Erlent

Sterling hyggst ná þrefaldri stærð

Skandinavíska flugfélagið Sterling stefnir að því að þrefalda stærð sína á næstu þremur til fjórum árum. Þetta hefur norska dagblaðið Aftenposten eftir Almari Erni Hilmarssyni, nýráðnum forstjóra Sterling. Almar Örn segir þetta muni gerast með innri vexti og frekari yfirtökum á fyrirtækjum. Hvaða fyrirtæki um ræðir hefur ekki enn verið gefið upp. Sterling gerði þó nýlega samning við ferðaskrifstofuna VIA Travel Group um miðasölu sem gæti aukið mjög farþegafjölda félagsins. Þá segir Almar Sterling vera alþjóðlegt nafn og það séu engin takmörk fyrir því hvert hægt sé að fara með vörumerkið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×