Fréttir

Fréttamynd

Ólöglegar veiðar

Tveir línubátar voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum í Reykjafjarðarál norðaustur af Ströndum aðfaranótt þriðjudags.

Innlent
Fréttamynd

Varkárni og taugaveiklun í London

Taugaveiklun greip um sig í London í dag, þegar fréttir bárust af eldi um borð í strætisvagni. Við nánari athugun reyndist ekkert alvarlegt á seyði. Í gærkvöldi voru tveir menn til viðbótar handteknir í tengslum við árásirnar sem misheppnuðust fyrir viku. standið í London þessa dagana einkennist af óróa og varkárni.

Erlent
Fréttamynd

Saka Kúveita um olíustuld

Íraskir þingmenn ásökuðu Kúveita í gær um að stela olíu Íraka og ræna af þeim landsvæði. Ásökunin, sem er svipuð þeim sem Saddam Hussein notaði til að réttlæta innrásina í Kúveit 2. ágúst 1990, kom í kjölfar nokkurra minniháttar átaka við landamæri Kúveits og Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Gróðurhúsalofttegundir forða ísöld

Bandarískur vísindamaður segir að ef ekki væri fyrir gróðurhúsalofttegundirnar, væri jörðin á leið inn í nýja ísöld og jöklar farnir að leggja undir sig norðurhvel jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Borgin semur við Og Vodafone

Reykjavíkurborg hefur samið við Og Vodafone um 40 ljósleiðaratengingar á víðneti fyrir helstu starfsstöðvar sínar til næstu fjögurra ára. Þær tengja saman grunnskóla og ýmsar stofnanir Reykjavíkurborgar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Söguleg viðgerð í geimnum

Gera á tilraun í dag til þess að laga þær skemmdir sem urðu þegar geimferjan Discovery var skotið á loft upp. Aldrei áður hefur geimfari verið sendur undir geimferju á ferð. Geimfarinn hefur heimatilbúna sög til viðgerða og þarf að gæta sín á að rekast ekki í viðkvæman búk ferjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup í rénun

Hlaupið í Skaftá náði hámarki í gærmorgun en þá mældist rennslið við Sveinstind 720 rúmmetrar á sekúndu. Að sögn Sverris Óskars Elefsen hjá Vatnamælingum Orkustofnunar er því hlaupið orðið álíka hlaupunum 2000 og 2002 en mun stærra og meira en síðasta hlaup, sem var 2003.

Innlent
Fréttamynd

Hækkun á bensínverði

Essó, Skeljungur og Olís hækkuðu öll bensínverð um tvær og hálfa krónu í dag. Verð á bensínlítranum í sjálfsafgreiðslu er nú almennt 111 krónur og sextíu aurar en lítrinn af díselolíu kostar 110 krónur og sextíu aura. Hvorki Atlantsolía né Orkan hafa hækkað bensínverð. </font />

Innlent
Fréttamynd

Ekki dregur úr bókunum

Ekki hefur dregið úr bókunum til Lundúna þrátt fyrir ótta um að fleiri hryðjuverk verði framin í kjölfar sprengjuárásanna á borgina 7. og 21. júlí. Ekki ber heldur á því að fólk afpanti ferðir sínar eða breyti ferðadagsetningum, að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Flugleiða.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sniðganga sjónvarpsstöð

Rússnesk stjórnvöld hafa bannað embættismönnum sínum að hafa nokkur samskipti við bandarísku sjónvarpsstöðina ABS, eftir að hún sendi út viðtal við hryðjuverkamanninn Shamil Basayev. Basayev er Tsjetseni og hefur skipulagt og stjórnað mannskæðum árásum, í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Byrjað að ráðstafa söluandvirði

Tæpum einum milljarði af söluandvirði Landsímans verður varið til að efla GSM-kerfið og stafrænt sjónvarp, bæði á landsbyggðinni og hjá sjófarendum, með aðstoð gervihnatta. Efnt verður til útboðs á framkvæmdunum.

Innlent
Fréttamynd

Hættir líka á þingi

Þetta er síðasta kjörtímabil Tonys Blair, ekki einungis sem forsætisráðherra heldur einnig sem þingmanns. Þetta er haft eftir John Burton, einum helsta vini og stuðningsmanni Blairs.

Erlent
Fréttamynd

Lausir stólar hjá Samfylkingu

Ásgeir Friðgerisson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, hefur ekki gert upp við sig hvort hann kæri sig um að taka sæti Guðmundar Árna Stefánssonar, á Alþingi, þegar Guðmundur Árni tekur við embætti sendiherra í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Vænn kinnhestur frá Árna Johnsen

Hreimur Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Lands og sona, íhugar að kæra Árna Johnsen fyrir að hafa slegið sig í andlitið á þjóðhátíðarsviðinu í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Söguleg viðgerð

Geimfarinn Steve Robinson mun í kvöld fara í viðgerðarleiðangur sem ekki á sér fordæmi. Robinson verður sendur með vélrænum armi undir geimferjuna Discovery, þar sem hann mun freista þess að fjarlægja tvö stykki sem skaga fram úr hitahlíf á skrokki ferjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Óánægðir með starfsfyrirkomulag

Dæmi eru um að strætisvagnabílstjórar hafi hætt störfum vegna óánægju með breytingar á starfsfyrirkomulagi samfara nýju leiðakerfi að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg öryggisgæsla í lestunum

Gríðarleg öryggisgæsla var í neðanjarðarlestum Lundúna í gær þegar tvær leiðir, sem verið hafa lokaðar síðan mannskæðar hryðjuverkaárásir voru gerðar á borgina þann 7. júlí, opnuðu á ný. Hundruð lögregluþjóna gættu lestarstöðva borgarinnar í þeim tilgangi að draga úr líkum á frekari árásum.

