Erlent

Saka Kúveita um olíustuld

Íraskir þingmenn ásökuðu Kúveita í gær um að stela olíu Íraka og ræna af þeim landsvæði. Ásökunin, sem er svipuð þeim sem Saddam Hussein notaði til að réttlæta innrásina í Kúveit 2. ágúst 1990, kom í kjölfar nokkurra minniháttar átaka við landamæri Kúveits og Íraks. Sendinefnd Íraka fer til Kúveits í dag til að ræða um ástand mála og segja báðir aðilar að vilji sé til að leysa deiluna á friðsamlegan hátt. Jawad al-Maliki, formaður öryggis- og varnarmálanefndar íraska þingsins, sagði í gær að Kúveitar séu að koma fyrir láréttum olíudælum, allt að kílómeter inni fyrir landamæri Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×