Innlent

Rjómablíða í Reykajvík

Óhætt er að fullyrða að rjómablíða hafi verið á höfuðborgarsvæðinu í gær á einum heitasta degi sumarsins hingað til. Reykvíkingar og nærsveitungar þeirra flykktust út úr húsum sínum til að njóta veðurblíðunnar. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni náði hitinn rúmum átján gráðum um miðjan daginn og hægur vindurinn dró ekki úr veðursældinni. "Það verður ljómandi veður hérna áfram en kannski heldur skýjaðra næstu daga," sagði Björn Sævar Einarsson veðurfræðingur. Hann býst við að hægviðri ráði áfram ríkjum í borginni en telur einhverjar líkur á því að þoka eigi eftir að draga úr veðurblíðunni. Þokufréttirnar höfðu þó engin áhrif á viðmælendur Fréttablaðsins, sem brostu blítt framan í sólina í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×