hlut. Einn stærsti íbúinn í dýragarðinum í Moskvu hefur undanfarið verið hálflystarlaus eftir að hann fór að finna fyrir eymslum í tönnunum. Því var bugðið á það ráð að kalla til breskan tannlækni sem sérhæfir sig í að gera við tennur í dýrum til þess að losa ísbjörninn stóra við Karíus og Baktus.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif?

Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns á Hvannadalshnjúk?

Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Hermenn skjóta á mótmælendur

Hermenn skutu á þúsundir mótmælenda í bænum Andijan í Úsbekistan í dag en mótmælendurnir kröfðust afsagnar Islams Karimovs, sem hefur setið á stóli forseta um árabil. Ekki er enn vitað hversu margir eru látnirr en skotið var af pallbíl sem hermennirnir voru á. Ástæða mótmælanna er sögð sú að múslímar sem ekki sætta sig við ríkisútgáfu trúarinnar eru hnepptir í fangelsi og kúgaðir.

Erlent