Erlent

Discovery í loftið á þriðjudag

Bandaríska geimferðastofnunin NASA áætlar að skjóta Discovery á loft næstkomandi þriðjudag klukkan 14:39 að íslenskum tíma. Áhöfnin kom til Flórída í gær til lokaæfinga sem standa munu yfir þar til og ef af flugtaki verður í þetta sinn. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að viðgerð á eldsneytisbúnaði vélarinnar hafi gengið erfiðlega en þó telja þeir sig hafa lokið viðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×