Innlent

Reglur um ökuréttindi hertar

Reglur um ökuréttindi verða hertar enn frekar. Ökuskírteini afhent 19 ára unglingi gildir þar til hann verður sjötugur, þótt ekki sé sjálfgefið að hann sé fullkomlega ökuhæfur allan þann tíma. Á fimmtudagskvöld kvöld ók maður í annarlegu ástandi að sögn vitna í gegnum útisvæði veitingastaða við Austurvöll. Að sögn lögreglu var maðurinn ekki undir áhrifum áfengis né fíkniefna en talið er víst að hann hafi verið undir áhrifum lyfseðilsskyldra lyfja. Maðurinn er með gild ökuréttindi og vekur þetta upp spurningar um hvort rétt sé að fólk haldi sjálfkrafa ökuréttindum sínum til sjötugs þar sem ýmislegt getur komið fyrir á lífsleiðinni sem skerðir hæfni til akstur. Jón Snædal, öldrunarlæknir, segir að að Landlæknisembættið sé að enduskoða heilbrigðisskilyrði varðandi ökuréttindi.Að sögn Jóns voru í fyrra sett lög í Finnlandi sem skylda lækna að tilkynna ef þeir telja vafasamt að einstaklingar aki bíl. En telur hann raunhæfan möguleika að taka þetta upp hér. Hann segir þetta snerta trúnaðasamband llæknis og sjúklinga og ef sjúklingar telja hættu á að læknir tilynni skerta hæfni þeirra til að aka þá getu það leitt til þess að það forðist heilbrigðiskerfið. Athuga J'on aftur Jón segir nauðsynlegt fyrir fólk að tala við sína nánustu telji þeir að þeir séu að missa hæfnina til að keyra til dæmis sökum öldrunar. En hvað getur læknir gert ef að hann er viss um að sjúklingur fari ekki að tilmælum hans um að keyra ekki sökum heilsu. Jón sagði að lækni bæri að tilkynna verði þeir varir við dómgreindarleysi hjá sjúklingum og ef þeir fara ekki eftir þeim ráðleggingum sem þeir fá þá tilkynna læknar það í einstaka tilvikum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×