Erlent

Meirhluti þings vill Roberts

Meirihluti Bandaríkjamanna er fylgjandi því að Öldungadeild þingsins staðfesti skipun Johns Roberts, í embætti hæstaréttardómara. Fólk vill þó vita um afstöðu hans til fóstureyðinga, áður en til þess kemur. Fimmtíu og níu prósent þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun dagblaðsins Washington Post voru fylgjandi því að Roberts fengi embættið. Tuttugu og þrjú prósent voru á móti og átján prósent höfðu enga skoðun á málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×