Erlent

Komust allir lífs af úr slysinu

Kanadísk yfirvöld segja að allir farþegarnir 252 sem voru í Airbus þotunni sem hlekktist á í lendingu á Torontoflugvelli í kvöld hafi komsit lífs af. Einn flugmanna þotunnar var fluttur á sjúkrahús en hann var á ráfi nálægt slysstaðnum. Þá hlutu 14 farþegar minniháttar meiðsli. Airbusþotan sem er í eigu Air France var að koma inn til lendingar frá París í slæmu veðri þegar henni hlekktist á. Vélin rann út af brautarenda og brotnaði í tvennt. Mikill eldur gaus upp í vélinni. Talið er að vélin hafi orðið fyrir eldingu í lendingunni.
MYND/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×