Erlent

Íslendingar í Sharm el-Sheik

Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka er staddur í Sharm el-Sheik ásamt fjölskyldu sinni og nokkrum öðrum Íslendingum. Fjölskyldan var úti á svölum þegar ósköpin dundu yfir. Jón Diðrik sagði í samtali við fréttastofuna að sprengingarnar hefðu verið gríðarlega öflugar og að eftir þá síðari hafi þau ekki verið í nokkrum vafa um hvað væri að gerast. Þá hefði mikill eldhnöttur stigið til himins og hótel þeirra nötrað. Jón sagði að þeim væri brugðið, sérstaklega börnunum. Fjölskyldan hefði í gær heimsótt verslunarmiðstöð sem nú væri rústir einar. Egypskur afgreiðslumaður þar hefði grínast og leikið sér við sex ára dóttur Jóns og hún hefði teiknað af honum mynd, eftir að heim kom. Telpan hefði nú miklar áhyggjur af því að þessi góðlegi maður væri dáinn. Jón sagði einkennilegt að horfa uppá að daglegt líf héldi nú áfram eins og ekkert hefði í skorist, fólk væri að baða sig í sjónum, og rölta um göturnar. Nánar verður rætt við Jón Diðrik í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×