Fréttir

Fréttamynd

Ekki í lífshættu

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu í gær við Hvalvatnsfjörð fékk töluverða andlitsáverka og skrámur en er ekki í talinn í lífshættu.

Innlent
Fréttamynd

R-listinn hangir á bláþræði

Ekkert bendir til annars en að dagar Reykjavíkurlistans séu senn taldir ef marka má viðbrögð forystumanna flokkanna þriggja sem listann skipa við ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður um framboðsmál flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Discovery í loftið á þriðjudag

Bandaríska geimferðastofnunin NASA áætlar að skjóta Discovery á loft næstkomandi þriðjudag klukkan 14:39 að íslenskum tíma. Áhöfnin kom til Flórída í gær til lokaæfinga sem standa munu yfir þar til og ef af flugtaki verður í þetta sinn.

Erlent
Fréttamynd

Sprengjuárásir í Egyptalandi

Að minnsta kosti sjötíu og fimm manns létu lífið í röð sprengjuárása í Egypska strandbænum Sharm El Sheik, við Rauðahafið, í morgun. Tvöhundruð til viðbótar eru særðir.

Erlent
Fréttamynd

Hinn skotni ótengdur árásum

Maðurinn sem lögreglan í London skaut til bana í neðanjarðarlestarstöð á föstudaginn var ótengdur sprengjuárásunum í borginni. Þetta kom fram í yfirlýsingu Scotland Yard í gær. Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Öflugur jarðskjálfti í Japan

Á þriðja tug slösuðust í jarðskjálfta í Tókýó í gær sem mældist 6 á Richter-kvarða. Japanska veðurstofan sagði að ekki væri hætta á flóðbylgjum í kjölfar skjálftans.

Erlent
Fréttamynd

Ókeypis skoðun á aftanívögnum

VÍS og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum og hestakerrum til að fólk geti gengið úr skugga um að tengi- og öryggisbúnaður þeirra sé í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina.

Innlent
Fréttamynd

83 látnir og hundruðir særðir

Að minnsta kosti áttatíu og þrír létu lífið í röð sprengjuárása í Egypsku hafnarborginni Sharm el-Sheik, við Rauðahafið, í morgun. Mörghundruð til viðbótar eru særðir. Fjölmargir erlendir ferðamenn eru meðal hinna myrtu og slösuðu.

Erlent
Fréttamynd

Annar handtekinn í Lundúnum

Breska lögreglan handtók í dag annan mann vegna sprengjutilræðanna í Lundúnum, á fimmtudag. Ekki hefur verið upplýst hvort hann er einn af fjórum mönnum sem lýst er eftir vegna ódæðisins.

Erlent
Fréttamynd

Vatnavextir í Jöklu

Brúnni yfir Jöklu var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta í nokkra klukkutíma af öryggisástæðum. Búist við að hún fari undir vatn næstu daga. Að sögn verkefnisstjóra Landsvirkjunar á Kárahnjúkum hafa menn ekki miklar áhyggjur af vextinum því eins og kom í ljós í fyrrasumar þoldi hún straumþunga árinnar eftir að hafa farið undir vatn.

Innlent
Fréttamynd

Frönskum dögum lýkur í dag

Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði lýkur í dag en lögregla telur að um þrjú til fjögur hundruð manns hafi lagt leið sína í bæinn til að fagna með heimamönnum. Hátíðin hefur gengið stórslysalaust fyrir utan nokkur minni háttar viðvik sem lögregla rekur til ölvunar en hún hefur verið töluvert mikil og var talsverður erill hjá lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Breska lögregla bæði harmar og ver

Breska lögreglan hefur upplýst að maðurinn sem var skotinn til bana í gær, hafi ekki tengst sprengjutilræðunum síðastliðinn fimmtudag. Ekki var hins vegar sagt hver maðurinn var, eða hvers vegna hann var undir eftirliti. Breska lögreglan ver eftir sem áður þá stefnu að það skuli skotið til að drepa, þegar fengist er við hugsanlegan sjálfsmorðssprengjumann.

Erlent
Fréttamynd

Sjö Íslendingar á svæðinu

Sjö Íslendingar, tvær fjölskykldur, eru staddir á svæðinu þar sem sprengjuárásirnar í Egyptalandi urðu á aðfararnótt laugardags. Engan sakaði en hópurinn varð verulega óttasleginn.

Erlent
Fréttamynd

Meirhluti þings vill Roberts

Meirihluti Bandaríkjamanna er fylgjandi því að Öldungadeild þingsins staðfesti skipun Johns Roberts, í embætti hæstaréttardómara. Fólk vill þó vita um afstöðu hans til fóstureyðinga, áður en til þess kemur.

Erlent
Fréttamynd

Nýtt leiðakerfi tekið í notkun

Borgarstjóri og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur klipptu í gær á borða til merkis um að nýtt leiðakerfi Strætó hefði tekið gildi.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt leiðakerfi Strætó

Nýtt leiðakerfi Stætós bs. var tekið í notkun á Hlemmi í dag með pompi og prakt. Skiptar skoðanir eru um hvort breytingarnar hafi í för með sér að stætisvagnaferðir verði betri kostur en áður.

