Innlent

Nýtt leiðakerfi Strætó

Nýtt leiðakerfi Stætós bs. var tekið í notkun á Hlemmi í dag með pompi og prakt. Skiptar skoðanir eru um hvort breytingarnar hafi í för með sér að stætisvagnaferðir verði betri kostur en áður. Sex stofnleiðir Strætó munu flytja fólk milli fjölmennustu íbúðarsvæðanna og atvinnusvæðanna og eru tíu mínútur á milli vagna með sama leiðarnúmer á þeim leiðum. Allar leiðir fara um Hlemm og flestar um Lækjartorg. Leiðunum hefur verið fækkað úr 35 í 19. Steindór Steindórsson, deildarstjóri akstursdeildar segir að að tekist hafi að halda tímaáætlanir og hefur hann góða von um að svo verði áfram. Nokkur fjöldi fólks var við opnunina í dag og ekki voru allir vegfarendur sáttir við breytinguna. Minnihlutinn í borgarstjórn er ósáttur við breytingar á leiðarkerfinu og hefði viljað útfæra þær á annan hátt. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir að leiðanetið sé gisnara og að biðstöðum hafi veri fækkað. Oft sé lengra að fara þangað og leiðir dregnar inní miðja borg þar sem umferðin er mest. Hann sagði jafnframt að mörg hverfi yrðu fyrir þjónustuskerðingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×