Erlent
Fréttamynd

Níu slasast í sprengingu

Níu slösuðust lítillega í gær þegar tvær sprengingar urðu í ruslafötum í tyrkneska bænum Antalya. Antalya er vinsæll ferðamannastaður við strönd Miðjarðarhafsins.

Erlent
Fréttamynd

Styr um fallna hermenn

Yfir þrjú hundruð japanskir þingmenn hafa hvatt Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans til þess að heimsækja musteri fallinna hermanna þegar þess er minnst, hinn fimmtánda þessa mánaðar, að sextíu ár eru liðin frá uppgjöf Japana í Síðari heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Lagt af stað eftir Svölunni

Ákveðið hefur verið að Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupsstað freisti þess að finna og bjarga skútunni Svölu en áhöfn hennar var bjargað og flutt til lands með þyrlu LHG sl. nótt. Hafbjörg mun leggja af stað nú síðdegis og er reiknað með að ferðin geti tekið allt að 2 sólarhringa.

Innlent
Fréttamynd

Hiroshima minnst

Eftir þrjá daga verða nákvæmlega sextíu ár síðan kjarnorkusprengja féll á borgina Hiroshima í Japan. Fórnarlambanna var minnst með viðhöfn í borginni í gær. Um tvö hundruð manns, flestir annað hvort fórnarlömb árásarinnar eða ættingjar fórnarlambanna, komu saman á sérstakri athöfn í Hiroshima í gær til að minnast atburðanna sem áttu sér stað fyrir nærri sextíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Áhersla á fjölskyldumál

Sænsku kvennasamtökin Feministiskt Initativ íhuga að stofan kvennalista og bjóða fram í næstu kosningum, að því er fram kemur á vefsíðu Sænska Dagblaðsins. Ákveðið verður hvort stofna eigi sérstakan stjórnmálaflokk á ársfundi kvennasamtakanna í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sprengt í Tyrklandi

Sex vegfarendur særðust þegar tvær sprengjur sprungu í Antalya, vinsælum ferðamannbæ í Tyrklandi, í dag. Sprengjunum hafði verið komið fyrir í ruslatunnum í miðborginni. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa staðið fyrir sprengjuárásum í Tyrklandi undanfarið.

Erlent
Fréttamynd

Ígildi 57 bankagjaldkera

Ingvar Vilhjálmsson, forstöðumaður KB banka, er ígildi fimmtíu og sjö bankagjaldkera sé litið til upplýsinga í opinberum álgningarskrám.  Bankagjaldkerar hafa að meðaltali eitthundrað og sjötíuþúsund krónur á mánuði, en forstöðumaðurinn hefur hinsvegar rúmar níu komma þrjár milljónir. Ingvar Vilhjálmsson seigr að upplýsingarnar séu rangar og hann hyggst hyggst kæra álagninguna.

Innlent
Fréttamynd

Komust allir lífs af úr slysinu

Kanadísk yfirvöld segja að allir farþegarnir 252 sem voru í Airbus þotunni sem hlekktist á í lendingu á Torontoflugvelli í kvöld hafi komsit lífs af. Einn flugmanna þotunnar var fluttur á sjúkrahús en hann var á ráfi nálægt slysstaðnum. Þá hlutu 14 farþegar minniháttar meiðsli.

Erlent
Fréttamynd

Þota með 200 manns fórst í lendingu í Toronto

Þota með um 200 manns innanborðs fórst í lendingu á flugvellinum í Toronto í Kanada í kvöld. Sjónarvottar sögðu vélina hafa runnið út af flugbrautinni eftir lendingu, þar hafi skrokkurinn brotnað og mikill eldur gosið upp. Vélin sem var af gerðinni Airbus 340 var í eigu Air France og var að koma frá París. Slæmt veður var þegar slysið varð, úrhellisrigning og þrumuveður. Ekki hafa fengist fregnir af manntjóni en flugstjóri og flugmaður þotunnar voru sagðir hafa komist út úr brennandi flakinu. Þá sögðust sjónarvottar hafa séð farþega klifra út úr flaki vélarinnar. Kanadísk útvarpsstöð fullyrti að flestir farþeganna hefðu bjargast úr flakinu en það eru óstaðfestar fréttir.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðhátíðargestir komnir á land

Lang flestir þjóðhátíðargestir eru nú komnir í land þrátt fyrir truflanir á flugi í gær.  Herjólfur fór aukaferð í nótt og kom til Þorlákshafnar undir morgun og flug hófst á milli Eyja og Bakkaflugvallar klukkan sex í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Samningar harðlega gagnrýndir

Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja gagnrýnir harðlega að aukaleikarar í Eastwood-kvikmyndinni, sem verður tekin upp hér á landi, fái einungis fimm þúsund krónur á dag fyrir að leika í myndinni. Formaður félags íslenskra leikara segir fáránlegt að leikararnir þurfi sjálfir að bera ábyrgð á leikmunum.

Innlent
Fréttamynd

Skútufólki bjargað úr sjávarháska

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega fimm í morgun með fjóra skipbrotsmenn af skútunni Svölu, sem lenti í hrakningum um 130 sjómílur suðaustur af landinu i gærkvöldi. Þegar seglið hafði rifnað í vindhviðu og lítið var orðið eftir af olíu á vélinni kallaði áhöfnin, sem er íslensk, á aðstoð.

Innlent