Innlent
Fréttamynd

Strætó býður til opnunar

Strætó bs. býður íbúum höfðuborgarsvæðisins að vera við formlega opnun á nýju leiðarkerfi á Hlemmi klukkan eitt í dag. Þar verða stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Strætós bs. sem munu kynna nýtt kerfi. Þá taka borgarstjóri og bæjarstjórar aðildarsveitarfélaga Strætós kerfið formlega í notkun.

Innlent
Fréttamynd

Rjómablíða í Reykajvík

Óhætt er að fullyrða að rjómablíða hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í gær á einum heitasta degi sumarsins hingað til. Reykvíkingar og nærsveitungar þeirra flykktust út úr húsum sínum til að njóta veðurblíðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Sterling hyggst ná þrefaldri stærð

Skandinavíska flugfélagið Sterling stefnir að því að þrefalda stærð sína á næstu þremur til fjórum árum. Þetta hefur norska dagblaðið Aftenposten eftir Almari Erni Hilmarssyni, nýráðnum forstjóra Sterling.

Erlent
Fréttamynd

Arna Schram nýr formaður BÍ

Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á stjórnarfundi í gær eftir að formaðurinn, Róbert Marshall, sagði sig úr stjórn í kjölfar þess að hann tók við starfi yfirmanns fréttasviðs hjá 365 ljósvakamiðlum. Arna Schram hefur verið varaformaður BÍ síðastliðin rúm tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Óhugnanleg lífsreynsla

Íslendingur, sem ásamt fjölskyldu sinni varð vitni að fjöldamorðum í Egyptalandi í morgun, segir að það hafi verið óhugnanleg lífsreynsla. Að minnsta kosti áttatíu og átta manns biðu bana í árásunumHver sprengingin af annarri skók Sharm El Sheik snemma í morgun, og aðkoman var skelfileg.

Erlent
Fréttamynd

Tengdist ekki árásunum

Breska lögreglan hefur staðfest að maðurinn sem skotinn var á Stockwell lestarstöð í gær tengdist ekki hryðjuverkunum á fimmtudag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni er atburðurinn harmaður og beðist afsökunar.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar í Sharm el-Sheik

Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka er staddur í Sharm el-Sheik ásamt fjölskyldu sinni og nokkrum öðrum Íslendingum. Fjölskyldan var úti á svölum þegar ósköpin dundu yfir.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur jarðskjáflti í Tókýó

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter skók Tókýó snemma í morgun. Þetta er öflugasti jarðskjáflti sem mælst hefur í borginni frá 1992. Enginn lést en talið er að 27 hafi slasast. Lestarkerfið og flugsamgöngur lágu niðri í nokkurn tíma og fjöldi manns festist í lyftum. Upptök skjálftans voru í Chiba héraði sem er í um 90 kílómetra austur af Tókýó.

Erlent
Fréttamynd

Framsókn ruggar bátnum

"Það hafa verið uppi raddir um að við séum skelkaðir og að við þorum ekki að fara einir fram. Þetta eru skilaboð til hinna flokkanna um hið gagnstæða," segir Þorlákur Björnsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Innlent
Fréttamynd

Reglur um ökuréttindi hertar

Reglur um ökuréttindi verða hertar enn frekar. Ökuskírteini afhent 19 ára unglingi gildir þar til hann verður sjötugur, þótt ekki sé sjálfgefið að hann sé fullkomlega ökuhæfur allan þann tíma.

Innlent
Fréttamynd

88 látnir í sprengjuárás

Á annað hundrað manns slösuðust og 88 létust í sprengjuárás í Egypska ferðamannabænum Sharm el-Sheik á aðfararnótt laugardags. Sjö Íslendingar sem eru á staðnum sluppu allir ómeiddir. Íslamskir öfgahópar tengdir al-Kaída hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum. </font /><font face="Helv" color="#000080" size="2"></font></b />

Erlent
Fréttamynd

Erlendir fangar kosta sitt

Kostnaður samfélagsins vegna erlendra fanga í íslenskum fangelsum eykst ár frá ári. Um fimmtán prósent þeirra fanga sem nú sitja inni eru útlendingar.

Innlent
Fréttamynd

Ölvaður á 128 km hraða

Ökumaður fólksbifreiðar var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi þar sem hann ók yfir leyfilegum hámarkshraða undir Hafnarfjalli í Borgarfirði skömmu eftir miðnætti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Brenndist á fótum

Ferðamaðurinn sem brenndist þegar hann féll í hver í Reykjadal í gær, er með annars til þriðja stigs bruna að sögn læknis á Landspítalanum. Maðurinn þarf líklega að fara í aðgerð en hann brenndist upp að hnjám og þarf að liggja á spítalanum í nokkra daga.

Innlent