Erlent

Öflugur jarðskjáflti í Tókýó

Öflugur jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter skók Tókýó snemma í morgun. Þetta er öflugasti jarðskjáflti sem mælst hefur í borginni frá 1992. Enginn lést en talið er að 27 hafi slasast. Lestarkerfið og flugsamgöngur lágu niðri í nokkurn tíma og fjöldi manns festist í lyftum. Upptök skjálftans voru í Chiba héraði sem er í um 90 kílómetra austur af Tókýó. Mikil hætta er á jarðskjálftum í Japan þar sem eyjan liggur á fjórum jarðskorpuflekum og jarðhræringar því afar tíðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×